Barnablaðið - 01.02.1989, Síða 17

Barnablaðið - 01.02.1989, Síða 17
lagi, ekki tala! Mig langar ekkert til að hlusta hvort sem er“, sagði Pét- ur í hálfum hljóðum. Pétur var hjá mömmu sinni all- an heimsóknartímann. Á meðan hann beið eftir strætisvagninum, fylgdist hann kvíðafullur með grá- um skýjum sem breiddust yfir borgina. Sem betur fór komst hann inn í vagninn áður en rign- ingin byrjaði. Þegar Pétur skaust inn í blokk- ina heima hjá sér var komið rok og rigning. Hann hristi af sér bleyt- una. Þegar hann nálgaðist lyftuna sá hann að strákurinn beið við lyftudyrnar. „Halló“, kallaði Pétur í átt til hans, en strákurinn þagði bara og starði á dyrnar. „Ég var að heimsækja mömmu mína á spítal- anum“, bætti Pétur við þegar strákurinn snéri sértil hans. Pétur fór að hugsa um af hverju hann væri að tala við svona óvingjarn- legan strák. „Mamma mín“, sagði strákurinn og starði með íbyggnu augnaráði á Pétur. „Mamma mín vinnur á bókasafni á 42,stræti“. Pétur þurfti að vanda sig til að heyra hvað strákurinn sagði. Hann hafði einkennilega rödd, og það var erfitt að fylgjast með orð- um hans. „Sennilega hefur hann ekki skilið mig“, hugsaði Pétur með sjálfum sér. „Ég hugsa að veðrið eigi eftir að versna", sagði strákurinn. „Ég vona að það snjói“, sagði Pétur ergilega, á meðan hann fylgdist með Ijósinu sem sagði á hvaða hæð þeir væru. „Nei heldur þú það“, sagði strákurinn. Síðan bætti hann við „ég er í skóla langt frá borginni, en núna er ég kominn heim í sumarfrí". „Það eru greinilega fleiri en ég sem þurfa að hanga hér í allt sum- ar“, hugsaði Pétur með sjálfum sér. „Ef til vill er hann ekkert ánægður með það frekar en ég“. Skyndilega slökknuðu öll Ijósin og lyftan stoppaði. Pétur þreifaði fyrir sér og ýtti á nokkra takka í lyftunni en ekkert gerðist. „Við er- um sennilega fastir", sagði Pétur. „Neyðarsíminn er þín megin, getur þú náð honum?“ Pétur reyndi að sýnast óhrædd- ur, en hjartað sló mjög ört. Strák- urinn sagði ekki orð. „Fyrirgefðu- ...fyrirgefðu", sagði hann loksins, og röddin titraði. „Ég er heyrnar- laus! Ef ég sé ekki á þér varirnar, þá skil ég ekki hvað þú ert að segja“. Hann gerði stutt hlé á máli sínu. „Ég er viss urh að einhver kemur og hjálpar okkur að komast út. Við verðum bara að bíða þang- að til. Ég heiti Matthías Níelsson, en vinir mínir kalla mig Matta“. „Ég heiti Pétur Tómasson", svaraði BARNABLADID 13 Pétur án þess að athuga að Matti heyrði hvorki né sá í myrkrinu. Pétur þreifaði fyrir sér í myrkrinu og greip í handlegg Matta. „Það er neyðarlúga á lyftunni, en...“. Orð Péturs dóu út. Hann varð hræddur þegar hann hugsaði um hve lengi þeir þyrftu ef til vill að bíða í lyftunni. Matti virtist skilja óróleika Péturs, þótt að hann heyrði ekki neitt. „Við ættum ef til vill að setjast niður“ sagði hann rólega. „Stormurinn hefur sennilega slegið út rafmagnið". Kné Péturs skulfu. Myrkrið virtist þrýsta honum niður. „Ef ég hefði verið á ströndinni hefði þetta aldrei gerst“, hugsaði Pétur. „Finnst þér gaman í fótbolta", spurði Matti í vinarlegum tón. „Ég mundi vilja spila sem framherji, en ég er ekki nógu góður“. Pétur greip í handlegg Matta, og vonaði að hann skildi að þetta þýddi „Já“. Pétur var feginn því að Matti hélt áfram að tala. Það fékk hann til að gleyma hræðslunni. Matti lagði hendina á öxl Péturs. „Ég á enga vini í hér í borginni. Ef til vill...“, en svo þagnaði hann. Péturvissi alveg hvað Matti ætlaði að segja. Hann teygði sig til Matta og klappaði honum á öxlina. Matti hló og gaf Pétri olnbogaskot. Pét- ur óskaði þess að hann gæti sagt Framhald á bls. 23

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.