Barnablaðið - 01.02.1989, Page 12

Barnablaðið - 01.02.1989, Page 12
1 Pétur lét eggin í pottinn og kveikti undir. Hann notaði tíma- glas til að finna út hve lengi eggin væru að sjóða. Á meðan hann beið eftir að eggin yrðu tilbúin, fylgdist hann með sandinum í tímaglasinu. „Ætli þetta sé ekki eini sandurinn sem ég sé í allt sumar“, muldraði Pétur við sjálfan sig. Hann vissi að á meðan mamma hans væri á spítala, gæti fjölskyld- an ekki eytt sumrinu á ströndinni eins og venjulega. Hann veiddi eggin upp úr pottin- um, og á sama tíma kom pabbi hans inn í eldhúsið. „Þakka þér fyrir að undirbúa morgunmatinn", sagði hann. „Mér finnst slæmt hvað þú þarft að vera mikið einn þessa dagana. Ég lofa að koma eins fljótt og ég get heim úr vinn- unni í kvöld“. „Hafðu ekki áhyggjur af mér“, svaraði Pétur. „Ég ætla að heimsækja mömmu á spítalann í dag“. „Ég veit að þíi ert vonsvikinn yfir því að komast ekki á ströndina í sumar“, hélt pabbi hans áfram. „Við getum nú samt sem áður þakkað Guði fyrir að mamma þín er frískari núna. Þar að auki getur Guð gefið þér mjög skemmtilegt sumar - jafnvel hér í borginni!" Pétur andvarpaði. „Ég er viss um að það er enginn annar krakki í þessari fáránlegu blokk, sem þarf að hanga hér í allt sumar!“ Eftir að pabbi hans fór, fannst Pétri hann vera einn í allri blokk- inni. Hann hresstist allur þegar klukkan nálgaðist heimsóknartím- ann á sjúkrahúsinu. Hann læsti útidyrahurðinni vandlega og gekk að lyftunni. Fyrir utan lyftuna stóð strákur sem var á aldur við Pétur. Pétur heilsaði honum um leið og þeir stigu inn í lyftuna, og strákurinn tók undir kveðjuna með undarlegri rödd. Pétur var ekki vanur að tala við ókunnuga, en núna langaði hann að tala við hvern sem var. Hann snéri sér stráknum og sagði: „Þetta er frábær dagur til að fara á ströndina“. Strákurinn starði bara á lyftudyrnar og sagði ekki orð. Hann þóttist ekki einu sinni heyra í Pétri. „Hafðu það gott í dag“, sagði Pétur þegar þeir fóru út úr lyftunni. Strákurinn sagði ekki orð. „Allt í

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.