Barnablaðið - 01.02.1945, Side 2

Barnablaðið - 01.02.1945, Side 2
2 BARNABLAÐIÐ II. Hægt Iíöut nóttin .... Ennþá er barist i öllum löndum. Skothríð dynur. Fallandi þegnar fórna höndum. Stríð fyrir ströndum. Stríð í borgum. Miljórúr falla. Miljónir kveina af hungri og sorgum, svo heyrist um heima alla. Fánum er lyft. — Lúðrar gjalla, unz lýginnar musteri hrynur. OU skepnan stynur. Mér birtist Ragnarök hins ríkjandi anda .... Brothljóð. Brothljóð. Borgir falla. Básúnur gjalla. Gullið er borið í hræðsluotna. Það öskrar í gjótum og upp úr þeim þeytast glóandi steinar. Hinn nýa dag er nóttin að skapa. En hægt streymir tímans hyldjúpa elfur. Úr kvæðasafni III. — D. St. ★ BORGIN þar sem JOHN BUNYAN dvaldi. í vor heimsótti mig ungur, brezk- ur sjóliði, sem var aðstoðarlæknir við „Rauða krossinn". Hann var skemmtilegur piltur, góður og við- mótsþýður eins og flestir Bretar. Hann fæddist í Los-Angelos í Bandaríkjunum, en foreldrar hans fluttust til Englands er hann var barn. Núna bjó hann í Lundúna- borg og var nýbúinn að frétta að flugsprengja hefði fallið í trjágarð við bústað foreldra hans, án þess þau sakaði nokkuð. Foreldrar hans voru trúaðir eins og hann sjálfur, og tilheyrðu smásöfnuði í stórborg- inni. Hann kom oft á samkomu til okkar hér, og sagði frá ýmsu, er hann hafði reynt sem hermaður. Orð hans og vitnisburðir voru skýrir og alvarlegir og þrungnir af kærleika til Krists. Eitt sinn töluðum við um brezka og ameríska herforingja, sem voru trúaðir, og vitnuðu oft í Guðs Orð. Sérstaklega var það, Sir Dobbie, sá, sem stjórnaði varnar- liði eyjarinnar Möltu í Miðjarðar- hafinu, þegar árásir Þjóðverja voru þar sem harðastar, og Montgo- mery marskálkur. Hann, sem sagð- ist ávallt liafa tvær bækur hjá sér, það er: Biblían og För pílagrímsins eftir John Bunyan. Þá gaf ungi Bretinn mér tvær myndir frá Brad-

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.