Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 16
16 25. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 G oðsögnin um hreina landið í norðri með heilnæma loftið, tæra vatnið og sjálfbæru orkuna hefur verið afar lífseig hér á landi. Smám saman er þó að koma í ljós að Íslend- ingar hafa flotið sofandi að feigðarósi þegar kemur að mengunarmálum; litið undan og viljað trúa því að það sem ekki er vitað um, mælt og skráð, það sé ekki til. Frá upphafi þessa árs hefur birst hér í Fréttablaðinu röð frétta um díoxínmengun af völdum sorpbrennsla á nokkrum stöðum á landinu. Slíkar brennslur hafa sent eiturefni út í andrúmsloft friðsælla og fagurra þorpa þar sem fólk taldi að það andaði eingöngu að sér hreinu íslensku sjávar- og sveitalofti, dýrin bitu hreint og ómengað gras og afurðirnar sem af þeim kæmu væru þar af leiðandi bæði hreinar og heilnæmar. Þeir sem ábyrgð báru á þessari eiturefnaútspýtingu litu mark- visst undan, vanræktu að mæla mengun og að upplýsa um niður- stöður þegar hún hafði verið mæld. Á einum stað þarf bóndi að fella bústofn sinn eftir að í ljós kom að díoxínmagn í skepnunum var slíkt að afurðirnar teljast ekki hæfar til manneldis. Ekki er vitað hvort eða hvenær jörð hans verður byggileg að nýju. Á öðrum stað var sorpið brennt á lóð grunnskólans. Slíkt var andvaraleysið. Annað dæmi er svifryksmengun í þéttbýli. Dofri Hermannsson rifjaði á bloggi sínu í vikunni upp að áður en farið var að mæla svifryk í Reykjavík var hún hvorki meira né minna en hreinasta höfuðborg í heimi. Þegar farið var að mæla svifrykið kom hins vegar í ljós að oft á ári fer mengun yfir hættumörk. Þannig var goðsögninni hrundið með því einu að afla upplýsinga. Í vikunni birtust svo hér í blaðinu fréttir af öðru mengunarmáli. Hér á landi hefur til þessa ríkt algert andvaraleysi gagnvart PCB-eitur- efnum sem finna má í byggingarefni sem var notað um áratugaskeið eftir miðja síðustu öld. Vitað er að PCB hefur heilsuspillandi áhrif bæði á íbúa þeirra húsa þar sem eiturefnið er og ekki síður þá bygg- ingaverkamenn sem vinna við viðhald eða niðurrif húsa með PCB. Stefán Gíslason umhverfisfræðingur hefur sýnt fram á að líklegt sé að tugi tonna af PCB sé að finna í húsum sem byggð eru á árabilinu 1956 til 1980. Þó hefur aldrei verið sóst eftir mælingum á PCB-mengun í byggingarefni hjá rannsóknarstofu hér á landi sem getur mælt magn efnisins. Ekki er vitað til að sýnd sé sérstök varúð þegar verið er að vinna í húsum sem byggð eru á tímabilinu eða við niðurrif þeirra. Félagsbústaðir eru þó undantekning frá þessu en þar á bæ er gengið út frá því að hús sem byggð eru á því tímabili sem um ræðir séu menguð og byggingaverkamenn á þeirra vegum viðhafa varúðarráðstafanir á borð við þær sem tíðkast í öðrum löndum þegar verið er að vinna í húsum sem vitað er að séu PCB-menguð. Á hreinasta landi í heimi er þannig ótrúlega víða pottur brotinn. Góðu fréttirnar eru þó að bæði ráðherra umhverfismála og þær stofn- anir sem með mengunarmál vinna hafa brugðist við upplýsingum um díoxínmengun af festu og ábyrgð. Meðan svo er má binda vonir við að unnið verði að úrbótum í mengunarmálum í stað þess að byggja hugmyndir um mengun, eða öllu heldur mengunarleysi, á úreltum goðsögnum. HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Talið fyrir Tryggva Starfsfólk menntamálaráðuneytisins hefur nú eytt einum mánuði í að telja fyrir Tryggva Þór Herbertsson hversu oft þingmenn og álitsgjafar komu fram í sjónvarpi og útvarpi ríkisins síðustu tvö ár. Tryggvi hafði lýst áhyggjum af því hversu skarðan hlut sjálfstæðismenn (lesist: Tryggvi Þór Herberts- son) bæru þar frá borði. Niðurstaðan er nú fengin. Tryggvi var temmilega áberandi árið 2009 en mun minna í fyrra. Eftir- spurn eftir honum virðist því vera á undanhaldi. Gagnlegt Tryggva gagnast líka vonandi upp- lýsingar um þá álitsgjafa sem mættu oftar en þrisvar í Kastljós árið 2009. Það eru sex manns. Þar trónir á toppnum Evróvisjón- stjarnan Jóhanna Guð- rún Jónsdóttir. Fast á hæla hennar fylgir Ástþór Magnússon. Hann var þá í fram- boði til Alþingis. Selma Björns- dóttir kemst líka á blað. Hún var ekki í fram- boði. Vinsæll Þórólfur Tölurnar yfir gesti í Speglinum eru athyglisverðastar. Þar er prófessor Þórólfur Matthíasson efstur yfir tíðustu heimsóknirnar bæði árin. Aðrir sívinsælir eru Gunnar Helgi Kristinsson og Vilhjálmur Bjarnason. Þeim sem áhuga hafa á kyngreiningu fjölmiðla gæti líka þótt það býsna fróðlegt að á listana yfir þá sem mættu reglulega í Spegilinn þessi tvö ár komast 29 manns. Þar af eru 25 karlar. En Tryggva blöskra líklega vinsældir Þórólfs öllu meira. stigur@frettabladid.is Sú var tíð að einungis ríkra manna börn áttu þess kost að læra á hljóðfæri og enn er pottur brotinn í þeim efnum. Varla er hægt að tala um jafnrétti til náms fyrr en allir tónlistarnemar á landinu geta stund- að sitt nám óháð aldri, búsetu og efnahag. Reykjavík er nú einu sinni höfuðborgin okkar, þar eru helstu skólarnir og þangað leita tónlistarnemar hvaðanæva sem kjósa að mennta sig frekar. En þetta fólk er í vondum málum því það á engan styrk vísan. Fyrir nokkrum árum hætti borgin að greiða með aðkomunemendum og sveitarfélögin neita yfirleitt að veita þeim sem læra í Reykjavík raunhæfan styrk. Sem foreldri úti á landi þekki ég af eigin raun hve niður- lægjandi það er að standa eins og þurfamað- ur inni á hreppsskrifstofu og betla fyrir- greiðslu og fá synjun. Það má fara nærri um hvaða afleiðingar þessi mismunun hefur. Nú hefur Reykjavíkurborg, fyrirmynd annarra sveitarfélaga, boðað allt að 18% niðurskurð á framlögum til tónlistar- kennslu sem bætist við 14% sem nýlega voru skorin af. Jafnframt stendur til að greiða einungis með nemendum 16 ára og yngri. Af þessum sökum hljóta margir að hætta formlegu námi en líklega reyna þó einhverjir að verða sér úti um einkatíma utan hins samræmda kerfis. Það verður sjónarsviptir að framhaldsdeildum innan skólanna því að þar eru fyrirmyndir yngri nemendanna sem styttra eru á veg komnir. Útlitið er svo dökkt að hugsanlega verða einhverjir tónlistarskólar að loka og það væri mikið slys. Þótt þessir skólar eigi sér ekki langa sögu hérlendis eru þeir merki- legar menningarstofnanir sem hafa viðað að sér færum kennurum, tækjabúnaði og miklu af tónlistarefni. Þeir vekja metnað nemenda, auka sjálfstraust þeirra, hvetja þá til dáða og veita þeim þjálfun í sam- vinnu. Tónlist er mannbætandi. Hún örvar skapandi hugsun, skerpir fegurðarskyn- ið og þjálfar aga og einbeitingu sem aftur smitar út í annað nám og gerir það auð- veldara. Nám í tónlist er alvörunám og á að vera jafn sjálfsagður hlutur og lestur og skrift. Stöndum vörð um tónlistarskólana. Dagur tónlistarskólanna Tónlistar - skólar Einar Georg Einarsson íslenskukennari FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI UMRÆÐA Andvaraleysi í mengunarmálum: Goðsögn hrundið Útlitið er svo dökkt að hugsanlega verða ein- hverjir tónlistarskólar að loka og það væri mikið slys.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.