Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 20
25. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR20 timamot@frettabladid.is 69 Mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland verður kynnt á opnum kynningar- fundi í Tjarnarbíói í dag milli klukkan 12 og 13.15. Halla Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, segir mótun stefnu mikilvægt skref í að íslenskar hönnunargreinar komist á flug. „Þetta er löngu tímabært og frábært að við séum komin á þennan stað,“ segir Halla en hún segir mikla vakningu hafa orðið kringum hönnun og arkitektúr í kjölfar þess að Hönnunarmiðstöð var stofnuð árið 2008. Unnið hafi verið að verkefninu Mótun hönnunarstefnu síðastliðin tvö ár í samstarfi við bæði iðnaðar- og menntamálaráðuneytið. „Menn gefa íslenskri hönnun almennt meiri gaum í dag, en til að greinin nái virkilegu flugi þarf að leggja í mikla vinnu. Mótun hönnunarstefnu er gríðarlega mikilvægt skref í þá átt. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur sýnt þessu sviði mikinn áhuga og hefur skilning á að ekki síst núna í þessu árferði leynast vaxtarbroddar í íslenskri hönnun sem þarf að leggja áherslu á.“ En hvað felst í mótun íslenskrar hönnunarstefnu? „Verkefnið snýst um stefnu stjórnvalda á sviði hönnunar og arkitektúrs,“ útskýrir Halla „Það snýst um nýsköpun og um uppbyggingu atvinnugreinarinnar, það snýst um nám og menntun hönnuða, vöruþróun og upp- byggingu fyrirtækja á sviði hönnunar og hvernig hönnuðir koma að alls konar verkefnum, en við teljum aðferðafræði hönnunar vannýtta í samfélaginu. Öll verkefni þurfa hönnuð, ekki bara fyrir eitthvert skraut í lokin heldur að hug- mynda- og aðferðafræði hönnunar sé nýtt gegnum allt vinnuferlið.“ Á fundinum í dag verða flutt fjög- ur stutt erindi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Katrín Jakobs- dóttir menntamálaráðherra segja frá þætti ráðuneytanna í verkefninu, sjálf mun Halla segja frá aðdraganda verkefnisins og framkvæmd og eins mun rektor Listaháskóla Íslands, Hjálmar Ragnarsson, segja frá því sem hönnunarstefnan mun koma til leiðar. Á eftir verða opnar umræður fyrir hönnuði og áhugafólk og eins verður opin vefgátt á vef iðnaðarráðuneytisins þar sem fólk getur komið með tillögur. „Þegar stefna er mótuð þarf hún að byggja á þeim raunveruleika sem við lifum í og um hana þarf að ríkja breið sátt.“ heida@frettabladid.is KYNNINGARFUNDUR Í TJARNARBÍÓI: MÓTUN ÍSLENSKRAR HÖNNUNARSTEFNU Mótun stefnu mikilvægt skref ÞORSTEINN EGGERTSSON textahöfundur er 69 ára í dag. „Við búum á nokkuð stórri en fámennri eyju norður í Atlantshafi. Það er þó ekki þar með sagt að við þurfum að líta á okkur sem einhvers konar Bjart í Sumarhúsum.“ LÖNGU TÍMABÆRT Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, er ein þeirra fjögurra sem kynna verkefnið Mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland í Tjarnarbíói í hádeginu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Guðlaugur Þ. Jóhannesson rafvirkjameistari, lést á líknardeild Landakotsspítala þann 21. febrúar. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þann 8. mars kl. 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. María Másdóttir Már Guðlaugsson Sigrún Sif Karlsdóttir Kristófer Másson Tryggvi Másson Þórir Guðlaugsson Andri Snær Þórisson Sævar Þór Þórisson Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar hjartkæra Vagns Kristjánssonar Boðaþingi 7 Kóp, áður Fellsmúla 14 Rvk. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu, Boðaþingi 7 og á Landspítalanum sem annaðist hann. Svana H. Björnsdóttir Kristján Vagnsson Hólmfríður Ingvarsdóttir Björn Vagnsson Stefán Vagnsson Guðveig S. Búadóttir Hreinn Vagnsson Guðrún Sverrisdóttir Birgir Vagnsson Kristín Kristinsdóttir Gunnar Vagnsson Elísabet H. Sigurbjörnsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ragnar Pálsson lést á heimili sínu Skarðshlíð 40f Akureyri mánudag- inn 21. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 1. mars kl. 11:00 þeim sem vildu minnast hans er bent á heimahlynningu www.heimahlynning.net Katrín Ingvarsdóttir Jóhanna Ragnarsdóttir Kristján Matthíasson Albert Ragnarsson Bryndís Viðarsdóttir Níels Ragnarsson Þórhildur Vilhjálmsdóttir barnabörn og langafabörn Elsku frænka okkar, Ragna Sigurbjörg Guðmundsdóttir Norðdahl hjúkrunarkona, er látin. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 1. mars kl. 13.00. Margrét Pálsdóttir Norma Norðdahl Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, Kristín Jóna Halldórsdóttir Boðagranda 7, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, þriðjudaginn 22. febrúar. Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir Bragi Vilhjálmsson Kristín Jóna Bragadóttir Vilborg Lilja Bragadóttir Óskar Örn Bragason Garðar Halldórsson Anna Þórunn Halldórsdóttir Helgi Þór Helgason Hanna Ragnheiður Helgadóttir Ástkær eiginmaðurinn minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir Egill H. Hansen sem lést á Hrafnistu 12. þessa mánaðar, verður jarð- sunginn frá Garðakirkju mánudaginn 28. febrúar n.k. klukkan 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð SÁÁ. Fyrir hönd ástvina, Glenda Bartido Hafsteinn, Sigurjón, Egill og Gunnar Smári Egilssynir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Jóhannes Ingólfur Hjálmarsson lést sunnudaginn 20. febrúar. Útförin verður gerð frá Glerárkirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 13.30. Ólöf Jóhanna Pálsdóttir og fjölskyldur Okkar ástkæri Björn Bragi Sigurðsson Breiðvangi 20, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sunnudaginn 20. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju, þriðjudaginn 1. mars kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á reikning 1101- 05-422793 kt. 201161-3479 til styrktar krabbameins- deild Landspítalans 11E. Ingibjörg Gunnarsdóttir Birna Rut Björnsdóttir Hermann Ármannsson Sigurður Freyr Björnsson Sigurður Birgir Magnússon Hjördís Hentze Ólafur Sigurðsson Winnie Bertholdsen Freyja M. Sigurðardóttir Helgi Jón Harðarson Emil Ísar, Dagur Fannar, Toby Sól og Bjartur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.