Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 16

Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 16
og pískur í frímínútunum í skól- anum. Elsa liafði fengið smágjafir, bæði frá Betty, Katrínu og fleirum. Og Elsa hafði lagt smá boðskort á borðin þeirra. Þuríður hafði skyggnzt um á sínu borði, en þar lá ekkert kort. Hún hafði laumazt til að líta á Katrínar kort. Það átti að verða heimboð í sambandi við afmælið á laugardaginn og það átti að verða jólatré. — En hvað Jrær eiga gott, liafði hún hugsað, en hún var aldrei lang- rækin, svo að nú hafði hún glevmt þessu. Sannleikurinn var sá, að Þuríður átti enga peninga til að kaupa fyrir konfektkassa eða annað til að gefa Elsu eins og hinar höfðu gert. Elsa hafði hugsað sér að gefa öllum stúlkunum boðskort, en hún hafði orðið fyrir vonbrigðum, þegar Þuríður gaf henni enga gjöf. Og svo fékk Þuríður ekkert boðskort. Þetta gat Elsa átt til. Þuríður hafði einu sinni verið boðin til henn- ar og það hafði verið alveg sér- stakt. En hún hafði ekki getað boð ið henni aftur. Hún snéri sér hægt við og hélt heimleiðis. Mamma var víst ein- sömul lieima, ef hún var þá komin heim. Hún vann í verzlun. En Þuríður hafði lykil að íbúðinni og hún ætlaði að elda kartöflur, þegar hún kæmi heim. En fyrst ætlaði hún að kaupa bjúgu hjá Svenson. Hún leit til stúlknanna, sem stóðu og hvísluðu leyndarmálum hver að annarri. Nei, það var bezt að halda 80 BARNABLAÐIÐ sína leið. En livað allt var ómögu- legt í dag. Ef hún aðeins hefði pen- inga til að kaupa eitthvað handa Elsu. En ef hún keypti nú svolítið minna af bjúgum og keypti þá súkkulaðiköku fyrir afganginn. Nei, það var ekki rétt gagnvart mömmu. Það var heldur ekkert skemmtilegt að kaupa sér vináttu eða boð á jóla- trésfagnað. Hún greikkaði sporið og brátt var hún komin að verzlun Sven- sons. Hún gekk inn í búðina. „Hvað get ég gert fyrir þig?“ Þessi vingjarnlegi kaupmaður ljóm- aði alltaf eins og sólin. „Eitt kíló af bjúgurn," sagði Þuríður og teygði sig til að sjá allt góðgætið bak við glerið á búð- arborðinu. „Gjörðu svo vel. Nokkuð fleira, ungfrú?" sagði Svenson brosandi. Blóðið Jraut fram í kinnarnar á „ungfrú“ Þuríði. Nú kom frú Sven- son fram í búðina og með lienni Beta, dóttir þeirra hjónanna. Beta kinkaði kolli til Þuríðar. En hvað hún á gott, hugsaði Þuríður. Hún má ganga um allt fyrir innan borð- ið og smakka á öllu góðgætinu, því að pabbi hennar ræður öllu hér. Að kaupmaður verður að kaupa sinar vörur, það hugsaði hún ekk- ert um. „Heyrðu", sagði Beta. „Viltu koma í jólaboð til mín á laugar- daginn? Það verður svo skemmti- legt. Segðu já, góða Þura mín. Þú ert þó ekki boðin til Elsu líka?“

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.