Fréttablaðið - 17.02.2011, Side 22

Fréttablaðið - 17.02.2011, Side 22
„Mamma saumaði allt á okkur systur. Við fylgdumst með og vorum heillaðar yfir hverri flík. Ég held að það hafi kveikt í mér,“ segir Gunnhildur Stefánsdóttir sem nýlega stofnaði saumafyrir- tækið Gammur. „Handavinnukenn- arinn minn í grunnskóla var þýsk kona sem hét Margot Gamm. Ég minnist hennar í nafninu því mér þóttu tímarnir hjá henni ánægju- legir,“ segir hún til skýringar. Gunnhildur ólst upp á Höfn og kveðst hafa saumað talsvert sem barn og unglingur en týnt því niður á tímabili, tók BA-gráðu í íslensku og flutti út til Seattle þar sem hún kenndi íslensku. „Á þeim tíma fann ég að mig vantaði sköp- unina aftur í líf mitt og þegar heim kom fór ég í Kennaraháskólann og varð textílkennari,“ lýsir hún. Bæði hugsjónir og útlit fólks móta sköpun Gunnhildar, að henn- ar sögn, einnig byggingar, götur og annað borgarumhverfi. „Þrátt fyrir að hafa alist upp við ægi- fagurt landslag get ég ekki sagt að náttúran hafi áhrif á mig. Ég er algert borgarbarn, líður best í mannmergð og innan um háar byggingar.“ Hún kveðst leggja áherslu á þægindi í fötunum og segir þau henta skvísum á öllum aldri. „Svartur er grunntónn í flestum flíkum en ég hef gaman af því að leika mér með skæra og áberandi liti og skreyti með þeim. Ég held mig dálítið við sömu snið- in en legg upp úr því að hafa fáar flíkur í sömu litum.“ Gunnhildur er með opna versl- un einu sinni í viku á Hverfisgötu 37. „Búðin er beint á móti Fornbókabúð- inni hans Braga,“ segir hún. „Ég verð þar alltaf á föstudögum frá 11 til 18 og ætla líka að vera með opið fyrsta laugardag í hverjum mánuði. Svo er ég með síð- una facebook.com/ gammur.“ gun@frettabladid.is Ég er algert borgarbarn Gunnhildur Stefánsdóttir var ung þegar hún eignaðist sína fyrstu saumavél – að vísu leikfang en not- hæfa samt. Nú situr hún flesta daga við að sauma í bílskúrnum og selur afraksturinn um helgar. Byggingar, götur og borgarum- hverfi er meðal þess sem hefur áhrif á sköpun Gunnhildar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Glæsileg yfirhöfn með háum kraga. Efnið er 100% bómull. Leggingsbuxurnar eru úr þægilegu bambusefni. Þessi er stællegur, með ermi öðrum megin og stroffi út úr sláarvídd hinum megin. Annie Leibovitz er einn þekktasti ljósmynd- ari heims. Hún hefur ljósmyndað fólk á borð við Mick Jagger, John Lennon og Elísabetu Bretadrottningu. Fyrsta fyrirsæta heimsins sem svo var kölluð var Marie Vernet Worth. Hún var afgreiðslu- stúlka í París og sýndi föt árið 1852 fyrir manninn sinn, tísku- hönnuðinn Charles Fred- erick Worth. wikipedia.orgSkeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Stærðir 40-60. Flott föt fyrir flottar konur, 50% AUKA- AF SLÁTTUR af útsölu vörum (reiknas t við kas sa) Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is TILBOÐ í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind. Aðeins 4 verð á útsölunni 990 • 1990 2990 • 3990 Nýjar vörur - ekki á útsölu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.