Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 12
12 BARNABLAÐIÐ Má bjóða þér samloku með sultu? Lambi talar við Paddington bangsa ins og þið getið lesið um í pistlinum mínum átti ég í óttalegu basli með að finna Sjónvarpshúsið. En þegar ég var búinn að finna það, tók ekki betra við: Sjónvarpshúsið er svo stórtl Að finna Paddington var eins og að leita að nál í heystakki. Fyrst villtist ég inn á fréttastofuna og þvældist fyrir veðurfræðingunum og fréttamönnunum. Þeir ráku mig út með harðri hendi. Ég varð svolítið hræddur og hljóp eins og fætur toguðu. í öllum asanum gáði ég ekki að mér og lenti ofan f stórum kassa, fullum af filmum. Þegar ég reyndi að komast upp úr kassanum flæktust filmurnar allar og ég sat fjötraður og gat mig hvergi hreyft. Þá fór ég að jarma. Ég jarmaði og jarmaði en enginn virtist heyra í mér. Eftir langa mæðu heyrði ég að einhver var að koma. Ég lá hreyfingarlaus f kassanum. Nú yrði ég örugglega skammaður fyrir að skemma filmurnar. En hver haldið þið að hafi verið að koma? Það var enginn annar en Paddington. Mikið var ég feginn. Paddington teygði sig ofan f kassann og rétti mér sterkan hramminn og dró mig upp. í sameiningu reyndum við að ná utan af mér filmunum, og loks tókst það. Við flýttum okkur upp f matsalinn sem er á efstu hæð Sjónvarpshússins. Þar settumst við niður, tilbúnir f slaginn. í mötuneytinu Paddington lagði töskuna sína á borðið. Hann opnaði hana og tók upp stóra samloku sem án efa hefur verið smurð með ávaxta- mauki. — Má bjóða þér samloku, spurði hann. Ég þáði það og hann lét mig fá eina en horfði á hana með eftirsjá. Ég fékk mér vænan bita. Við sátum hijóðir góða stund og gæddum okkur á þessum kræsingum. Paddington var orð- inn svolítið kámugur í framan, en honum virtist standa á sama. — Ég held að enska ávaxta- maukið sé betra en það íslenska, sagði hann hugsi. Ég lét sem ég heyrði ekki þessa athugasemd. Samlokan með íslenska ávaxta- maukinu var svo góð. Hvað ertu annars að gera hérna á íslandi Paddington? Paddington virtist hugsa sig vel um, en ég held að hann hafi bara verið að njóta þess að tyggja sam- lokuna. Eftir langa mæðu sagði hann mér allt um það: — Ég var á þingi bjarndýra, sem haldið var á Grænlandi fyrir nokkru og átti bara að millilenda hér á leiðinn heim til Englands. Á þinginu eignaðist ég marga vini og kunningja. Einn vinur minn,

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.