Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2011 ÚTSALA! 40% afsláttur Þriggja stafa eikarparket frá Parador Fullkomið 5G smelluker sem sparar þér tíma og fyrirhöfn. Nú 3.741 kr. m2 Áður 6.235 kr. m2 SÉRFRÆÐINGAR Í GÓLFEFNUM Ármúla 32 · 108 Reykjavík Sími 568 1888 · Fax 568 1866 · www.pog.is ÚTSALA! 35% afsláttur Eikarplanki 8 mm slitsterkt harðparket með 25 ára ábyrgð. Nú 1.788 kr. m2 Áður 2.750 kr. m2 Þeir sem leita að gólfefnum ættu að líta við á jarðhæðinni í Ármúla 32. Öðrum megin gangsins er Parket & gólf sem býður úrval af parketi og þilj- um. Hins vegar er Stepp sem leggur áherslu á teppi, vínyl- og línóleumdúka. Þorgeir Björnsson er maðurinn á bak við báðar búðirnar. „Hér erum við með efni frá þýsk- um, finnskum, austurrískum og hol- lenskum framleiðendum en sækjum ekki vörur austur til Asíu,“ segir Þorgeir þar sem hann stendur innan um viðarþiljurnar í Parket & gólf. Hann segir evrópska framleiðslu á gólfefnum höfða til Íslendinga og þar sé eikin í aðalhlutverki. „Það er eikin sem passar í 80 prósentum tilfella með innanstokksmunum og innréttingum Íslendinga,“ segir hann og bendir á ýmsar tegundir í þeirri deild sem eru með mismun- andi lit og heita hver sínu nafni. Eik Rústik er til dæmis kvistuð. Parketið er bæði gegnheilt og fljótandi. Þorgeir segir fólk kaupa meira fljótandi parket nú en áður því undirleggið undir það sé orðið svo vandað og högghljóðdeyft, enda kveði byggingarreglugerðir á um slíkt. „Þetta hljómar allt öðruvísi en gerði í gamla daga. Það eru ekki þessi holu, hvellu hljóð sem koma fram þegar gengið er á efninu,“ útskýrir hann. Þorgeir ber líka lof á nýja smellu- parketið. „Fólk vill fá parket sem er með smellukerfi bæði á hlið og endum,“ útskýrir hann. „Það er miklu auðveldara að leggja svoleið- is efni en það sem er slegið saman. Nú er því bara smellt.“ Þótt eikin sé vinsæl kveðst Þor- geir einnig selja aðrar tegundir. „Við sinnum auðvitað sérpöntunum og getum útvegað hvaða viðarteg- und sem er og allt þetta algengasta eigum við undantekningarlaust til á lager,“ tekur hann fram. Harðparketið er líka til í ýmsu viðarlíki í versluninni Parket & gólf. Þorgeir segir margt af því svo raunverulegt að með ólíkindum sé. Nefnir sem dæmi 8 mm þykkt harðparket sem sé afburðafallegt og gott efni. Nýjasta afurðin í dag er plankaharðparket sem er 25 cm breitt. „Maður þarf að skoða það virkilega grannt til að sjá að það sé ekki raunverulegur viður,“ segir sérfræðingurinn. Eikin er í aðalhlutverki „Fólk vill fá parket sem er með smellukerfi bæði á hlið og endum,“ segir Þorgeir Björnsson í Parket & gólf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Starfsfólk Stepps við Ármúla 32 hefur einbeitt sér í gegnum árin að því að selja teppi, vínyl- og línóleumdúka. Mest í sameign- ir í fjölbýlishúsum, stofnanir, hótel og gistiheimili. Eigandinn Þorgeir segir einnig mikið um að fólk fái sér teppi í híbýli sín. „Það er staðreynd að í mörgum nýjum húsum með mikla lofthæð, hörð gólfefni, veggi úr gifsi og stóra glugga verður svo mikill glymjandi að fólk tekur teppi í mottur til að bæta hljóðvistina.“ Þorgeir hefur mikla reynslu af sölu stigahúsateppa og lýsir ferlinu svo: „Við sendum mann á svæðið sem mælir gólfin og í framhaldinu gerum við tilboð í verkið. Það er án kostnaðar og án skuldbindingar fyrir viðskiptavininn sem þannig fær nákvæmlega að vita hvað teppi kostar til dæmis á einn stigagang án þess að gera annað en leggja fram beiðni um það. Ef honum líst vel á tilboðið þá verðum við glaðir en ef hann kýs að eiga sín viðskipti annars staðar þá óskum við honum bara velfarnaðar.“ Teppin bæta hljóðvistina Úrvalið hjá Steppi af teppum og dúkum er ósvikið, eins og Þorgeir Björnsson eigandi sýnir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Slitsterkt teppi í frískandi lit á stiga- gangi fjölbýlishúss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.