Fréttablaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 22
Söngur og tónlist setja svip á leik-
þættina Bólu-Hjálmar og Ástir
og örlög Jörundar hundadaga-
konungs sem sýndir verða í Gafl-
araleikhúsinu 26. febrúar. Í Bólu-
Hjálmari er allt í kvæðalagastíl
og í Jörundi er þriggja manna
hljómsveit sem kallar sig Tólg
því Jörundur kom upphaflega til
Íslands til að kaupa tólg í sápu.
Þetta upplýsir Þorgeir Tryggva-
son, einn aðstandenda sýningar-
innar. Hvor þáttur er tæp klukku-
stund að lengd og barinn verður
opinn.
Stoppleikhópurinn sýnir verð-
launaverkið Bólu-Hjálmar. Þar
segir frá skáldinu skrítna sem
orti kröftugustu níðvísur síns
tíma, kvað niður drauga og stóð í
stöðugum illdeilum við nágranna
sína. Hann var öfundaður og róg-
borinn, þjófkenndur og ákærður
en engu að síður virtur og dáður
fyrir hæfileika sína og mannkosti.
Það er Tímamótaverksmiðjan
sem rekur sögu Jörundar, sem
var sægarpur, njósnari, spilafí-
kill, rithöfundur, læknir, lög-
reglustjóri, fangi og fleira. „Öll
saga Jörundar, fyrir utan þetta
Íslandsævintýri, er svo ótrúleg að
það hálfa væri nóg,“ segir Þorgeir
og lýsir henni nánar. „Þegar Jör-
undur kom til Íslands hafði hann
þegar siglt tvisvar kringum jörð-
ina, fyrstur Dana, og þegar hann
fór héðan gerðist hann njósnari.“
Þorgeir líkir Jörundi við Forrest
Gump. „Hann var alls staðar þar
sem eitthvað var að gerast. Sat til
dæmis uppi í tré og fylgdist með
orrustunni við Waterloo gegnum
kíki. Á endanum var hann dæmd-
ur til ævilangrar refsivistar á
áströlsku eyjunni Tasmaníu og
var þar gerður að lögreglustjóra.
Svo endaði hann líf sitt á eyjunni.“
Þorgeir og Ármann Guðmunds-
son skrifuðu þáttinn um Jörund
og eru meðhöfundar þáttarins um
Bólu-Hjálmar, ásamt Sævari Sig-
urgeirssyni og Snæbirni Ragnars-
syni. Allir eru þeir félagar í Ljótu
hálfvitunum.
Ágústa Skúladóttir leikstýrir
sýningunni og Þorgeir segir hug-
myndaríkan og fjörugan stíl henn-
ar njóta sín til hins ýtrasta.
Verð á kvöldstundina er 2.500
krónur og miðapantanir eru í síma
565 5900, 860 7481 eða í gaflarar@
gmail.com. gun@frettabladid.is
Tveir kynlegir kvistir
Kumpánarnir Bólu-Hjálmar og Jörundur hundadagakonungur verða kynntir til sögunnar á fjörlegan hátt,
hvor í sínum leikþætti, á kvöldstund í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði annað kvöld klukkan 20.
Eggert Kaaber, Margrét Sverrisdóttir og Magnús Guðmundsson í hlutverkum sínum í þættinum Bólu-Hjálmar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sýning um Kristínu Ólafsdóttur lækni stendur yfir í Þjóðarbók-
hlöðunni. Kristín var fyrsta konan sem stundaði nám við Háskóla
Íslands og fyrst til að ljúka embættisprófi í læknisfræði og stunda
framhaldsnám erlendis. Hún rak læknastofu og skrifaði og þýddi
meðal annars ævisögur Kropotkins, Marie Curie og Helen Keller.
ÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA
E n g i f e r e h f – D i g r a n e s v e g i 1 0 K ó p a v o g i
S í m i 5 2 7 2 7 7 7
w w w. m y s e c r e t . i s – i n f o @ m y s e c r e t . i s
Nú færð þú hinn frábæra
hreinsunardrykk
„Beat the body
with goji” á 2 fyrir 1
Frábærar reynslusögur
viðskiptavina okkar hafa nú þegar
sannað góð áhrif drykkjarins.
Innihaldsefni: engifer, gojiber, rauðrófur,
cayenne pipar og bláber hafa mjög góð áhrif
á hreinsun líkamanns.
Verð 1990,- 2x2 lítar!
Fæst einungis á Digranesvegi 10
á meðan birgðir endast.
Sendum á landsbyggðina.