Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 14
koma strax, því að Hektor í Lauf-
ási hefur hrakið Surt upp í stóra
hlyninn og ...
— Ha, ha, ha, ha, hló Vilhjálmur,
og ertu nú hræddur um, að Hektor
klifri upp á eftir honum?
Símon gat ekki annað en hlegið.
— Nei, það er ég ekki hrædduv
um, sagði hann, — en þeir hafa svo
ógurlega hátt. Hektor geltir, og
Surtur hvæsir og urrar.
— Hann hefur gott af því, sagði
Vilhjálmur rólega, — hann missir
ekki röddina, þó að hann urri dá-
lítið.
— Flýttu þér nú, Vilhjálmur
minn, sagði Símon biðjandi, — þeir
hafa látið svona lengi, og ég ætlaði
að búa mér til myllu, en ég kemst
ekki til þess, meðan þeir eru svona
æstir.
— O, ekkert liggur á, svaraði
hinn, — ég er nýbúinn að borða, og
þá er ekki gott að hafa of hraðan
á. Hlauptu á undan, ég kem á eftir.
Og Símon hljóp af stað. Ekki var
gott að vita, hvað hundinum gat
dottið í hug. Upp í tréð komst hann
ekki, en ef til vill gæti hann komið
auga á kanínurnar. Þá gæti hann
velt byrginu, því að það stóð bara
á tveim tunnum.
Símon hljóp eins og fætur tog-
uðu, því að honum þótti svo vænt
um kanínurnar.
— Vissi ég ekki, hrópaði hann skelf-
ingu lostinn, um leið og hann hljóp
fyrir hlöðuhornið. Hektor hafði nú
misst áhugann fyrir Surti og teygði
sig nú, eins og hann var langur til
upp eftir kanínubyrginu. Hann
glefsaði og krafsaði og reyndi að
komast í gegnum netið.
Símon sneri sér við í skyndi og
hentist bak við hlöðuna, en hljóp
þá beint í fangið á Vilhjálmi. —
Vinnumaðurinn hafði þá ekki
borðað meira en það, að hann gat
hlaupið, enda hafði hann næstum
fellt -Símon.
— Hann er kominn í kanínubyrg-
ið sagði Símon með grátstafinn í
kverkunum, æ, flýttu þér nú, Vil-
hjálmur, þá ertu góður.. . .!
— Já, já, ég skal flýta mér, stundi
Vilhjálmur sprengmóður, — skárri
eru það nú lætin, en ég skal bráð-
um. . . .!
— Hektor! hrópaði hann — viltu
hypja þig burtu!
Hundurinn leit bara við og sýndi
tennurnar, en hamaðist áfram á
kanínubyrginu, svo að buldi í tómu
tunnunum.
— Jæja, sagði Vilhjálmur byrst-
ur, — bíddu þá bara. . . .! Og hann
hljóp beina leið inn í eldhús.
Símon stóð kyrr og liorfði á
Hektor. Á hverri stundu bjóst
hann við að búrið ylti, því að það
hafði ekki verið útbúið til að þola
slíka útreið. Símon var með önd-
ina í hálsinum af ótta, en þarna
kom Vilhjálmur út.
Hann hafði fötu í hendinni,
hvað skyldi hann ætla að gera við
hana? Hektor var svo æstur, að
hann veitti Vilhjálmi enga athygli.
Hann var að því kominn að fella
byrgið.
46 BARNABLAÐIÐ