Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 6
6 BARNABLAÐIÐ Ella talar við Hildi, Hafrúnu og Sólveigu. — Stelpur, við verðum að fara að æfa fyrir kvöldvökuna. Eruð þið með kvöldvökuna í kvöld ? — Já okkar herbergi, Lækjar- hlíð, á að sjá um kvöldvökuna í kvöld sagði stelpan með Ijósu flétturnar. Hún heitir Sólveig. Við þurfum að finna búninga og svo ætlar ein konan að hjálpa okkur að æfa leikrit. Hvað leikrit ætlið þið að leika? — Það heitir „Kennslustundin" og er um strák sem veit ekki hver fann Ameríku. Stelpurnar urðu nú að fara inn að æfa og kvöddu okkur. Pelatískan Þegar þær voru farnar ákváðum við að skoða okkur svolítið um inn- an dyra í Vindáshlíð. Fyrst gengum við inn í dagstof- una, en þar voru nokkrar stelpur að spila og lesa. Ein snaggaraleg stelpa vatt sér að okkur og spurði hvort við vildum ekki kíkja inn í Birkihlíð. En það var einmitt henn- ar herbergi. Við þáðum þetta boð og eltum hana upp stigann og inn í herbergið. Þar voru allir íbúar Birkihlíðar saman komnir. Þær sátu í kojunum sínum og voru að spjalla saman. Það fyrsta sem við rákum augun í, þegar við komum inn í herbergið, var að allar stelp- urnar voru að totta pela! Hvað eru svona stórar stelpur að gera með pela? — Þetta er tíska hérna í Vindás- hlíð. Það er víst búið að vera þann- ig í nokkur ár að stelpurnar koma með pela, sagði ein stelpan. — Mömmu fannst nú hálf hall- ærislegt að þurfa að kaupa pela handa mér áður en ég færi í sum- arbúðir, bætti önnur við, en hún gerði það samt. — Ætli það verði ekki svolítið erfitt að venja sig af pelanum þegar maður kemur heim, sagði ein. — Jú, örugglega samsinntu hinar. Vindáshlíð kvödd Dagurinn var að kvöldi kominn. Stelpurnar voru að fara að borða kvöldmatinn. Framundan var skemmtileg kvöldvaka en við þeystum í bæinn þreytt eftir án- ægjulegan dag og hlýlegar mót- tökur. Megi Guð blessa starfið í Vin- dáshlíð. Texti: Elín Jóhannsdóttir Myndir: Guðni Einarsso Spéhornið Anna var að biðja kvöldbænina: — Góði Guð, láttu Kópavog verða höfuðstað íslands! — Hvers vegna í ósköpunum bið- urðu svona barn? Spurði mamma undrandi. — Jú, sko, ég var í prófi í átthaga- fræði og skrifaði að Kópavogur væri höfuðstaður íslands. — Pabbi, hefur þú áhuga á bók- um með Ijótu innihaldi? — Nei, auðvitað ekki, drengurinn minn. — Það er gott, því þá vilt þú ekki sjá einkunnabókina mína. — Pabbi, eru fiskarnir alltaf svangir. —Já, það held ég. Nema þegar ég fer í veiðitúr! Óli: — Þegar ég verð stór þá ætla ég að giftast henni ömmu. Pabbi: — Þú getur nú ekki gifst mömmu minni! Óli: — Af hverju ekki, ert þú ekki giftur mömmu minni? — Er satt að það boði hamingju þegar svartur og hvítur köttur eltir mann? — Það fer eftir því hvort þú ert maður eða mús. — Láttu mig fá hamborgara með osti. — Með gleði. — Nei, með osti! — Hefur þú heyrt að hann Kalli lærði ítölsku á aðeins þrem vik- um. — Það er alveg óskiljanlegt. — Já, það segja ítalirnir líka. Ferðamaðurinn: — Hafa fæðst mörg stórmenni í þessum bæ? Heimamaður: — Nei, hérfæðast bara smábörn.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.