Fréttablaðið - 12.01.2011, Page 46

Fréttablaðið - 12.01.2011, Page 46
38 12. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR Bíó Paradís fékk nýverið tíu milljónir króna úr ríkissjóði á fjárlögum 2011. Þessa dagana standa yfir viðræður um skyldur kvikmynda- hússins gagnvart framlagi ríkisins og munu þær standa yfir næstu eina til tvær vikur. Í júlí síðastliðnum ákvað Reykjavíkurborg að veita Bíói Paradís tólf milljónir króna í rekstrar- og framkvæmdastyrk. Sex milljón- ir áttu að renna til viðhalds á húsinu og hinar sex að renna stoðum undir reksturinn fyrstu mánuðina. Kvikmyndahúsið tók til starfa í gamla Regnboganum um miðjan september í fyrra. Þar er lögð áhersla á listrænar bíómyndir, klassískar myndir og kvikmyndahátíðir. Sal- irnir eru fjórir í húsinu og því þarf aðsókn- in að vera góð til að reksturinn standi undir sér. Kaffihús er í Bíói Paradís sem hingað til hefur aðeins verið opið á sama tíma og bíóið. Stefnan hefur þó verið sett á að með hækk- andi sól verði það einnig opið á öðrum tímum. Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, segir að bíóið hafi fengið fín við- brögð síðan það var sett á laggirnar og að mikil velvild sé í garð þess. „Starfsemin er í mjög góðum farvegi og framtíð Bíós Parad- ísar er björt,“ segir hún og bætir við: „Það er mikilvægt að fólk sýni áhuga sinn í verki með því að mæta í bíó.“ Á meðal þess sem Bíó Paradís tók til sýn- ingar í fyrra voru myndirnar sem voru til- nefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna og íslensku heimildarmyndirnar Með hang- andi hendi og Backyard. - fb „Þetta leggst mjög vel í mig.“ segir hin 26 ára gamla Hugrún Halldórs- dóttir, sem hefur störf á frétta- stofu Stöðvar 2 á næstunni. Fréttastofan varð fyrir mikilli blóðtöku á dögunum þegar Guðný Helga Herbertsdóttir og Sigríð- ur Mogensen hættu störfum með skömmu millibili. Verkefnið verð- ur því ærið fyrir Hugrúnu, sem hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu undanfarið og leggur nú lokahönd á BS-ritgerð í hagfræði. Spurð hvort hún hafi ávallt stefnt að því að starfa í sjónvarpi segir Hugrún að hún hafi aðeins prófað netsjónvarpið á Mbl.is. „Mér fannst það alveg ótrúlega gaman. Þannig að ég er spennt,“ segir hún. Hugrún starfaði á menningar- deild Morgunblaðsins í sumar, en færði sig yfir í innlendu fréttirnar í haust. Þá hefur hún einnig skrif- að inn á Mbl.is. En ert þú byrjuð að undirbúa þig með því að horfa á kvikmyndina Anchorman man aftur? „Nei, ég verð að kíkja á hana og Robyn í How I Met Your Mother og fleiri góða,“ segir Hugrún hress að lokum. - afb LÖGIN VIÐ VINNUNA FÓLKIÐ Á BAK VIÐ BÍÓ PARADÍS Bíó Paradís fékk nýver- ið tíu milljónir króna úr ríkissjóði á fjárlögum 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FYLLIR Í SKARÐIÐ Hugrún hefur störf á fréttastofu Stöðvar 2 á næstunni, en fréttakonurnar Guðný Helga Herberts- dóttir og Sigríður Mogensen hættu þar fyrir skömmu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýtt andlit í fréttunum á Stöð 2 Framtíð Bíós Paradísar rædd Ferðamálaráð Kanaríeyja bauð 100 Íslendingum í lúxusferð til eyjanna í lok árs 2009. Verkefnið átti að kynna það sem eyjurnar hafa upp á að bjóða og stuðla þannig að auknum ferðamanna- straumi frá Íslandi. Grínistinn Ari Eldjárn var á meðal þeirra sem fóru í ferðina á sínum tíma og takmark ferðamálaráðsins virðist hafa náðst; Ari hefur nefnilega snúið aftur til Kanarí og flatmagar nú í 20 stiga hita á hvítri strönd … Fótboltakonan Sif Atladóttir gekk í það heila á dögunum, en sá heppni heitir Björn Sigurbjörnsson. Sif er dóttir fótboltahetj- unnar Atla Eðvaldssonar og hefur átt fast sæti í hinu frábæra A-landsliði Íslands í fótbolta. Þá varð hún Íslandsmeistari með Val 2007 og 2008 en leikur nú með 1. FC Saarbrücken í þýsku úrvalsdeild- inni. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég hlusta mikið á Kings of Leon og undanfarið hef ég hlustað á nokkur gömul lög með SS Sól eins og Kartöflur. Svo er ég að hlusta dálítið á Rasmus Seback. Það tók mig fjögur ár að byrja að hlusta á danska tónlist.“ Arnór Atlason, landsliðsmaður í hand- bolta. „Þetta hljómar vel. Ég hafði reyndar ekki heyrt af þessu. Maður hætti að fylgjast með þessu eftir síðasta pilot-tíma- bil,“ segir Ragnar Bragason leik- stjóri. Ævintýri Næturvaktarinnar í Ameríku virðist síður en svo lokið. Gamanleikarinn Jack Black og framleiðslufyrirtæki hans, Electric Dynamite, hefur nú tekið þá Georg, Ólaf Ragn- ar og Daníel að sér. Black og hans menn ætla að þróa handrit eftir Næturvaktinni fyrir Saga Film og bandaríska framleiðslu- fyrirtækið Reveille sem á endur- gerðarréttinn í Bandaríkjunum. Handritshöfundinum Michael Dil- iberti hefur verið falið að vinna nýtt handrit upp úr þáttunum en hann á heiðurinn að handriti myndarinnar 30 Minutes or Less sem skartar Jesse Eisenberg úr Social Network í aðalhlutverki. Ragnar, sem vinnur nú að nýrri sjónvarpsþáttaröð fyrir Stöð 2, segir að það yrði vissulega mikið fagnaðarefni ef ráðist yrði í gerð amerísku útgáfunnar af Nætur- vaktinni. „Þetta er hins vegar allt svo flókið í Bandaríkjunum, svo mikið bákn og langar leiðir sem þarf að fara.“ Eitt og hálft ár er liðið síðan fréttir bárust af landvinningum Næturvaktarinnar í Bandaríkj- unum. Fox-sjónvarpsstöðin keypti sýningarréttinn að endurgerðinni og handritshöfundurinn Adam Barr skrifaði handrit að svoköll- uðum „prufu-þætti“ eða pilot sem notaður er til að sjá hvort viðkom- andi efni hentar fyrir sjónvarp eða ekki. Og það fór svo að stjórn- endur Fox ákváðu að ráðast ekki í gerð prufu-þáttarins. Jack Black gerði samning við Reveille í apríl á þessu ári um að hann kæmi með hugmyndir að gaman-, raunveruleika- og teikni- myndaþáttum fyrir sjónvarp og leikarinn virðist hafa fallið fyrir íslenska gríninu sem hreif þjóð- ina með sér á sínum tíma. Ragn- ar kveðst vera hrifinn af Jack Black og segir hann ekki ókunn- ugan Næturvaktar-hópnum. „Við höfum oft grínast með það í gegn- um tíðina að ef einhver Holly- wood-stjarna ætti að leika Pétur Jóhann þá væri það hann.“ freyrgigja@frettabladid.is RAGNAR BRAGASON: LÍFI BLÁSIÐ Í ENDURGERÐ ÍSLENSKRA GAMANÞÁTTA Jack Black tekur við Næturvaktinni í Hollywood Rokkarinn Björn Stefánsson úr hljómsveitinni Mínus og Íris Dögg Einarsdóttir ljósmyndari eiga von á sínu öðru barni. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá gengu þau í hjónaband á nýársdag og fengu nánustu aðstandend- ur hjónanna þessar gleðifregnir á dögunum. Björn og Íris eru búsett í Kaup- manna- höfn. Þau eiga fyrir dótturina Sölku. Popparinn Friðrik Dór virðist hafa hitt rækilega í mark með sinni fyrstu plötu, Allt sem þú átt, sem kom út fyrir síðustu jól. Hún seldist í um 2.500 eintökum og lög af henni hafa notið mikilla vinsælda í útvarpinu. Sena, útgáfufyrirtæki Friðriks Dórs, mun vera mjög ánægt með árang- ur síns manns, enda ekki sjálfgefið að íslenskur tónlistarmað- ur selji svona margar plötur í fyrstu tilraun. - hdm, fb FRÉTTIR AF FÓLKI STÓRSTJARNA Jack Black er stórstjarna í bandarískum gam- anleik en hefur líka reynt fyrir sér í alvarlegum hlutverkum. Hann lék meðal annars kolbil- aðan og skuldugan kvikmyndagerðarmann í King Kong eftir Peter Jackson. Black hefur verið falið að vinna með amerísku útgáfuna af Næturvaktinni fyrir framleiðslufyrirtækið Reveille en Ragnar Bragason leikstýrði þeirri íslensku. HEFST Á MORGUN TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.