Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 S tofnfundur Samtaka líf- rænna neytenda verður haldinn í Norræna húsinu 7. mars. Markmiðið er að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu vottaðra lífrænna vara á Íslandi, segir Oddný Anna Björns- dóttir, hvatamaður að stofnun samtakanna, sem telur Íslendinga ekki nógu meðvitaða um kosti líf- rænna afurða. „Við erum ein af fáum Evrópuþjóðum sem ekki hafa mótað sér skýra stefnu um að auka lífræna ræktun, þótt margt hafi áunnist. Við erum fimm til tíu árum á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við og tilgangurinn með stofnun samtakanna er að bæta úr því.“ Oddný flutti nýverið til lands- ins eftir að hafa búið í nokkur ár í Kaliforníu, þar sem hún kynntist lífrænum lífsstíl. „Þar eignaðist ég mitt fyrsta barn og fór að hug- leiða hvað því væri fyrir bestu. Þá uppgötvaði ég hvað lífræn ræktun hefur fram yfir hefðbundna rækt- un og mikilvægi þess að sneiða hjá mikið unnum matvörum,“ útskýrir Oddný, sem hefur varið síðast- liðnu ári í að sérhæfa sig í þessum fræðum. „Sú upplýsingaleit varð til Oddný Anna Björnsdóttir, hvatamaður að stofnun Samtaka lífrænna neytenda, gefur hér holla uppskrift MYND/PÁLMI EINARSSON Fljótlegt, einfalt og bragðgott Ferskur hlýri, ósprautaður (eða annar feitur, hvítur fiskur með háu hlutfalli af Omega 3 fitusýrum) Lífræn Naturata sól- blómaolía, sérstaklega gerð til steikingar Pottagaldrar: Krydd fyrir krakka Lífrænar sætar kartöflur Lífrænt brokkolí Lífrænar gulrætur Lífrænt blómkál (eða lífrænar gular baunir) HP rúgbrauð (án ónátt- úrulegra aukaefna) Lífrænt smjör frá Bio-Bú (nýkomið á markað) Fiskur skor- inn í bita og kryddaður með kryddi frá Potta- göldrum. Fiskbitar lagð- ir í olíuborið eldfast mót og velt einu sinni upp úr olíunni. Lok set á og inn í ofn í um 30 mín. á 200°C. Græn- meti gufusoðið í potti (svo næringarefni fari ekki út í vatnið) í um 20-30 mín. (ekki mauk- sjóða). Sætar kartöflur skornar í bita, séu þær stórar. Rúgbrauð skorið í sneiðar, smurt og borið fram með mat. Krökk- unum finnst gott að láta stappa niður kartöflur með smjöri og skera fisk, brokkólí, blómkál og gulrætur í litla bita og hræra saman. FISKUR, GRÆNMETI OG RÚGBRAUÐ MEÐ SMJÖRI fyrir hressa krakka! þess að ég afréð að helga líf mitt þessu málefni og flutti heim, taldi mig gera meira gagn hér sem einstaklingur í þessu litla samfé- lagi en úti,“ segir Oddný, sem áður stofnaði ásamt fleirum Facebook- síðu tileinkaða málefninu, en áhuginn á henni var svo mikill að hópnum þótti ástæða til að koma samtökunum á fót. „Enda er áríð- andi að upplýsa neytendur svo þeir kalli eftir breytingum og stuðli að heilbrigðum lífsstíl og heil- næmu umhverfi,“ útskýrir Oddný, sem gefur hér uppskrift í þeim anda. „Þetta er fiskur og gufusoð- ið grænmeti, ekkert ofeldað eða ofunnið, næringarefnin á sínum stað og vinsælt hjá krökkunum,“ segir hún og mælir með niður- skornum lífrænum ávöxtum í eftirmat. roald@frettabladid.is Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 www.geysirbistro.is | Opið alla daga frá 11.30 Á GEYSI Í HUGGULEGU UMHVERFI OG MEÐ GÓÐUM MAT Í KVÖLD SPILAR INGI GUNNAR LJÚFA TÓNLIST FYRIR MATARGESTI VERIÐ VELKOMIN! Karlakórinn Heimir í Skagafirði heldur tvenna tón- leika á suðvesturhorninu um helgina. Þeir fyrri verða í Njarðvíkurkirkju í kvöld klukkan 20.30 og þeir síðari í Langholtskirkju á morgun klukkan 15. Sígildar karla- kóraperlur og mansöngvar eru á efnisskránni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.