Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 7
T^abbað oi2 K^4kut<iiftLti$a.
Þið vitið auðvitað öll hvar Akur-
eyri er. Það er næst stærzti bær á
íslandi og telur yfir 7000 íbúa. Ak-
ureyri stendur við Eyjafjörð og er
oft nefnd höfuðstaður Norðurlands.
Það er fallegur bær í fögru um-
hverfi. Mörg ykkar vita eflaust að
þar fæddist Barnablaðið fyrir 20
árum og átti þar heima þangað til
það flutti til Reykjavíkur um ára-
mótin 1952 og 1953.
Barnablaðið á líka marga lesend-
ur á Akureyri og að þessu sinni
birtum við viðtal við tvo þeirra,
systurnar Rebekku og Guðnýju
Jónasdætur. Þær eru dætur Jónasar
Jakobssonar myndhöggvara og
konu hans Guðbjargar Guðjóns-
dóttur. Rebekka er 12 ára en Guð-
ný 9 ára.
— Hafið þið alltaf átt heima hér
á Akureyri?
— Já, Guðný hefur alltaf átt
heima hér, en ég er fædd á Sauðár-
króki og kom hingað þegar ég var
tveggja ára, svarar Rebekka.
— En þið hafið náttúrlega ferð-
ast eitthvað. Hafið þið komið til
Reykjavíkur?
— Nei, en ég hef tvisvar komið
til ísafjarðar og í annað skiptið var
ég þar næstum allt sumarið hjá
systur hennar mömmu, sem býr
þar, svarar Guðný.
— Við höfum komið austur í
Mývatnssveit og svo til Sauðár-
króks, segir Rebekka.
— Já, ég man að ég hitti ykkur
þar á sumarmótinu í fyrra. En lang-
ar ykkur ekki til að ferðast meira?
— Jú, okkur langar að koma til
Reykjavíkur og svo til Vestmanna-
eyja. Mamma var þar þegar hún
var lítil stúlka og afi og amma eiga
heima þar. Við höfum svo sjaldan
hitt þau.
— Þá er von að ykkur langi að
koma suður, en þið komið kannski
á sumarmótið í Keflavík í vor?
— Við vitum það ekki. Það fer
eftir því hvað við verðum ríkar.
— Þið hafið auðvitað báðar gam-
an af söng og hljómlist og spilið ef
til vill á hljóðfæri?
— Já, svarar Rebekka, ég get
spilað dálítið á gítar, en svo hef
ég verið tvo vetur í tónlistarskól-
anum hér og lært á píanó, en ég
er þar ekki í vetur.
— Ég er aðeins að byrja að læra
BARNABLAÐIÐ 39