Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 4
25. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR4 Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is AF VÖRUM Á MYNDABÓKAVEF25 afsláttur í febrúar Fermingakort A6, r með 25% afslætti 119kr Verð er gefið upp með vsk. og miðast við afhendingu hjá Odda Höfðabakka 7. Afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum. www.oddi.is ALÞINGI Birkir Jón Jónsson, vara- formaður Framsóknarflokksins, vill að Ríkisend- urskoðun verði falið að taka út stjórnvaldsat- hafnir sem falið hafa í sér beinar eða óbeinar fjár- veitingar úr rík- issjóði til fyrir- tækja í kjölfar bankahrunsins. Hefur hann sent forsætis- nefnd Alþingis erindi þess efnis. Í því segir Birkir að endurfjár- mögnun og víkjandi lán vegna Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka nemi samtals 184 milljörðum, aðgerðir vegna Sjó- vár hafi kostað tæpa tólf millj- arða og að reiknað sé með sam- tals 26 milljarða útgjöldum vegna sparisjóða. - bþs Yfir 200 milljarða framlög: Vill skýrslu um fjárveitingar BIRKIR JÓN JÓNSSON VIÐSKIPTI Taka á fyrstu skóflu- stunguna að nýrri verslunarmið- stöð í austurhluta Selfoss í dag, að því er Sunnlenska greinir frá. Um er að ræða tvö hús með til- heyrandi bílastæði. Annars vegar er um að ræða 2.300 fermetra byggingu fyrir Haga, en í henni verða verslanir Hagkaups og Bónus. Hin byggingin verður 900 fermetrar og er húsnæðinu enn óráðstafað. Jáverk annast framkvæmdir, en Sunnlenska hefur eftir Gylfa Gíslasyni framkvæmdastjóra, að 60 til 70 manns starfi við verkið á framkvæmdatímanum. Opna á í nóvember næstkomandi. - óká Fyrsta skóflustungan tekin: Hagkaup og Bónus á Selfoss STJÓRNSÝSLA Vel var staðið að nýlegri sameiningu ráðuneyta að mati Ríkisendurskoðunar. Með sameiningum um síðustu áramót urðu til innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti. Í skýrslunni segir að athugun hafi leitt í ljós að framkvæmdin hafi verið vel undirbúin og mark- mið skýr. Þá segir að gert sé ráð fyrir að „sameinað ráðuneyti geti betur tekist á við aukin og flókin stjórnsýsluverkefni og að hag- kvæmni muni aukast þegar til lengri tíma er litið“. - þj Ríkisendurskoðun: Vel staðið að sameiningum EFNAHAGSMÁL Aðgerðir til að „flytja heim“ svokallaðar aflandskrónur gætu hafist mjög fljótlega, að sögn Más Guðmundssonar seðlabanka- stjóra. Hann upplýsti á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri um aðildar- viðræðurnar að Evrópusambandinu og valkosti í peningamálum í gær að verið væri að leggja lokahönd á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. „Áætlunin verður væntanlega kynnt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaða- mótin,“ segir Már. Hann segir tvennt standa í vegi fyrir afnámi hafta. Annar lúti að bunka svokallaðra aflandskróna, en það eru krónubirgðir utan land- steinanna. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að næsta skref í afnámi gjaldeyrishaftanna væri að losa hann út og inn, ef svo mætti til orða taka.“ Nokkrar leiðir séu færar í þeim efnum svo sem með skiptiútboðum og skilyrta nýtingu aflandskróna í fjárfest- ingarverkefni hér innanlands sem ekki myndu veikja gengi krónunnar. „Og í gegnum þetta ferli reyna að minnka verulega þann mikla mun sem er á aflandsgenginu og álands- genginu.“ Már áréttar að í þessu fyrra ferli afnáms hafta sé engum gjaldeyris- forða hætt, ólíkt í því seinna, þegar höftum yrði aflétt af útflæði gjald- eyris. „Þá skiptir máli að minnka verulega þann ótta sem verið hefur í gangi um að krónan muni falla einfaldlega af því að þessum höftum hafi verið létt,“ segir Már. Fyrsta skrefið í afnámi hafta segir Már geta tekið töluvert langan tíma, jafnvel nokkra mánuði og töluvert inn í þetta ár. „Til að stíga seinna skrefið verður að vera alveg tryggt að ríkissjóður Íslands hafi sýnt getu til að endur- fjármagna sig á verðbréfamark- aði,“ segir Már. Að öðrum kosti verði ekki hægt að taka áhættuna á því að ganga á gjaldeyrisforða landsins í stuðningi við gjaldmið- ilinn. Þar segir hann líka koma að vandamálinu með Ice- save, því ríkissjóður geti ekki endurfjármagnað sig á markaði með það mál ólokið. Verði nýjum Icesave- samningi hafnað í þjóð- aratkvæðagreiðslu segir Már viðbúið að lánshæfi ríkissjóðs myndi lækka og taka muni mjög lang- an tíma fyrir landið, með Icesave-deiluna óleysta, að komast á markaði. Hann bendir á að gjald- dagar stórra lána nálg- ist hjá ríkinu, á þessu ári og því næsta og því yrði að herða mjög á söfnun gjaldeyr- isforða til að geta mætt þeim, auk þess sem meiri niðurskurð þyrfti hjá ríkinu. „Við látum það ekki ger- ast að íslenska ríkið lendi í greiðslu- þroti því það myndi hafa afleiðingar langt inn í framtíðina.“ Már segir að samningahópur- inn um gjaldmiðilsmál í aðildar- viðræðunum við ESB, sem hann fer fyrir, hafi fengið það veganesti að stefnt skyldi að evruaðild eins fljótt og auðið yrði. Leiðin að evr- unni væri þó nokkuð löng. Landið þyrfti að ganga í ESB áður en til ERM II myntsamstarfs gæti komið og í því samstarfi þyrfti að vera í tvö ár hið minnsta áður en kæmi til upptöku evru. Þá þyrfti að upp- fylla ýmis skilyrði önnur, svo sem að taka á athugasemdum ESB um að hér þyrfti að tryggja betur með lögum sjálfstæði Seðlabankans. olikr@frettabladid.is Í GÆR Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður samningahóps um gjald- miðilsmál í viðræðum við ESB, og Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, fluttu erindi og sátu fyrir svörum á fundi FKA í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrst tekið á aflandskrónum Seðlabankinn lýkur fyrir fyrir mánaðamót áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Fyrst á að flytja heim aflands- krónur. Höftum verður ekki létt með Icesave óleyst. Nei í kosningu þýðir meiri niðurskurð og strangari höft. Seðlabankinn telur ESB-leið langbesta Áður en kemur að upptöku evru þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Þar á meðal bendir Már Guðmundsson seðlabankastjóri á að fjármagnsflutningar þurfi að vera frjálsir áður en gengið er í Evrópusambandið. Már er jafnframt formaður samningahóps um gjaldmiðilsmál í aðildarviðræðum við ESB. „Áður fyrr gátu lönd gengið í sambandið með einhver fjármagnshöft,“ segir Már og bætir við að þetta sé eitt þeirra atriða sem taka þurfi upp í aðildarviðræðum við sambandið. Yrði þá lagt mat á hvort varúðarreglur sem hér yrðu settar og takmörkuðu frelsi íslenskra fjármálastofnana til að stofna til skuldbindinga í erlendri mynt myndu teljast til gjaldeyrishafta. Slíkar takmarkanir yrðu hluti af nýju kerfi sem hér yrði tekið upp við stjórn peningamála og Már hefur nefnt „verðbólgumarkmið plús“. Þá leið segir hann hins vegar mun hagfelldari og kostnaðarminni en fastgengisstefnu, hvort heldur sem er væri með eða án myntráðs, eða einhliða upptöku annarrar myntar. Verðbólgumarkmið plús segir Már að myndi gagnast okkur annaðhvort fram að aðild eða til framtíðar yrði aðild að ESB hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Seðlabankastjóri áréttar hins vegar að í skýrslu Seðlabankans um framtíðarstjórnun peningamála þá sé Evrópusambandsleiðin talin lang- best. „Það eru margar ástæður sem ég gæti farið inn á,“ segir hann og bendir á að þá yrði hér fjármálastöðugleiki tryggður, ekki þyrfti að eyða gjaldeyrisforðanum í upptöku evru, heldur yrði krónu skipt á pari við evru, auk þess sem Seðlabankinn hefði aðild að ákvörðunum í peningamálum og fleira slíkt. Áætlunin verður vænt- anlega kynnt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaða- mótin. MÁR GUÐMUNDSSON SEÐLABANKASTJÓRI VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 8° 2° 2° 7° 6° 2° 2° 20° 13° 16° 11° 28° 1° 14° 9° -1° Á MORGUN 8-15 m/s. SUNNUDAGUR 5-10 m/s, hlýnandi. 0 3 3 2 0 5 5 6 6 5 4 13 8 9 10 7 9 8 7 7 17 7 4 3 0 -1 -1 0 0 1 3 5 HELGARHORFUR Það má búast við svipuðu veðri á landinu á morgun, en það bætir heldur í úrkomuna á vesturhelmingi landsins en eystra verður nokkuð bjart. Stíf vestanátt fram eftir morgun- degi en síðan dregur úr vindi og úrkomu á sunnu- daginn. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður EVRÓPUMÁL Gert er ráð fyrir að fyrsta skrefinu í formlegum aðildarvið- ræðum Íslands og Evrópu- sambandsins (ESB) sem hófust í nóvember ljúki í júní. Fram kom í máli Stefáns Hauks Jóhannes- sonar, aðalsamninga- manns Íslands í viðræðun- um við ESB, á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) um aðildarviðræðurnar og kosti í peningamálum í gær, að fyrsta skrefið væri mjög tæknilegt. „Við höfum kallað þetta rýni- vinnu, en hún felst í að sér- fræðingar okkar rýna í og greina Evrópulöggjöfina og bera saman við okkar eigin löggjöf til þess að skilgreina nákvæmlega hvað ber í milli,“ segir Stefán Haukur, en þessi rýnivinna sé undanfari þess að hægt sé að hefja efnislegar viðræður. „Við erum um það bil hálfnuð í þessari vinnu núna.“ Stefán Haukur segir efnislegar viðræður hefjast þegar rýnivinn- unni ljúki. „Og síðan af fullum þunga eftir sumarhlé á þessu ári.“ Fram kom í máli Stefáns að erf- itt væri að segja til um það hve- nær viðræðum lyki og til mögu- legrar aðildar gæti komið að ESB. Íslendingar réðu hraðanum í við- ræðunum og segðu svo af eða á um aðildar samning þegar hann lægi fyrir. Stefán Haukur bendir á að þjóð- aratkvæðagreiðslan þurfi nokkurn aðdraganda, svo fólk geti tekið upp- lýsta afstöðu til aðildarsamningsins. Verði hann staðfestur taki svo við fullgildingarferli hjá ESB sem gæti tekið eitt og hálft til tvö ár. - óká Rýnivinna sem hófst í nóvember vegna umsóknar um aðild að ESB er hálfnuð: Efnislegar viðræður hefjast í sumar STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON GENGIÐ 24.02.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,3144 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,95 116,51 187,73 188,65 159,83 160,73 21,437 21,563 20,674 20,796 18,152 18,258 1,4171 1,4253 182,05 183,13 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.