Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 13
mikið að búa sér til myllu, því að
það hafði hann ekki gert síðan í
fyrra.
Sú var nú reyndar allt of lítil,
en nú ætlaði hann að búa til aðra
langtum stærri, helzt átti hún að
geta knúið tvo hamra.
Þegar hann hafði fundið hentug-
an stað, tók hann strax til starfa.
Það var hreint ekki svo lítið verk
að útbúa svona stóra myllu, ef hún
átti að koma að gagni. Það þurfti
bæði grind og öxla, að ógleymd-
um vængjunum, sem að sjálfsögðu
urðu að vera jafn langir og jafn
þykkir. Yrðu þeir mislangir eða
misþykkir, gengi myllan ójafnt, og
það var ómögulegt.
Símon tálgaði og negldi og lagði
sig allan fram við vinnuna. Hann
vissi ekki hvernig tíminn leið, og
ailt í einu heyrði hann mömmu
kalla. Hann átti að koma heim að
borða. Hann varð þá að hætta í
bili. Símon stakk hnífnum í vas-
ann og lagði af stað heim.
Símon hafði hugsað sér að ljúka
við mylluna að mestu leyti þennan
dag, en það fór nú öðruvísi. Varla
hafði hann lokið við að borða, þeg-
ar hann heyrði óttalegan hávaða
úti á hlaði. Hundur gelti, eins og
hann ætlaði að rifna.
Hann þaut eins og ör út um
dyrnar til að athuga, hvað væri á
seyði, og varð ekki mjög blíður,
þegar hann sá, að hundurinn í Lauf-
ási hafði hrakið Surt efst upp f
stóra hlyninn, sem stóð við hús-
vegginn. Þar sat hann svo og urr-
aði.
Hektor, hundurinn, stóð á aftur-
fótunum og teygði sig upp eftir
trjástofninum og gelti eins og hann
ætti lífið að leysa. Hann gat verið
grimmur, svo að Símon áræddi ekki
of nærri honum. En huggun var
að vita, að Surtur var svo hátt uppi,
að hann var óhultur, en reiður var
hann.
— Voff, voff, voff, gelti Hektor
með tunguna langt út úr sér. Hann
hamaðist á trénu og reitti börkinn
með klónum.
— Mrrrr rrrr — grrrr heyrðist í
Surti í ýmsum tóntegundum. Hann
hélt sér með öllum fjórum fótun-
um, eins og hann óttaðist að þessi
æfareiði hundur felldi tréð.
— Þetta eru meiri lætin, sagði
mamma, hún kom út til að vita um,
hvað á gengi. — Vesalings Surtur,
nú er hann víst hræddur um líf sitt.
— Hvað eigum við að gera,
mamma, sagði Símon skelkaður,
pabbi hefur sagt mér, að hundur-
inn sé grimmur.
—O, við skulum bara leyfa hon-
um að halda áfram svolitla stund
enn, sagði mamma rólega. — Hann
hættir þegar hann sér, að þetta er
tilgangslaust. Og hún fór aftur inn
í eldhús.
Þá sá Símon, hvar Vilhjálmur
vinnumaður kom neðan tún, og tók
þegar til fótanna á móti honum,
til þess að biðja hann hjálpar.
— Vilhjálmur! hrópaði hann með
öndina '1 hálsinum, — þú verður að
BARNABLAÐIÐ 45