Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 42
25. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR26 26 menning@frettabladid.is Hugmyndin að tengja listir og vísindi kviknaði hjá Helgu Hansdóttur öldrunar- lækni þegar hún var í námi. Í Listasafni Íslands verður á morgun opnuð sýning á verki hennar og Magnúsar Pálssonar myndlistar- manns, Viðtöl við dauðann. „Það var langur aðdragandi að þessu verki,“ segir Helga Hans- dóttir öldrunarlæknir og upplýsir að þegar hún var að læra um eig- indlegar rannsóknaraðferðir í sér- námi sínu þá opnaðist fyrir henni möguleikinn á að tengja saman listir og vísindi. „Rannsókn sem ég gerði síðar á viðhorfum aldraðra til meðferðar við lífslok minntu mig á verk sem Magnús Pálsson myndlistarmað- ur hafði gert og þannig fæddist hugmyndin. Ég gerði síðar fram- haldsrannsókn á þessu sama efni og fékk þá leyfi hjá hluta hópsins til þess að nota viðtölin sem ég tók í verkið Viðtöl við dauðann,“ segir Helga. Verkið Viðtöl við dauðann er innsetning þar sem gestir geta hlustað á sex mismunandi frásagn- ir fólks í hálfmyrkvuðum sal, en frásagnirnar eru leiklesnar. Verk- ið var upphaflega tengt samstarfs- verkefninu Listir og vísindi og var sýnt í Listasafni Reykjavíkur árið 2003. Það var sýnt í hálfmyrkv- uðum sal með teppum, veggfóðri, myndum og húsgögnum, en ljós barst frá ómmynd af hjarta og skjá sem sýndi öndunarhreyfingar sjúklings. Magnús Pálsson hefur unnið nýja gerð innsetningarinnar fyrir aðalsal Listasafn Íslands sem nú á verkið sem fjallar á „nærfær- inn hátt um hinstu rök tilverunn- ar,“ eins og segir í tilkynningu Listasafns Íslands. „Það er mikill heiður að fá að sýna hér og gaman að verkið sé sett upp á ný, það var bara sýnt Sýningin Hljóðheimar opnar einnig á Listasafni Íslands á morgun. Hún fjallar um myndlist sem sprottin er að hljóði eða tónlist. Hún saman- stendur af innsetningum, uppákomum, tónleikum, gjörningum og fræðslu- erindum sem dreifast yfir tæplega þriggja mánaða tímabil. Hvert verkið tekur við af öðru og er það gert til að hvert verk fyrir sig njóti sín sem best og að hægt sé að kynna til sögunnar fleiri listamenn. Flestir listamannanna koma úr myndlistargeir- anum en hafa á ferli sínum farið mislangt inn í heim hljóðs og tækni. Þeir listamenn og hópar sem koma við sögu eru: Curver Thoroddsen, Darri Lorenzen, Dodda Maggý, Egill Sæbjörnsson, Gho- stigital, Guðmundur Vignir Karlsson, Halldór Úlfarsson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Helgi Þórsson, Hilmar Örn Hilmarsson, Kira Kira, Ólafur og Libia, Parabólur, Rafmagns- sveitin, Ragnar Helgi Ólafsson, S.L.Á.T.U.R., Sigtryggur Berg Sigmars- son, Sigurður Guðjóns- son, Skyr Lee Bob, Sólrún Sumarliðadóttir, Steina. Sýningarstjóri er Sigríður Melrós Ólafs- dóttir. Öflug dagskrá verður alla sýninguna, sem stendur til 22. maí, ásamt leiðsögn og fyrirlestrum sem auglýst verður sér- staklega og upplýsingar um þá verða á vefsíðu Listasafns Íslands (www. listasafn.is). HLJÓÐAHEIMAR LISTAMANNA Rannsókn sem varð að listaverki HELGA HANSDÓTTIR Helga leit við á Listasafni Íslands í gær þar sem verið var að setja upp verk hennar og Magnúsar Pálssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bækur ★★★★ WikiLeaks – Stríðið gegn leyndarhyggju David Leigh, Luke Harding og fleiri. Þýðing: Arnar Matthíasson Veröld Hulunni svipt af leyndarsamtökum Julian Assange er taugaveiklaður frumkvöðull sem þekkir ekki sinn vitjunartíma. Hann leitar allra leiða til að stýra öllu sem varðar lekasíðuna WikiLeaks og kann að kokka upp töfrandi sögur um sjálfan sig og bandaríska njósnara. Þetta er kjarninn í WikiLeaks, stríðið gegn leyndarhyggjunni, nýútkominni bók blaðamanna breska dagblaðsins Guardian, sem svipta hulunni af ævi Julian Assange og tilurð WikiLeaks. Þar kemur öðru fremur í ljós að Ass- ange gengur þvert á eigin prédikanir, starfsemi WikiLeaks virðist fara fram á bak við luktar dyr og inn fyrir þær stíga ekki óinnmúraðir. Bókin er fyrirsjáanleg fyrir þá sem hafa fylgst með WikiLeaks. Þar rekja höfundar ævi Assange og tilurð lekasíðunnar. Bókahöfundar eyða eðli- lega miklu púðri í frásögn af því þegar leyndarskjöl bandaríska hersins um gang stríðsins í Afganistan og Írak voru afhjúpuð. Þá fá sendiráðsskjölin sinn skerf. Vissulega býður efnið stöku sinnum upp á smásmugulega nákvæmni enda unnu höfundarnir allir með WikiLeaks að birtingu skjalanna á sínum tíma. Það kemur hins vegar ekki að sök enda er fátítt að fá tækifæri til að gægjast inn í leyniheim hakkara og vinnulag á erlendum fjölmiðlum. Sjaldan rekur bækur úr þessum afmarkaða kima og af þessu líka kalíberi á fjörur mínar á íslensku. Þá er ótalið hversu eldheit bókin er, sumt efni hennar enn í fullum gangi, þar með taldar ákærur í nauðgunarmálum Assange í Svíþjóð. Frásögnin er hröð líkt og í spennusögu, minnir í raun fremur á þríleik Stiegs Larsson en langa grein eins og blaðamenn slysast til að skrifa þegar kemur að ritun bóka um afmörkuð mál. Hröð frásögnin kemur ekki niður á nákvæmni. Þvert á móti gæðir næmt auga höfunda fyrir smáatriðum atburðarásina svo miklu lífi að erfitt er að leggja bókina frá sér. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Niðurstaða Spennandi og fræðandi bók um eitt heitasta mál samtímans, þar sem hulunni er svipt af leyndinni á bak við WikiLeaks. í örfáa daga síðast,“ segir Helga, sem fékk mikil og góð viðbrögð við verkinu á sínum tíma. Helga er gift myndlistarmanninum Kristni Guðbrandi Harðarsyni og segir myndlist því hafa verið hluta af lífi sínu lengi. Hún hefur haldið áfram að tengja saman læknis- fræði og list með rannsóknum sínum. Sýningin stendur yfir til 15. maí. sigridur@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 25. febrúar 2011 ➜ Tónleikar 12.15 Áshildur Haraldsdóttir flautu- leikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari flytja sónötur eftir Tak- takishvili og Prokofiev í Menningar- miðstöðinni í Gerðubergi kl. 12.15. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Jussanam da Silva heldur mót- mælatónleika á Café Haiti kl. 21. Agnar Már Magnússon leikur undir á píanó. Aðgangseyrir er 1.000 kr. 22.00 Hljómsveitin Mystic Dragon spilar á Sódómu kl. 22. Aðgangseyrir er 1000 kr. DJ Óli Dóri þeytir skífum að tónleikum loknum. 22.00 Hjaltalín heldur tónleika á Café Rósenberg kl. 22. Tónleikarnir eru upp- hitun fyrir komandi Evrópuferð hljóm- sveitarinnar. Miðar verða seldir við hurð. 23.00 Hjálmar spila á Faktorý kl. 23. Miðasala hefst við hurð kl. 22. Aðgangs- eyrir er kr. 1500. ➜ Tónlist 21.00 Tuttugasta og fjórða Grapevine Grassroots kvöldið verður haldið í kvöld á Hemma og Valda. Aðgangur er ókeypis og hefst dagskrá kl. 21. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Fyrirtækjaþjónusta HEITT & KALT | Kársnesbraut 112 | 200 Kópavogi | Sími: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims. Hádegi Heitt og Kalt býður fastan matseðil sem birtur er viku í einu á netinu á www.heittogkalt.is undir „Vikuseðill“. Smurbrauð Fundir, fyrirlestrar, kynningar o.fl. Veislur Árshátíðir, ráðstefnur, móttökur o.fl. Allar upplýsingar á www.heittogkalt.is Árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda hefst í Perlunni, Öskjuhlíð, í dag. Bókaútgefendur hafa staðið fyrir sams konar markaði frá því á sjötta áratugnum, þar sem eldri útgáfubækur eru boðnar á afsláttarkjörum. Á markaðnum má finna þús- undir titla. Auk nýlegra bóka má finna ýmsar gersemar. Bækur sem taldar voru upp- seldar fyrir löngu finnast innst í geymslu eða að gamlir lagerar horfinna forlaga eru dregnir fram. Markaðurinn stendur til 13. mars 2011 og er opinn daglega frá 10 til 18. Bókamarkað- ur í Perlunni KÓMEDÍULEIKHÚS Í SLIPP Kómedíuleikhúsið á Ísafirði er væntanlegt til borgarinnar með nýjustu kómedíu sína í far- teskinu. Um er að ræða kómískan gamanleik er nefnist Vestfirskur skáldskapur á 57. mín og vestfirsk tónlist á 27. mín. Gaman- leikurinn verður sýndur í Slippsalnum í Reykjavík fimmtudaginn 3. mars og föstudaginn 4. mars. Báðar sýningarnar hefjast klukkan 20.00. Miðasala á sýningarnar er þegar hafin í síma 450-5565.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.