Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 5
Litlu síðar sáu þau nukkuð enn skrítnara. hverju leyti sér að kenna. Hún hefði vel getað beðið eftir mömmu í eldhúsinu. — Góði Guð, láttu ekkert vont koma f)TÍr hann, bað hún. Hún hljóp niður að sjó. Það var logn og engin bára bærðist við fjörusteinana. Allt var kyrrt og ekk- ert heyrðist, sem gæti bent á hvar litli bróðir var niður kominn. — Hafið þið séð Svenna? spurði Lísa nokkur börn, sem voru að baða sig og vaða í lítilli vík þar skammt frá. — Nei, ekki núna, en fyrir klukkutíma eða þar um bil sá ég hann á leiðinni niður að búðinni, sagði einn drengurinn í hópnum. Þá hefði Jörgen átt að mæta hon- um, hugsaði Lísa. En kannski að hann hafi bara farið alla leið út í skóg, þar sem pabbi er að byggja. Lísa hljóp enn af stað út á göt- una, yfiT engið og út í skóginn. Þar mætti hún pabba. Ekki hafði hann séð Svenna. — Hundurinn, Rolli, hoppaði af gleði þegar hann sá Lísu. — Hefur þú séð Svenna? sagði hún og klappaði Rolla. Hundurinn stóð kyrr eins og hann vildi hlusta sem bezt eftir þv: sem Lísa sagði. — Svenni, Svenni! sagði Lísa. Finndu hann strax, Rolli! Rolli hljóp heim eins og elding. Að vörmu spori kom hann aftur og hljóp nú snuðrandi fram og aftur. BARNABLAÐIÐ 37

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.