Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 11

Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 11
fínu afmælisgjöf, sem stóð á eldhús- borðinu. — Hákon hefur gert þetta. Hann á ekki sinn líka, heyrði hann mömmu segja. Hann reis upp úr rúminu. Þetta var nú verra en hann átti von á. Nú höfðu þau auðvitað fundið kassaómyndina á verkstæðinu og gerðu nú svo mikið grín að henni. Ó, hvað hann varð skömmustuleg- ur. Hugsa sér að frænka fékk að sjá þetta líka! Hákon gleymdi alveg að hann var bara í náttfötunum. Hann hljóp fram úr rúminu og staðnæmdist í eldhúsdyrunum. — Þið eigið ekki að vera að horfa á þennan ljóta kassa, ég var hættur við hann.. . .! Lengra komst hann ekki því að nú sá hann undurfagran sauma- kassa úr fínasta efni. Hann stóð á eldhúsborðinu, gljáandi og fínn svo að maður gat speglað sig í honum. — Þakka þér fyrir, sagði mamma. Frænka vill gjarnan skipta við mig en það fær liún ekki. Þessi er mik- ið fínni en hennar. Hákon heyrði þetta.ekki. Hann varð að fara höndum um þennan fína saumakassa. Hann lyfti lokinu, en rak upp undrunaróp. Inni í kassanum þekkti hann sitt eigið verk. Pabbi hafði notað fjal- irnar hans til að hólfa kassann sundur. Það fór svo vel svoleiðis. Misheppnaða verkið hans Hákons var orðið virkilega fagurt. Nú er Hákon orðinn stór og er nú duglegur húsgagnasmiður eins og pabbi hans. En aldrei gleymir hann fyrsta saumakassanum sem hann smíðaði. Hann varð honum til mikils lærdóms. Þegar honum finnst hann ætla að þreytast í starfi sínu fyrir málefni Guðs, hugsar hann um saumakassann. Hann veit að Guð gerir eitthvað þessu líkt fyrir börnin sín. Hann hlær ekki að ófullkomleika okkar, heldur helgar hann starf okkar. — Það veika verk, sem er framkomið vegna kærleika, gerir Guð stórt og fagurt. Það mun mæta okkur seinna í himninum. Þá hefur okkar himneski meistari breytt því í feg- urstu gjöf Guði til handa. BARNABLAÐIÐ kemur út fimm sinnum á ári, og verð- ur 10 tölublöS. Árgangurinn kostar kr. 15.00, og greiðist 1. febrúar. I lausa- sölu kostar blaðið 3 krónur eintakið. RITSTJÓRN: Ásm. Eiríksson, Eric Ericsson og Tryggvi Eiríksson. ÚTGEFANDl: Fíladeljía, Hverfisgötu 44, Reykjavík. Sími 16856. Borgarprent. Reykjavik. — 1958 BARNABLAÐIÐ 43

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.