Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 9
LARS RUSTBÖLE: ScuiniakcLSs i lhh. Hefur þú séð sjö ára smið? Það er varla að vonast eftir mjög fín- um smíðisgripum frá honum, jafn- vel þótt vilji og efni sé fyrir hendi. Svo var það með Hákon litla. Hann var góður og duglegur dreng- ur, sem langaði til að gefa mömmu sinni fallega afmælisgjöf. Hann vissi hvað það átti að vera. Hún þurfti að eignast nýjan saumakassa og hann gat ekki hugsað sér neitt nytsamara handa henni. Pabbi Hákons litla var hús- gagnasmiður. Á verkstæðinu hans var mikið af góðum áhöldum og þarna mátti drengurinn vera eins mikið og hann vildi. Pabba fannst drengurinn hafa gott handbragð, svo að það skaðaði ekki að leyfa honum að byrja snemma. Það eina sem hann tók fram við drenginn, var að fara varlega svo að hann meiddi sig ekki á fingrunum. Því lofaði Hákon hátíðlega. Hann byrjaði nú að saga og hefla, alveg eins og hann hafði séð pabba gera. Hann hafði góða fyrir- mynd til að fara eftir, en það var saumakassinn sem frænka hans átti og var smíðaður af listasmið í borginni. Kassinn, sem Hákon var að smíða átti að vera alveg eins. — Öllum fannst kassinn hennar frænku svo fallegur og mamma hafði oft óskað að hún ætti annan eins. Nú átti hún að fá einn slíkan og það frá sínum eigin syni. — Og allt hrósið, sem hann fengi! — Há- kon hamaðist við að saga og hefla. Hann var fullur af áhuga. Þetta gekk svo vel að áður en hann vissi eiginlega af voru hliðarnar tilbún- ar og ekkert annað eftir en negla kassann saman. — Æ, æ! Naglinn lagðist á hlið- ina og hamarinn lenti á fingur- gómunum svo að blóðið seitlaði fram undan nöglunum. Það var al- veg hræðil'ega sárt. Tárin komu fram í augun á Hákoni, en hann beit á jaxlinn svo að þau skildu ekki fara að renna. Það var skömm fyrir smið að fara að kjökra þótt hann slægi ofurlítið á fingurna. — Á ég að hjálpa þér? Pabbi lagði frá sér límpottinn og horfði á drenginn. — Nei — ég get gert það sjálfur. BARNABLAÐIÐ 41

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.