Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 6
Loks 'kom hann hlaupandi með
rauðan vettling milli tannanna.
Það var vettlingurinn hans Svenna.
— Hvað er þetta? sagði pabbi.
Ætli hann sé hérna einhvers stað-
ar? Hann leit yfir akurinn, þar
sem bylgjandi öxin blöktu fyrir
andvaranum. Ef að Svenni hefði
farið inn á akurinn mundi hann
ekki geta ratað út af honum aftur.
Langt í burtu sáu þau Andrés á
ferð með sláttuvélina. Kannski
Svenni litli hafi ætlað að fara til
hans.. . . ? Það var eins og Lísu
rynni kalt vatn milli skins og hör-
unds. Ef Svenni hefði nú sofnað
inni á akrinum og svo kæmi Andrés
með sláttuvélina.. ..
— Góði Guð, hjálpaðu okkur,
bað hún og pabbi tók undir bæn
hennar.
Rolli tók viðbragð og hentist
inn á milli axanna á akrinum og
svo var hann hor^inn.
— Sjáðu, pabbi, sjáðu, kallaði
Lísa upp yfir sig. Langt burtu á
akrinum sáu þau einhverja ein-
kennilega hreyfingu. Litlu síðar sáu
þau nokkuð enn skrítnara. Það voru
þeir Rolli og Svenni. Rolli hélt
föstu taki í jakkann hans Svenna
og dró hann á fullri ferð út af akr-
inum, en Svenni virtist skemmta
sér konunglega.
— Litli anginn þinn. Hvaða
vandræði varstu nú kominn í,
sagði pabbi um leið og hann lyfti
Svenna upp í fang sér.
Þá koin mamma og Jörgen líka,
rólegur að venju.
Hér s.jáið þið mynd af tveimur hestnm.
I*eir eru auðsjáanlega á ferð um grýttar slóð-
ir, en hafa nú komið að líek, þar sem þeir
geta svalað þorstanum.
Það er nauðsynlegt að sýna dýrunum
nærgætni op fara vel með þau. l*au eru vinir
okkar og okkur upphaflcga gefin af Guði til
hjálpar í lífsbaráttunni.
— Þarna sérðu að hann er fund-
inn, sagði hann um leið og hann
gekk framhjá Lísu. Hann var að
flýta sér í vinnuna.
Lísa svaraði engu. Hún var að
þakka Guði fyrir að hann varðveitti
litla bróður. Þau fylgdust öll að
lieim. Pabbi bar litla bróður á
handleggnum, en Rolli hoppaði
kátur allt í kring um þau og lét í
ljós gleði sína með því að reka upp
gelt við og við.
38 BARNABLAÐIÐ