Fréttablaðið - 12.01.2011, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. janúar 2011
Merkilegt ár í sögu kven-réttinda á Íslandi er nú að
baki, en árið 2010 voru 95 ár frá
því konur fengu kosningarétt
í alþingiskosningum, 35 ár frá
fyrsta kvennafrídeginum, 30 ár
frá kjöri Vigdísar Finnbogadótt-
ur og 20 ár frá stofnun Stígamóta
svo nokkrir áfangar séu nefndir.
Við undirrituð teljum rétt að líta
yfir stöðuna á þessum tímamót-
um. Með það í huga lýsum við
yfir þungum áhyggjum af brota-
lömum innan réttarvörslukerfis-
ins hér á landi. Á árunum 2006-
2009 voru rúmlega 70% kærðra
nauðgunarmála felld niður hjá
embætti ríkissaksóknara. Mun
algengara er að kærur vegna
nauðgana séu felldar niður en
kærur vegna annarra hegningar-
lagabrota. Sem dæmi má nefna
að árið 2006 voru 40% annarra
hegningarlagamála felld niður,
en 73% nauðgunarmála. Árið
2008 voru 24% annarra hegning-
arlagamála felld niður, en 69%
nauðgunarmála.
Þessi háa tíðni niðurfellinga á
nauðgunarmálum er vísbending
um brotalöm í meðferð þeirra.
Ýmsar alþjóðlegar stofnanir, svo
sem mannréttindanefnd Sam-
einuðu þjóðanna, auk nefndar
um afnám misréttis gegn konum
(CEDAW), hafa lýst yfir áhyggj-
um af misræminu hér á landi,
milli fjölda kærðra nauðg ana
sem berast lögreglu, fjölda
ákæra sem gefnar eru út hjá
embætti ríkissaksóknara, og að
lokum fjölda sakfellinga. Á und-
anförnum árum hafa fleiri brota-
þolar kært nauðgun en tíðkaðist
áður. Þó hafa fleiri kærur ekki
leitt til fleiri sakfellinga og er
það áhyggjuefni.
Nýlega var starfssvið kyn-
ferðisbrotadeildar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu útvíkk-
að með þeim hætti að rann-
sókn ofbeldisbrota var bætt við
skyldur hennar. Þessi breyting
jók verulega álagið á starfsfólk
deildarinnar sem getur ekki
lengur helgað sig rannsókn kyn-
ferðisbrota. Því er full ástæða
til að kanna hvort áðurnefnd
útvíkkun hafi haft neikvæð áhrif
á rannsókn kynferðisbrota.
Á undanförnum mánuðum
hafa menn sem gegna lykilstöð-
um í opinberri meðferð kynferð-
isbrota tjáð sig um málaflokk-
inn í fjölmiðlum. Er það annars
vegar Björgvin Björgvinsson,
yfirmaður kynferðisbrotadeild-
ar lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu, og hins vegar Val-
týr Sigurðsson ríkissaksóknari.
Ýmis samtök sem gæta hags-
muna þolenda kynferðisofbeldis
hafa sagt ummæli þeirra trún-
aðarbrest sem lýsa fordómum og
þekkingarleysi á stöðu brotaþola
í þessum málaflokki. Þrátt fyrir
þetta höfðu ummæli þeirra ekki
varanlegar afleiðingar. Björgvin
var tímabundið færður til í starfi
vegna ummæla sinna um ölvun
og nauðganir, en var settur aftur
í stöðu yfirmanns kynferðis-
brotadeildarinnar þremur mán-
uðum síðar án þess að því fylgdu
opinberar skýringar um hvers
vegna hann teldist hæfur á ný.
Nauðsynlegt er að gera kröfu
til faglegra vinnubragða af hálfu
fólks í lykilstöðum innan réttar-
vörslukerfisins. Þegar það opin-
berar viðhorf sem eru til marks
um ranghugmyndir eða van-
þekkingu, er afleiðingin trún-
aðarbrestur við samfélagið sem
kerfið á að þjóna.
Þá gagnrýni sem hér hefur
verið fjallað um, bæði frá
alþjóðasamfélaginu og innlend-
um aðilum, ber að taka alvar-
lega. Óumdeilt þarf að vera að
réttarvörslukerfið þjóni hags-
munum þeirra sem beittir eru
órétti.
Við skorum á dómsmálaráð-
herra að endurreisa trú almenn-
ings á réttarvörslukerfinu með
því að lagfæra þær brotalamir
sem þar er að finna.
Við leggjum til að skipuð verði
rannsóknarnefnd, undir forystu
óháðs erlends sérfræðings, til
að fara ofan í saumana á ferli
nauðgunarmála innan réttar-
vörslukerfisins. Meta þarf hæfni
og forsendur kerfisins til að
fást við slíkt ofbeldi. Beina þarf
sjónum sérstaklega að misræmi
milli fjölda kæra sem berast lög-
reglu, fjölda ákæra sem gefnar
eru út hjá embætti ríkissaksókn-
ara og fjölda endanlegra sakfell-
inga. Einnig er ástæða til að gera
úttekt á kynferðisbrotakafla
almennra hegningarlaga.
Efla þarf fræðslu til fagstétta
sem starfa að kynferðisbrota-
málum og skýrar reglur þurfa
að vera um hvernig skuli bregð-
ast við í framtíðinni ef trúnaðar-
brestur á sér stað. Þörf er á því
að leggja viðhorfskannanir fyrir
fólk, sem kemur að meðferð
kynferðisbrota í starfi sínu, svo
hægt sé að bera kennsl á og upp-
ræta fordóma.
Síðast en ekki síst þarf að vera
skýrt hvaða hagsmunir skuli
ráða ferðinni. Við teljum mik-
ilvægt að hagsmunir fólks sem
verður fyrir grófum ofbeld-
isbrotum séu í fyrirrúmi svo
það sjái tilgang í því að leita til
réttarvörslukerfisins.
Virðingarfyllst,
Andrés Ingi Jónsson
Anna Bentína Hermansen
Arnar Gíslason
Daði Arnar Sigmarsson
Edda Jónsdóttir
Grétar Rafn Árnason
Guðrún Margrét
Guðmundsdóttir
Gyða Margrét Pétursdóttir
Hjálmar G. Sigmarsson
Hrafnhildur Snæfríðar- og
Gunnarsdóttir
Hugrún Hjaltadóttir
Karl R. Lilliendahl
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Matthías M. D. Hemstock
Ósk Gunnlaugsdóttir
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Snorri Ásmundsson
Víðir Guðmundsson
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Áskorun til dómsmálaráðherra
Kynferðisbrot
Nítján einstaklingar
skora á
dómsmálaráðherra
Við skorum á dómsmálaráðherra að
endurreisa trú almennings á réttar-
vörslukerfinu með því að lagfæra þær
brotalamir sem þar er að finna.
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur
til að senda línu og leggja orð í belg
um málefni líðandi stundar. Greinar
og bréf skulu vera stutt og gagnorð.
Tekið er á móti efni á netfanginu
greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu
Vísis, þar sem finna má nánari
leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður
hvort efni birtist í Fréttablaðinu
eða Vísi eða í báðum miðlunum að
hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til
leiðréttinga og til að stytta efni.
Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gætirðu tryggt
barninu þínu ógleymanlega upplifun. Tveir krakkar á aldrinum
7-9 ára verða dregnir út og fara ásamt fylgdarmanni á leik í
UEFA Champions League og leiða leikmenn inn á völlinn í boði
MasterCard, aðalstyrktaraðila UEFA Champions League. Til að
taka þátt þarf að nota MasterCard kortið a.m.k. 10 sinnum frá
10. jan.-1. feb. 2011.
Dregið vikulega um skemmtilega aukavinninga.
UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST
Barnið þitt gæti fengið að leiða leikmann inn á völlinn
í leik í UEFA Champions League
Skráðu þig til leiks á www.kreditkort.is