Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 12
Þar sem hljómlistarþekking mín var enn af skornum skammti, kom það stundum fyrir, að ég mætti mjög erfiðum vandamálum. Ég man sérstaklega einu sinni, að mér var ómögulegt að ná þeim sam- hljóm, sem ég vildi, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Eftir að hafa lengi reynt árangurslaust, lagði ég verkefnið loksins frá mér og gekk til hvílu. Ég var leiður og niðurbeygður og óskaði að ég hefði haft tækifæri til að læra á sviði hljómlistarinnar, en það var ávallt löngun mín. Ég hugsaði um að eldri systkinum mínum liafði gefizt tækfæri til að læra hljómlist og var ekki laus við biturleika yfir, vegna hvers efnahagur okkar hafði orðið þrengri einmitt núna, svo að ég gat ekki fengið að læra. Báðir eldri bræður mínir höfðu fengið að læra að spila á fiðlu hjá ágæt- um kennurum. Systur mínar fengu að læra á píanó, sem við áttum nú ekki lengur, og þó skildist mér þá, að ég væri sá í fjölskyldunni, sem hefði mestan áhuga fvrir hljómlist. Ég hafði að vísu fengið að læra að spilá á fiðlu, eftir nótum, hjá bróð- ur mínum og það var mér ómetan- leg hjálp, en þekkingin náði svo skammt. Loks sofnaði ég út frá hugsunum mínum eftir að liafa enn- þá einu sinni hugsað með gremju um lagið mitt, sem ekki fékkst til að hljóma. Um nóttina dreymdi mig draum. Hann var ekki langur og fráskil- inn öðrum draumum, sem oft geta 76 BARNABLAÐIÐ verið óskýrir og óraunverulegir. Þessi var skýr og nákvæmur. Éo- sá nótnaborð fyrir framan mig. Ég var að skoða það, þegar allt í einu birtist hvít, fögur liönd, sem tók einn samhljóm. Ég heyrði hljóminn nákvæmlega. Það var ein- mitt samhljómurinn, sem ég hafði árangurslaust glímt við kvöldið áður. Það var H-septime tónn í E-dur. Síðan lieyrði ég rödd í draumnum, sem sagði: „Þessi tónn er frá Guði.“ Svo livarf allt. Ég vaknaði ekki fyrr en um fótaferðartíma. Ég snar- aðist í fötin og flýtti mér að orgel- inu. Samhljómurinn, sem ég hafði heyrt og séð i draumnum var svo 1 jóslifandi fvrir mér, að ég tók hann strax á orgelið. Og alveg rétt, þar liafði ég einmitt tóninn, sem mig vantaði. Þetta getur komið einkennilega fyrir sjónir margra, sem hafa hljóm- listarþekkingu. En ef við tökum það með í reikninginn, að ég var ungur og hafði ekki haft tækifæri til að læra mikið, sjáum við at- burðinn í öðru ljósi. Ég er sann- færður um, að þetta var Guð, sem vildi uppörfa mig, er hann sá löng- un mína eftir að þjóna honum með söngnum. Þessi atburður hefur ávallt staðið mér fyrir sjónum eins og dæmi þess, að Guð í mætti sín- um og hátign hefur áhuga á að hjálpa ungum dreng eða stúlku, sem reyna að velta fyrir sér torráðn- um vandamálum.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.