Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 10

Barnablaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 10
Hákon hamaðist við vinnnna. Það er bara svo gamall og vondur hamar sem ég er með. Hausinn er víst ek'ki réttur á skaftinu, svo að hann hittir ekki naglann rétt. — Það er nýr hamar á hillunni þarna. Þú mátt fá hann lánaðan. Hákon sótti nýja hamarinn og byrjaði að negla aftur. — Jú, þetta var langtum betra. Hann reyndi að ímynda sér það þó að það í raun- inni gengi ekkert betur en áður. — Nei, hvað þetta verður ljótt! Hákon klóraði sér í höfðinu og virti fyrir sér þennan vanskapaða saumakassa. Ekki gæti mamma lát- ið þetta standa á borðinu. Það var ekki nógu gott til þess. Og hann sveið og verkjaði í fingurna. Hann reyndi að vefja hefilspónum um þá en þeir urðu rauðir af blóði. Það var Ijóta vitleysan að byrja nokkurn tíma á þessu .... Honum varð litið til föður sfns. Hvað var hann nú að gera? Rétt áðan var hann að líma saman stól en nú var hann byrjaður að hefla fjöl úr bezta efnivið. Hákon stóð um stund og horfði á föður sinn. Síðan tók hann saumakassann sinn og fleygði hon- um út í horn. Hann var leiður og þreyttur á þessu öllu saman. Grát- urinn sat í hálsinum og blóðið draup úr fingrunum. Enn varð honum litið til föður síns en síð- an læddist liann út um dyrnar og hljóp til mömmu sinnar. Hákon gekk um hljóður og sorg- mæddur. Hann var alveg eyðilagð- ur út af saumakassanum, sem mis- heppnaðist. Nú átti hann ekkert til að gefa mömmu, sem alltaf var svo góð. Þegar afmælisdagurinn rann upp, gat Hákon varla farið á fætur. Hann lá í rúminu sínu og hugsaði um saumakassann. Allt í einu kippt- ist hann við. Frænka var komin í morgunheim- sókn og talaði hástöfum um þessa 42 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.