Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 15

Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 15
Vilhjálmur deplaði glettnislega augum til Símonar. — Bíddu rólegur, sagði hann lágt, — þá sérðu dálítið skemmti- legt.. . .! Hann læddist hægt nær hundin- um. Símon leit niður í fötuna. Hún var næstum full af hreinu vatni.... Hektor var nú örlítið rólegri stundarkorn, en þá var hvíta kan- ínan svo hugsunarlaus að stinga höfðinu út um opið. Þá ætlaði Hektor alveg að ærast. Vilhjálmur hafði nú staðnæmzt. Hann lyfti fötunni, miðaði aðeins og svo dembdist allt innihaldið yf- ir hundinn. . ..! Nú þyrmdi svo yfir Hektor, að hann náði varla andanum. Vatnið var ískalt og hafði að mestu lent á höfðinu á honum, svo að hann var næstum blindaður, þegar hann lagði á flótta eins og fætur toguðu. í fátinu tók hann skakka stefnu og rakst fyrst óþyrmilega á grísastí- una, síðan á plóg, sem stóð á hlað- inu þessa stundina. Loks fékk hann sjónina að svo miklu leyti, að hann rataði heimleiðis. Rennvotur með rófuna milli afturfótanna, þaut hann burt, án þess að líta til hægri eða vinstri. En Símon og Vilhjálmur hlógu hjartanlega. — Nú er þér óhætt að koma nið- ur, Surtur, sagði Símon þegar ólæt- in voru um garð gengin. — Nú er Hektor farinn, komdu, Surtur minn! 73té( (lá He.s<zn?u.m. Sævarlnndi, 2. febr. 1958. Kæra Barnablað! Éff sendi hér með árgjaldið fyrir þetta ár. Ég hlakka til að fá næsta blað og heyra framhaldssöguna nýju. Svo þakka ég kærlega fyrir öll Barnablöðin. Bless. Hreinn Geirsson Sævarlandi, Þistilfirði, N.Þing. Stóra-Bakka, 3. febr. 1958 Kæra Barnablað! Ég sendi þér hér með árgjaldið 1958, að upphæð kr. 15.00. Svo þakka ég þér kærlega fyrir allar góðu sögurnar og allt skemmtilegt á liðnu ári. Ég byrja alltaf á framhaldssögunni, mér finnst hún svo skemmtileg. Ég hlakka alltaf til þegar pósturinn kemur með þig. Svo óska ég þér alls góðs f framtíðinni. Guðlaug Kröyer, 11 ára. Dalvík, 2. apríl 1958. Kæra Barnablað! Ég þakka þér kærlega fyrir allar sögurnar, mér finnst þær mjög skemmtilegar. Ég sendi þér 15 kr. fyrir eitt ár. Svo vona ég að blaðið lifi sem lengst. — Vertu svo bless. Soffía Vigdís Sævaldsdóttir. Skíðabraut 1, Dalvík. TIL BARNATRÉBOÐSINS í JAPAN Fórn frá börnum á Siglufirði kr. 130.00. Kærar þakkir! — Mrrrr — grrrr, sagði Surtur, hann var enn dauðhræddur, vesal- ingurinn. Hann hallaði undir flatt og gægðist varlega niður milli greinanna. Framhald. BARNABLAÐIÐ 47

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.