Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 23

Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 23
BARNABLADID 19 Þéttir runnarnir meöfram göngu- stígnum lýstu í öllum regnbogans haustlitum. Þaö var víðsýnt og loftið tært. Ferðin sóttist seint upp í móti brekkunum. Anni-áin rann á hægri hönd. Veðrið gat ekki verið betra. Þegar kom upp á fyrsta ásinn námu dreng- irnir staðar og hvíldust um stund. Þeir voru komnir býsna hátt. — Mér finnst eins og ég heyri nið langt í burtu, sagði Saku allt í einu. Drengirnir lögðu við hlustir. Það var eins og niðurinn kæmi frá mikilli um- ferðargötu. En þeir heyrðu í fossi sem var nokkru lengra áleiðis. Strákarnir gengu aftur af stað og fóru aðeins hraðar yfir. Innan tíðar voru þeir komnir að fossinum. Þetta var áhrifamikil sýn. Hvítfreyð- andi vatnsflaumurinn ólgaði um flúðir áður en hann steyptist fram af brún- inni með miklu afli. Fossdynurinn var ærandi. Niðurinn var svo sterkur að undir tók og strák- arnir urðu að hrópa hver í annars eyru. — Haldið þið að hér sé fiskur, spurði Hanski. — Það getur verið, en við verðum að fiska seinna. Fyrst verðum við að komast í kofann, áður en dimmir, sagði Petri. Eftir því sem fossniðurinn minnkaði heyrðist betur í öðrum fossi sem var enn framar í ánni. — Þessi hlýtur að vera stór! Hróp- aði Hanski upp yfir sig. -Hlustið á þessi hljóð! Þeir þrömmuðu áfram í halarófu. Stígurinn hlykkjaðist inn á milli kræk- lóttra dvergbjarka. Hér og þar voru gömul sumarhús. — Erum við ekki bráðum komnir? — Ef Sirrku hefursagtokkurrétttil, þá ætti kofinn að vera þarna vinstra megin, um það bil tvö til þrjú hundruð metra héðan. Strákarnir gengu áfram eftir þröng- um stígnum og brátt sást glitta í græn- an kofa inn á milli lágvaxinna trjánna. — Þarna! Hrópaði Petri. — Þetta virðist notalegur kofi, sagði Hanski áhugasamur. — Hitt húsið er örugglega baðhús. Ættum við ekki að fara í gufubað í kvöld, strákar? — Fyrst verðum við að búa um okkur í kofanum og svo förum við og skoðum fossinn, sagði Petri ákveð- inn. Þeir fundu lykilinn í felustaðnum og fóru inn í kofann. Fyrst komu þeir inn í lítið herbergi og svo pínulítið eldhús, þar fyrir innan var svefnherbergi með fjórum rúmstæðum. Einnig var nota- leg setustofa með viðarofni. Strákarn- irtóku upp úr bakpokunum, breiddu út svefnpokana og settu matvælin í eld- hússkápinn. Saku fór út að leita að læk, þar sem hægt væri að fá drykkjarvatn. Strákarnir höfðu haft rétt fyrir sér. Fossinn, sem þeir höfðu heyrt í langar leiðir, var mjög tignarlegur. Ótrúlegt vatnsmagn bunaði fram af fjallsbrún- inni með dunum og dynkjum. — Við getum reynt að fara þarna niður fyrir, sagði Petri. Hann hélt á veiðistöng í annarri hendi. — Farðu gætilega! Brekkan getur verið hál, sagði Hanski í aðvörunartón og elti hann niður. Þeir fundu ágætan veiðistað nokkru fyrir ofan fossinn. Hér voru engar iður, heldur rann áin í lygnum álum. Petri kastaði færinu. — Hugsaðu þér ef við fengjum lax! — O, það er nú ekki laxatími núna, sagði Hanski og kastaði sínu færi. — En hver veit? Þótt strákarnir vendust fossniðin- um, urðu þeir að kallast á til að yfir- gnæfa hávaðann. — Maður verður ekki var! Kannski við ættum að færa okkur þarna niður á sylluna. Það er auðveldara að kasta þaðan, kallaði Hanski og fikraði sig varlega nær vatninu. Rétt fyrir neðan hann iðaði áin í stríðum straumi. Hvítfyssandi ár- flaumurinn lamdi bergvegginn af miklu afli. Hanski steig varlega á bergsylluna og Petri fylgdist spenntur með. Það voru aðeins tvö skref eftir. Petri fylgdi á eftir. Vatnslöðrið skvettist í andlitið á Hanska og steinarnir, sem hann tipl- aði á, voru blautir og hálir. Hanska fannst hann eins og jafnvægislista- maður, og í sömu andrá og hann hélt sig vera kominn í höfn, skrikaði hon- um fótur og neyðaróp hans kafnaði í fossdynjandanum. Petri stóð lamaður af hræðslu. Hann sá Hanska hverfa niður í ískald- an vatnsflauminn. Við og við mátti greina andlit með skelfingarsvip koma upp á yfirborðið. Svo hvarf líka höfuðið undir yfirborðið, því sterkur straumurinn henti Hanska sitt á hvað. Það var með naumindum að Hanski gat forðast að kastast á bergvegginn áður en hann barst á lygnara vatn. Petri var sem steinrunninn og starði á atburðarásina. Hann kreppti hnef- ana og hélt í sér andanum á meðan Hanski barðist við vatnsflauminn. Saku og Pena höfðu ekki hugmynd um óhappið. Þeir voru fyrir neðan fossinn og fiskuðu. — Góði Guð, hjálp! Kæri Jesús, bjargaðu Hanska, muldraði Petri dauðskelfdur. Hanski barðist fyrir lífi sínu í jökul- köldu vatninu. Hann fann hvernig líkaminn stirðnaði af kuldanum. Hanski hafði ekki krafta til að takast á við ofurafl árinnar. Vatnið kastaði honum til og frá eins og fisi. Það þýddi ekkert að berjast. Svo sortnaði hon- um fyrir augum. — Jesús hjálpaðu mér! Hann hvíslaði þessi orð. Nú var hann orðinn þreyttur og kæruleysið sótti á hann. Rétt eins og hann væri ekki lengur til. Ólgandi vatnið kastaði máttlausum líkamanum upp og niður. Framhald á bls 23.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.