Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 22
„Mamma saumaði allt á okkur systur. Við fylgdumst með og vorum heillaðar yfir hverri flík. Ég held að það hafi kveikt í mér,“ segir Gunnhildur Stefánsdóttir sem nýlega stofnaði saumafyrir- tækið Gammur. „Handavinnukenn- arinn minn í grunnskóla var þýsk kona sem hét Margot Gamm. Ég minnist hennar í nafninu því mér þóttu tímarnir hjá henni ánægju- legir,“ segir hún til skýringar. Gunnhildur ólst upp á Höfn og kveðst hafa saumað talsvert sem barn og unglingur en týnt því niður á tímabili, tók BA-gráðu í íslensku og flutti út til Seattle þar sem hún kenndi íslensku. „Á þeim tíma fann ég að mig vantaði sköp- unina aftur í líf mitt og þegar heim kom fór ég í Kennaraháskólann og varð textílkennari,“ lýsir hún. Bæði hugsjónir og útlit fólks móta sköpun Gunnhildar, að henn- ar sögn, einnig byggingar, götur og annað borgarumhverfi. „Þrátt fyrir að hafa alist upp við ægi- fagurt landslag get ég ekki sagt að náttúran hafi áhrif á mig. Ég er algert borgarbarn, líður best í mannmergð og innan um háar byggingar.“ Hún kveðst leggja áherslu á þægindi í fötunum og segir þau henta skvísum á öllum aldri. „Svartur er grunntónn í flestum flíkum en ég hef gaman af því að leika mér með skæra og áberandi liti og skreyti með þeim. Ég held mig dálítið við sömu snið- in en legg upp úr því að hafa fáar flíkur í sömu litum.“ Gunnhildur er með opna versl- un einu sinni í viku á Hverfisgötu 37. „Búðin er beint á móti Fornbókabúð- inni hans Braga,“ segir hún. „Ég verð þar alltaf á föstudögum frá 11 til 18 og ætla líka að vera með opið fyrsta laugardag í hverjum mánuði. Svo er ég með síð- una facebook.com/ gammur.“ gun@frettabladid.is Ég er algert borgarbarn Gunnhildur Stefánsdóttir var ung þegar hún eignaðist sína fyrstu saumavél – að vísu leikfang en not- hæfa samt. Nú situr hún flesta daga við að sauma í bílskúrnum og selur afraksturinn um helgar. Byggingar, götur og borgarum- hverfi er meðal þess sem hefur áhrif á sköpun Gunnhildar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Glæsileg yfirhöfn með háum kraga. Efnið er 100% bómull. Leggingsbuxurnar eru úr þægilegu bambusefni. Þessi er stællegur, með ermi öðrum megin og stroffi út úr sláarvídd hinum megin. Annie Leibovitz er einn þekktasti ljósmynd- ari heims. Hún hefur ljósmyndað fólk á borð við Mick Jagger, John Lennon og Elísabetu Bretadrottningu. Fyrsta fyrirsæta heimsins sem svo var kölluð var Marie Vernet Worth. Hún var afgreiðslu- stúlka í París og sýndi föt árið 1852 fyrir manninn sinn, tísku- hönnuðinn Charles Fred- erick Worth. wikipedia.orgSkeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Stærðir 40-60. Flott föt fyrir flottar konur, 50% AUKA- AF SLÁTTUR af útsölu vörum (reiknas t við kas sa) Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is TILBOÐ í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind. Aðeins 4 verð á útsölunni 990 • 1990 2990 • 3990 Nýjar vörur - ekki á útsölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.