Barnablaðið - 01.02.1979, Page 9

Barnablaðið - 01.02.1979, Page 9
BARNABLAÐIÐ Á BARNAÁRI Eins og þiö væntanlega vitið öll, þá stendur nú yfir ár barnsins. Viö sem vinnum viö Barnablaöiö hug- leiddum hvaö viö gætum nú gert til þess aö halda upp á ár barnsins, svo um munaði! Og hvaö haldiö þiö aö viö höfum gert? Viö stækkum Barnablaðið. Undanfarin ár hafiö þiö fengið Barnablaöiö fjórum sinnum á ári. En þetta ár ætlum við aö reyna að gera sex blöð og auðvitað í framtíöinni, ef Guð lofar. Þessi stækkun gerir aö verkum aö fleira fólk verður aö vinna viö blaöiö og viö þurfum að kaupa meira af pappír. Þess vegna mun blaðið kosta meira en áöur. En viö treystum því aö þiö kunnið vel aö meta þessa stækk- un. Þaö væri afskaplega gaman ef viö gætum einnig fjölgað áskrifendum að Barnablaðinu þetta 'ár. Þú aettir ef til vill aö benda vinum þínum á aö gerast áskrifendur aö Barnablaöinu! Enn eru nokkrir, sem hafa gleymt aö borga áskrift- argjald blaösins. Innan skamms veröa sendir út gíró- seðlar, þar sem stendur hve miklu gjaldfallin skuld nemur. Einnig koma innheimtumennirnir okkar í heimsókn til þeirra, sem ekki fá gíróseðil. Við biðjum ykkur um að bregðast nú vel viö og greiða árgjöldin. Þiö sjáið aö Barnablaðið hefur breyst í útliti. Viö ætlum í framtíöinni aö leggja meiri áherslu á alls konar myndefni og verkefni fyrir ykkur aö leysa. Viö biðjum ykkur að segja okkur hvernig ykkur líst á þaö. Einnig væri gaman aö fá sent efni, sem þiö hafiö sjálf gert. Sögur, ritgerðir og teikningar allt sem ykkur dettur í hug. Skemmtilegt væri að þió segðuð okkur frá trú ykkar á Guö og hvort einhverjir hafa fengiö bænasvar! Viö munum svo birta þaö, sem okkurfinnst best. Kær kveöja, Guðni.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.