Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 35

Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 35
LAUGARDAGUR 29. janúar 2011 3 Í smiðjunni verður unnið á óvenju- legan hátt með leir. Leir í öðru og nýju ljósi Leirsmiðja ætluð fjölskyldum verður haldin í Ásmundar- safni í dag. Myndlistarmaðurinn Haraldur Jónsson stjórnar leirsmiðju í Ásmundarsafni í dag, sem ætluð er fjölskyldum og er hún ókeypis og öllum opin. Leir hefur komið við sögu í listsköpun Haraldar; síðast á sýningunni Ný aðföng 2006- 2010 á Kjarvalsstöðum þar sem gaf að líta verk hans Blindnur, leirform með lukt augu. Undir leiðsögn Haraldar gefst þátt- takendum í smiðjunni að vinna með leir á óvenjulegan hátt. Þess má geta að smiðjan er sett upp í tengslum við tvær sýningar í Ásmundarsafni, Svefnljós, innsetningu Ráð- hildar Ingadóttur í Kúlunni og Hugsað í formum, sem sýnir endurgerða vinnustofu Ásmundar Sveinssonar. Leirsmiðjan hefst í dag klukkan 14.00. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. Hamraborgin í Hofi á Akureyri mun á morgun óma af söng- leikjatónlist í flutningi Alex- öndru Chernyshovu, Michaels Jóns Clarke og Risto Laur. „Við Alexandra ætlum að skemmta okkur konunglega og vonandi sjá margir sér fært að koma í Hof og skemmta sér með okkur,“ segir Michael Jón þegar hann er spurð- ur út í tónleikana í Hofi klukkan fimm á morgun með Alexöndru Chernyshovu. Þau ætla að flytja sönglög og dúetta úr helstu róm- antísku söngleikjunum frá síðustu öld, frá Oklahoma til Óperudraugs- ins. „Auðvitað erum við hálf galin að fara út í svona stórfyrirtæki en þar er jafnt á komið með okkur,“ segir Michael Jón. „Svo fáum við einn orkubolta til viðbótar í liðið með okkur, Risto Laur sem lenti nýlega á Akureyri beint frá Eist- landi. Hann er ekki bara píanóleik- ari, heldur heil hljómsveit.“ Michael Jón er þekktur fyrir flutning á söngleikjatónlist en Alexandra segir það nýja reynslu fyrir sig. „Ég hef meira verið í óperutónlistinni fram að þessu en finnst þetta mjög spennandi,“ segir hún og tekur fram að þau Michael Jón hafi sungið saman áður og þá í óperu. Söngfuglarnir eru að koma frá því að skemmta heimilisfólki Dvalarheimilisins Hlíðar þegar í þá næst. Alexandra býr á Hofsósi og hefur lagt á sig stíf ferðalög á æfingar síðustu vikur, stundum í misjöfnu veðri og erfiðri færð. „Ég keyri bara rólega ef eitthvað er að veðri en þegar svona stórviðburð- ur er í aðsigi stoppar mig ekkert,“ segir hún. - gun Rómantíkin á ferð „Auðvitað erum við hálf galin að fara út í svona stórfyrirtæki en þar er jafnt á komið með okkur,“ segir Michael Jón, hér með Alexöndru og undirleikaranum Risto Laur. Laugavegi 63 • s: 551 4422 laxdal.is MÖGNUÐ ÚTSALA ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR! Á klassískum og vönduðum kven- fatnaði frá þekktum framleiðendum Síung í 70 ár

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.