Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 7
átti að fá jólagjafir frá pabba og mömmu og eins frá Sveini. Og ekki var ómögulegt nema Evert kæmi líka með eitthvað með sér. En hvorki Sveinn né pabbi lians þekktu Evert. Hann átti að vera auðkenndur með merki í jakka- horninu. Þetta var allt svo ævin- týralegt, fannst Sveini. Þeir stóðu á brautarstöðinni, þegar járnbrautarlestin kom. Hóp- ur af brosandi fólki í jólaskapi kom út úr henni, en enginn Evert var sjáanlegur. Ef til vill liafði hann orðið eftir? Nei, þarna kom hann. En hvað það var gaman. Sveinn faðmaði hann að sér. Evert heils- aði kurteislega báðum feðgunum. Hann rétti Borg hendina og hneigði sig djúpt. „Ég átti að heilsa frá pabba og mömmu," sagði hann hressilega. „Þökk fyrir, og velkominn hing- að til okkar,“ sagði Borg hlvlega. Drengurinn var kurteis í allri fram- komu. Það var ágætt. Eftir að þeir höfðu Eomið ferða- töskunum fyrir í bílnum, óku þeir á stað heimleiðis. Hvílíkur fjöldi af fólki, bílum, stórum húsum og skrautlegum búðargluggum! Evert hrópaði upp yfir sig hvað eftir annað. Sveinn var eins undrandi. Hann var nýfluttur til borgarinnar. Þeir óku framhjá stórri kirkju. „Nei, livað þetta er stór og falleg kirkja,“ sagði Evert. „Hún lilýtur að geta rúmað margt fólk. Förum við þangað til jólaguðsþjónustu á morgun? Það verður skemmtilegt.“ Sveinn vissi það ekki. Hann leit spyrjandi til pabba síns. „Þið eruð allt of litlir til að fara til jólaguðsþjónustu,“ sagði hann stuttlega. „Of litlir! Nú ertu að gera að gamni þínu,“ sagði Evert fullorð- inslega. „Ég hef farið til jólaguðs- þjónustu þrenn undanfarin jól. Og þó þurfum við að fara langan veg.“ „Hvað er gert við jólaguðsþjón- ustu?“ spurði Sveinn. „Veiztu það ekki?“ svaraði Evert undrandi. „Það er hringt kirkju- klukkunum, kveikt á mörgum, mörgum ljósum, spilað og sungið og lesið um Jesúbarnið, englana og fjárhirðana.“ Andlitsdrættir Borg kennara hörðnuðu. Þessu mátti búast við, hugsaði hann. Það er meiri vit- leysan. „Pabbi, ég vil fara til kirkjunn- ar á morgun,“ sagði Sveinn ákafur. „Þú heyrðir, hvað ég sagði áðan,“ svaraði Borg ákveðið . Frú Marta faðmaði Evert litla að sér, þegar þeir komu lieim. Það var eins og eitthvað bráðnaði hið innra með henni, þegar hún heils- aði þessum litla systursyni sínum. Evert gleymdi ekki að skila kveðju að heiman frá sér. „Mamma bað mig fyrir sérstaka kveðju til frænku fyrir að mér var boðið hingað,“ sagði hann. í stóra jólapakkann hafði mamma hans látið alls konar góð- gæti. Þar var flesk, bjúgu og sulta. Pakkinn var leystur upp með hröð- BARNABLAÐIÐ 71

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.