Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 17

Barnablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 17
BARNABLADID 13 sem að sjálfsögðu er bjarndýr, ætlar að koma hingað eftir nokkrar vikur. Ég hlakka mikið til að sjá hann. Verst að hann gat ekki kom- ið um leið og ég. Ef hann hefði verið með mér, hefði ég alls ekki lent í öllum þessum vandræðum í flugvélinni á leiðinni. Paddington stundi þungan. Flugferðin — þetta byrjaði allt afskaplega vel. Ég fékk tvöfalt sæti í flugvél- inni af því að ég er svo feitur. Flug- freyjurnar stjönuðu við mig. Þær smurðu meira að segja samlokur með ávaxtamauki sérstaklega fyrir mig. Framan af ferðinni naut ég lífsins; borðaði samlokurnar og horfði út um gluggann. En þegar flugferðin var hálfnuð fór mér að leiðast. Ég nennti ekki að sitja svona lengi hreyfingarlaus, svo að ég ákvað að kíkja í flugstjórnar- klefann. Það tók mig svolítinn tíma að komast þangað vegna þess hvað gangurinn milli sætaraðanna er þröngur. Að lokum tókst mér þó að komast alla leið. Ég opnaði dyrnar að flugstjórnarklefanum og leit inn. Flugmennirnir litu við og voru vægast sagt undrandi að sjá mig í dyragættinni. Ég tróð mér inn um dyrnar og bað þá að segja mér hvar við værum og hvort við vær- um ekki alveg að koma til íslands. Þeir sögðu að flugferðin væri rétt hálfnuð og ég skyldi bara fara í sætið mitt og hvíla mig. Þegar ég ætlaði að fara út úr klefanum, vildi svo illa til að ég rakst í einhverja stöng sem við það féll niður borð á veggnum með þeim afleiðingum að ég sat fastur milli borðsins og hurðarinnar. Fastur í flugstjórnarklefanum — Flugmennirnir reyndu að ýta mér út, en það gekk ekkert. Ég varð að standa þarna það sem eft- ir var flugferðarinnar. Þegar flug- vélin lenti á Keflavíkurflugvelli fengu flugmennirnir aðstoð við að ná mér út úr flugstjórnarklefanum. Það gekk ekki átakalaust fyrir sig og ég varð allur blár og marinn. Paddington sýndi mér alla mar- blettina og bar sig aumlega. — Eftir þetta ævintýri treysti ég mér ekki til að halda áfram fluginu og ákvað að vera á íslandi um tíma. — Árný og Helga sem sjá um „Sumargluggann“ hjá Sjónvarpinu fréttu að ég væri staddur hér og buðu mér að koma í heimsókn. Þær hafa verið mjög góðar við mig. Ef ég hefði ekki svona mikla heimþrá myndi ég alltaf vilja vera hjá þeim. í heimsókn hjá Sjónvarpinu — það hefur verið mjög gaman á íslandi. Ég hef kynnst mörgum íslenskum börnum. Þau eru mjög skemmtileg og hress. Ég hef farið með þeim á skíði, í sund, á reið- námskeið og í fótbolta svo einhver dæmi séu tekin. Ég er alveg lið- tækur í fótbolta eins og sést á myndunum. Eftir þessa heimsókn til íslands er ég orðinn mjög áhugasamur um íþróttir. Kannski á ég eftir að snúa mér að þeim að meiri krafti þegar ég kem heim til Englands. Allt í einu koma Árný og Helga inn í mötuneytið og benda Padd- ington að koma. — Heyrðu, Lambi minn, nú verð ég víst að fara í upptöku svo við verðum bara að tala saman seinna. Paddington tók brúnu töskuna, stóð upp og fór með þeim Helgu og Árnýju og eftir sat ég aleinn við borðið í mötuneytinu.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.