Fréttablaðið - 12.01.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.01.2011, Blaðsíða 10
10 12. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR TEKNAR Í TÖLU FULLORÐINNA Tvítugar japanskar stúlkur skemmta sér í rússíbana í Tókýó í tilefni aldursins, því tvítugar teljast þær fullorðnar í Japan. NORDICPHOTOS/AFP Öll fargjöld miðast við fl ug báðar leiðir, skattar og gjöld innifalin. Verð miðast við 14 desember 2010 og framboð er takmarkað af lægstu fargjöldum. Ferðatímabil er 12 febrúar til 30 september 2011. fl ysas.is Ávallt með SAS Engin dulin gjöld 23 kg farangur án endurgjalds Frí vefi nnritun EuroBonus punktar 25% barnaafsláttur Reykjavík frá Ósló kr. 26,700 Kaupmannahöfn kr. 37,400 Stokkhólmur kr. 39,800 OFURTILBOÐ TIL SKANDINAVÍU. Bókið fyrir 17 janúar. Reykjavík frá Kristiansand kr. 36,500 Stafangur kr. 36,500 Þrándheimur kr. 40,100 VIÐSKIPTI Íbúðalánasjóður keypti 723 íbúðir á nýliðnu ári og átti 1.070 íbúðir um áramót- in. Þetta er þrjátíu íbúðum minna en áætl- anir sjóðsins gerðu ráð fyrir. Þetta er rétt rúmlega þrefalt fleiri íbúðir en sjóðurinn átti í lok árs 2009 en þá átti hann 347 íbúðir. Ásta H. Bragadóttir, fráfarandi aðstoð- arframkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir niðurstöðuna nokkurn veginn á áætlun. Hún gerir ráð fyrir að aðgerðir stjórnvalda um lausn á skuldavanda heimilanna muni skila sér í því að sjóðurinn eignist færri íbúðir á þessu ári en í fyrra. Þá er búist við að fyrirhugað kaupleigukerfi valdi því að íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs fækki á árinu. Gert er ráð fyrir að Íbúðalánasjóður eigi 882 íbúðir um næstu áramót. „Við höfum ekki formlega endurskoðað þær áætlanir,“ segir Ásta. Staða sjóðsins var slæm skömmu fyrir áramótin. Eigið fé hans nam 10,1 milljarði króna í lok árs 2009 og stóð eiginfjárhlut- fallið þá í 3,0 prósentum. Um mitt síðasta ár var eigið féð komið í 8,4 milljarða og stóð eiginfjárhlutfallið í 2,1 prósenti. Það á lögum samkvæmt að vera 5,0 prósent. Alþingi samþykkti fyrir mánuði að bæta eiginfjárstöðu sjóðsins og veita til hans 33 milljarða króna. Upphæðin færist í árs- reikning fyrir nýliðið ár. Vinna við gerð reikningsins stendur nú yfir. - jab HÚS Í BYGGINGU Íbúðalánasjóður eignaðist 723 íbúðir á nýliðnu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Búist er við því að aðgerðir stjórnvalda leiði til þess að Íbúðalánasjóður eignist færri íbúðir á árinu: Íbúðalánasjóður átti 1.070 íbúðir um áramótin LÖGREGLUMÁL Nítján ökumenn voru teknir fyrir vímuakstur á höfuðborgarsvæðinu um helg- ina. Fjórtán voru teknir fyrir ölvunarakstur og fimm ökumenn voru undir áhrifum fíkniefna við stýrið. Hinir ölvuðu voru tólf karl- menn á aldrinum 20 til 50 ára og tvær konur, 19 og 39 ára. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og tveir til viðbótar hafa aldrei öðlast öku- réttindi. Þeir sem óku undir áhrifum fíkniefna voru fjórir karlmenn á aldrinum 19 til 27 ára og ein kona um fertugt. - jss Óku drukkin og dópuð: Nítján teknir við vímuakstur VIÐSKIPTI Vogunarsjóðurinn Bor- eas Capital hagnaðist um rúmar 26 milljónir króna árið 2009. Þetta er talsverður samdráttur á milli ára en árið 2008 nam hagn- aðurinn 102,3 milljónum. Eigend- ur fengu nær allan hagnaðinn í arð í fyrra, 96 milljónir króna. Boreas Capital var stofnaður um mitt ár 2007. Eigendur hafa í gegnum tíðina tengst Björgólfi Thor Björgólfssyni og fjárfest- ingarbankanum Straumi. Þá fór Ragnar Þórisson, einn eigenda hans, með formanni Framsókn- arflokksins til Noregs í október 2009 til viðræðna við þarlenda þingmenn um allt að 2.000 millj- arða króna lánafyrirgreiðslu. - jab Samdráttur hjá vogunarsjóði: Fá hundrað milljónir í arð SJÁVARÚTVEGUR Loðnuvinnsla er hafin að nýju á Vopnafirði eftir að Lundey NS kom þangað með um 680 tonn af loðnu í fyrrakvöld. Magnús Róbertsson, vinnslustjóri hjá HB Granda, segir að loðnan nú sé heldur smærri en sú sem barst til vinnslu fyrir áramótin en það muni ekki miklu. Góður hluti afl- ans henti til frystingar en það sem flokkist frá fari til bræðslu. Greint er frá þessu á vefsíðu HB Granda. Þar segir að nú sé vika liðin frá því að Lundey NS fór til loðnuleitar í samræmi við áætlun Hafrannsóknastofnun- ar þar að lútandi og hófst leitin á Vestfjarðamiðum. Arnþór Hjör- leifsson skipstjóri segir aðstæður til leitar hafa verið hinar verstu. Bræla á miðunum: Loðnuvinnsla hafin að nýju Friðarstillir laminn Ein líkamsárárás var kærð til lög- reglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar. Karl- maður sló konu í andlitið þannig að það brotnaði upp úr tönn og fylling í annarri losnaði. Hafði konan verið að stilla til friðar og endaði það með þessum afleiðingum. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.