Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 STJÓRNSÝSLA Engin lagaskylda eða málefnaleg rök voru fyrir þeirri ákvörðun félags- og fjármálaráð- herra að greiða eigendum meðferð- arheimilisins Árbótar 30 milljónir króna í bætur. Pólitísk afskipti af málinu voru óeðlileg og skaðleg. Þetta er niðurstaða skýrslu Ríkis- endurskoðunar um Árbótarmálið og aðra þjónustusamninga Barna- verndarstofu. Ríkisendurskoðun segir augljóst að uppsögn þjónustusamningsins við Árbót hafi verið lögleg og að leita hafi átt álits ríkislögmanns um hugsanlega bótaskyldu, sem er hvort tveggja á skjön við mat Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félags- málaráðherra, frá í nóvember. Þrátt fyrir það segir Árni Páll að skýrsl- an staðfesti allt sem hann hafi sagt um málið. Afskipti stjórnmálamanna af málinu eru jafnframt harðlega gagnrýnd og þau sögð hafa grafið undan faglegum vinnubrögðum. Í kjölfar þess að Fréttablaðið birti fréttir af málinu í lok nóvember var það rætt á Alþingi. Þá kallaði Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, eftir endurbótum á stjórnsýslu landsins með aukinni siðvitund ráðuneyta, stofnana og alþingismanna. Ólína telur niðurstöðu Ríkisend- urskoðunar eðlilega. „Hlutverk þingmanna er að starfa á löggjaf- arþinginu og skapa skilyrði fyrir stofnanirnar. Hlutverk þingmanna og ráðherra er ekki að hlutast til um málefni stofnana. Skýrslan verður að sjálfsögðu rædd á þinginu. Hún gefur okkur tækifæri til að velta fyrir okkur tengslum og áhrifum stjórnmálamanna á rekstur stofn- ana í samfélaginu. Þarna geta verið grá svæði þannig að við þurfum að taka umræðuna.“ - sh, th / sjá síðu 8 SKÁLMÖLD Í TJARNARBÍÓI Íslenska þungarokksveitin Skálmöld, sem meðal annars er skipuð kór- stjórum og tónmenntakennurum, keyrði allt í botn á fyrri útgáfutónleikum sínum í Tjarnarbíói í gær. Fyrsta plata sveitarinnar nefnist Baldur, en seinni útgáfutónleikarnir verða haldnir í byrjun mars á heimaslóðum víkinganna á Húsavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖNNUN Ríflega sex af hverjum tíu segjast ætla að samþykkja samkomulagið sem náðst hefur við Hollendinga og Breta í Ice- save-deilunni í komandi þjóð- aratkvæðagreiðslu samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls segjast 61,3 prósent þeirra sem afstöðu taka til samnings- ins ætla að samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni, en 38,7 prósent ætla að hafna honum. Stór hluti kjósenda, um 29,6 pró- sent, á enn eftir að gera upp hug sinn samkvæmt könnuninni. Um 3,5 prósent sögðust ekki ætla að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Meirihluti þeirra sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og Vinstri græn, yrði kosið til þings núna, ætlar að samþykkja Icesave-samninginn. Yfirgnæfandi meirihluti stuðn- ingsmanna Framsóknarflokksins segist ætla að hafna samningnum. Alls sögðust um 22 prósent framsóknarmanna ætla að sam- þykkja samninginn. Um 65 pró- sent stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins ætla að styðja samninginn, 76 prósent þeirra sem styðja Samfylkinguna og 89 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna. Útreikningur á afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar er ekki tölfræðilega marktækur. Í könnun MMR, sem gerð var dagana 20. til 21. febrúar, sögðust 57,7 prósent myndu samþykkja Ice- save-samninginn en 42,3 prósent sögðust myndu hafna honum. Hringt var í 800 manns mið- vikudaginn 23. febrúar og fimmtu- daginn 24. febrúar. Þátttakend- ur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ætlar þú að samþykkja Icesave- samkomulagið eða hafna því í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu? Alls tóku 63,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. - bj Föstudagur skoðun 16 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 S tofnfundur Samtaka líf-rænna neytenda verður haldinn í Norræna húsinu 7. mars. Markmiðið er að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu vottaðra lífrænna vara á Íslandi, segir Oddný Anna Björns-dóttir, hvatamaður að stofnun samtakanna, sem telur Íslendinga ekki nógu meðvitaða um kosti líf-rænna afurða. „Við erum ein af fáum Evrópuþjóðum sem ekki hafa mótað sér skýra stefnu um að auka lífræna ræktun, þótt margt hafi áunnist. Við erum fimm til tíu árum á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við og tilgangurinn með stofnun samtakanna er að bæta úr því.“Oddný flutti nýverið til lands-ins eftir að hafa búið í Oddný Anna Björnsdóttir, hvatamaður að stofnun Samtaka lífrænna neytenda, gefur hér holla uppskrift MYND/PÁLMI EINARSSON Fljótlegt, einfalt og bragðgott Ferskur hlýri, ósprautaður (eða annar feitur, hvítur fiskur með háu hlutfalli af Omega 3 fitusýrum) Lífræn Naturata sól-blómaolía, sérstaklega gerð til steikingarPottagaldrar: Krydd fyrir krakka Lífrænar sætar kartöflurLífrænt brokkolíLífrænar gulræturLífrænt blómkál (eða lífrænar gular baunir)HP rúgbrauð (án ónátt-úrulegra aukaefna) Fiskur skor- inn í bita og kryddaður með kryddi frá Potta- göldrum. Fiskbitar lagð-ir í olíuborið eldfast mót og velt einu sinni upp úr olíunni. Lok set á og inn í ofn í um 30 mín. á 200°C. Græn-meti gufusoðið í potti (svo næringarefni f i skornar í bita, séu þær stórar. Rúgbrauð skorið í sneiðar, smurt og borið fram með mat. Krökk-unum finnst gott að láta stappa niðu k FISKUR, GRÆNMETI OG RÚGBRAUÐ MEÐ SMJÖRI fyrir hressa krakka! Á GEYSI Í HUGGULEGU UMHVERFI OG MEÐ GÓÐUM MAT Í KVÖLD SPILAR INGI GUNNAR LJÚFA TÓNLIST FYRIR MATARGESTIVERIÐ VELKOMIN! Karlakórinn Heimir í Skagafirði heldur tvenna tón- leika á suðvesturhorninu um helgina. Þeir fyrri verða í Njarðvíkurkirkju í kvöld klukkan 20.30 og þeir síðari í Langholtskirkju á morgun klukkan 15. Sígildar karla- kóraperlur og mansöngvar eru á efnisskránni. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 25. febrúar 2011 Á Dögg Móses dót i kvartar ekki und n pressu 25. febrúar 2011 46. tölublað 11. árgangur Hlutverk þingmanna og ráðherra er ekki að hlutast til um málefni stofnana. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR Hönnunarstefna mótuð Halla Helgadóttir segir nýja stefnu þurfa til að koma hönnun á flug. tímamót 20 Sögulegir kappar Tónlist setur svip á leikþætti um Bólu-Hjálmar og Jörund hundadagakonung í Gaflaraleikhúsinu. allt 2 Ég er kliiikkaður í Cocoa Puffs! FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÞÚ ERT MEÐ FRÆGA FÓLKIÐ Í VASANUM MEÐ VÍSI m.visir.is Fáðu Vísií símann! MENNING Stillimynd Ríkissjón- varpsins, sem fylgt hefur sjón- varpsáhorfendum frá árdögum þess, hverfur af skjánum í næsta mánuði. Sig- rún Stefáns- dóttir, dag- skrárstjóri Sjónvarps- ins, segir að ástæða þessa sé að stillimyndin sé barn síns tíma og hægt sé að nýta útsend- ingartíma betur. „Ég vona að þjóðin sé sammála mér um að við séum búin að hafa stillimyndina of lengi,“ segir hún. Verið er að vinna að því hvað komi í staðinn. Á teikniborðinu eru dagkskrárkynningar og bein- ar útsendingar úr hljóðveri Rásar 2. Þá er verið að skoða að dag- skrá Sjónvarpsins hefjist fyrr á daginn. - hdm / sjá síðu 38 Breytingar hjá Ríkissjónvarpi: Stillimyndin kveður í mars KÓLNANDI Í dag verða víðast suðvestan eða vestan 8-18 m/s, hvassast við S- og V-ströndina. Skúrir S- og V-til en annars úrkomulítið. Kólnar smám saman. VEÐUR 4 0 3 5 5 4 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur Á nýjum stað Steinunn Sigurðardóttir ráðin hönnuður hjá Cintamani. fólk 38 Afstaða til Icesave-samkomulagsins 22,2% 35,2% 77,8% 64,8% 75,7% 24,3% 89,1% 10,9% 61,3% 38,7% Ætlar þú að samþykkja Icesave-samkomulagið eða hafna því í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu? Heimild: Skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 Eftir stuðningi við stjórnmálaflokkAllir Samþykkja Hafna Rúm 60% segja já við Icesave Meirihluti landsmanna ætlar að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Tæplega þriðjungur kjósenda hefur ekki gert upp hug sinn. Hörð gagnrýni Ríkisendurskoðunar á óeðlileg pólitísk afskipti í Árbótarmálinu: Árbót átti engan rétt á bótum Njarðvík vann Keflavík Það þurfti framlengingu til í Reykjanesbæjarslagnum í gærkvöldi. sport 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.