Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 22
Söngur og tónlist setja svip á leik- þættina Bólu-Hjálmar og Ástir og örlög Jörundar hundadaga- konungs sem sýndir verða í Gafl- araleikhúsinu 26. febrúar. Í Bólu- Hjálmari er allt í kvæðalagastíl og í Jörundi er þriggja manna hljómsveit sem kallar sig Tólg því Jörundur kom upphaflega til Íslands til að kaupa tólg í sápu. Þetta upplýsir Þorgeir Tryggva- son, einn aðstandenda sýningar- innar. Hvor þáttur er tæp klukku- stund að lengd og barinn verður opinn. Stoppleikhópurinn sýnir verð- launaverkið Bólu-Hjálmar. Þar segir frá skáldinu skrítna sem orti kröftugustu níðvísur síns tíma, kvað niður drauga og stóð í stöðugum illdeilum við nágranna sína. Hann var öfundaður og róg- borinn, þjófkenndur og ákærður en engu að síður virtur og dáður fyrir hæfileika sína og mannkosti. Það er Tímamótaverksmiðjan sem rekur sögu Jörundar, sem var sægarpur, njósnari, spilafí- kill, rithöfundur, læknir, lög- reglustjóri, fangi og fleira. „Öll saga Jörundar, fyrir utan þetta Íslandsævintýri, er svo ótrúleg að það hálfa væri nóg,“ segir Þorgeir og lýsir henni nánar. „Þegar Jör- undur kom til Íslands hafði hann þegar siglt tvisvar kringum jörð- ina, fyrstur Dana, og þegar hann fór héðan gerðist hann njósnari.“ Þorgeir líkir Jörundi við Forrest Gump. „Hann var alls staðar þar sem eitthvað var að gerast. Sat til dæmis uppi í tré og fylgdist með orrustunni við Waterloo gegnum kíki. Á endanum var hann dæmd- ur til ævilangrar refsivistar á áströlsku eyjunni Tasmaníu og var þar gerður að lögreglustjóra. Svo endaði hann líf sitt á eyjunni.“ Þorgeir og Ármann Guðmunds- son skrifuðu þáttinn um Jörund og eru meðhöfundar þáttarins um Bólu-Hjálmar, ásamt Sævari Sig- urgeirssyni og Snæbirni Ragnars- syni. Allir eru þeir félagar í Ljótu hálfvitunum. Ágústa Skúladóttir leikstýrir sýningunni og Þorgeir segir hug- myndaríkan og fjörugan stíl henn- ar njóta sín til hins ýtrasta. Verð á kvöldstundina er 2.500 krónur og miðapantanir eru í síma 565 5900, 860 7481 eða í gaflarar@ gmail.com. gun@frettabladid.is Tveir kynlegir kvistir Kumpánarnir Bólu-Hjálmar og Jörundur hundadagakonungur verða kynntir til sögunnar á fjörlegan hátt, hvor í sínum leikþætti, á kvöldstund í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði annað kvöld klukkan 20. Eggert Kaaber, Margrét Sverrisdóttir og Magnús Guðmundsson í hlutverkum sínum í þættinum Bólu-Hjálmar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sýning um Kristínu Ólafsdóttur lækni stendur yfir í Þjóðarbók- hlöðunni. Kristín var fyrsta konan sem stundaði nám við Háskóla Íslands og fyrst til að ljúka embættisprófi í læknisfræði og stunda framhaldsnám erlendis. Hún rak læknastofu og skrifaði og þýddi meðal annars ævisögur Kropotkins, Marie Curie og Helen Keller. ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA E n g i f e r e h f – D i g r a n e s v e g i 1 0 K ó p a v o g i S í m i 5 2 7 2 7 7 7 w w w. m y s e c r e t . i s – i n f o @ m y s e c r e t . i s Nú færð þú hinn frábæra hreinsunardrykk „Beat the body with goji” á 2 fyrir 1 Frábærar reynslusögur viðskiptavina okkar hafa nú þegar sannað góð áhrif drykkjarins. Innihaldsefni: engifer, gojiber, rauðrófur, cayenne pipar og bláber hafa mjög góð áhrif á hreinsun líkamanns. Verð 1990,- 2x2 lítar! Fæst einungis á Digranesvegi 10 á meðan birgðir endast. Sendum á landsbyggðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.