Barnablaðið - 01.06.1955, Síða 12

Barnablaðið - 01.06.1955, Síða 12
jn UUlLSLUZtSL Níels litli sat við eldhúsborðið og las í skólabókunum sínum. Hann átti dálítið erfitt með að lesa en hann reyndi samt eins vel og hann gat. Níels var lítill vexti, fölur og magur. Hann átti enga mömmu. Hún var dáin fyrir nokkrum ár- um. Það var enginn, sem kærði sig nokkuð um Níels litla. Faðir hans var drykkjumaður og ráðskonan, sem hét Malen, gerði bara það allra nauðsynlegasta, þótt hún ætti auðvitað að hjálpa Níels. Aumingja drengurinn. Það var ekki skemmtilegt líf hjá honum, en hann gekk í sunnudagaskólann og það bezta, sem hann þekkti var að heyra um Jesúm og himininn. Þegar Níels var búinn að lesa skólabækurnar sínar, tók hann fram sunnudagaskólamyndirnar sínar og byrjaði að læra minnis- versið fyrir næsta sunnudag. Það var svona: „Vín og áfenga drykki skal hann ekki drekka.“ Þetta las nú Níels aftur og aftur. Meðan hann var að lesa, hafði Malen komið inn. — Sittu ekki þarna yfir Biblí- unni. Farðu heldur og sæktu við í staðinn, hreytti hún út úr sér. Níels var vanur að hlýða, svo að hann fór samstundis. En á leiðinni rifjaði hann upp minnisversið, því að hann vildi alls ekki gleyma því. „Vín og áfenga drykki skal hann ekki drekka.“ Úti stóð faðir hans og hjó við i eldinn. — Hvaða þvaður er þetta í þér, strákur? sagði hann ónotalega. — Það er minnisversið, sem ég á að læra, svaraði Níels hræddur. — Því svívirðir þú föður þinn? Ég fyrirbýð þér að ganga í þennan sunnudagaskóla, heyi'irðu það. Niels tók þunga viðarbyrði og gekk þögull inn. Allt varð svo dimmt og kalt ef hann fengi ekki framar að fara í sunnudagaskól- ann. Hann grét af hryggð. Föður Níelsar fór að líða illa, þar sem hann var að höggva við- inn. Hann sá fyrir sér fölt andlit Níelsar og aftur og aftur hljómaði fyrir eyrum hans: „Vín og áfenga drykki skal hann ekki drekka.“ Nei, þetta gat ekki gengið leng- ur. Hann fleygði frá sér öxinni og gekk út í gripahúsin. En hvar sem hann fór, hljómuðu sömu orðin í eyrum hans. Hann hugsaði með sér: — Ef ég hefði hlýtt þessu, þá væri margt öðru vísi en það er. Hann gekk hægt inn í íbúðar- húsið. Inni í stóra eldhúsinu var 14 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.