Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 4
MUSI93M MXN33 4 BARNABLADIÐ Ertu stundum að liugsa um hve gaman það væri að eiga átján gíra fjallahjól, nýtt hjólabretti, vasadiskó, Barbíhús eða geisladiska- spilara? Það er gott að hafa efni á að láta sig dreyma! Byggjum B arnablaðshús Þaðeru ekki allirjafn heppnirog krakkarnir á íslandi. Víða um heim eru krakkar, sem velta því ekkert fyrir sér hvort eða hvað þau fái í jólagjöf. Helsta áhyggjuefnið er hvort þau sofna svöng í kvöld, hvar þau geti lagst örugg til hvíldar þessa nótt. Ég hef heimsótt land þar sem eru mörg fátæk börn, sum eru munaðarlaus, önnur yfirgefin, en flest eiga svo fátæka foreldra að þeir geta ekki séð sómasamlega fyrir þeim. Þetta land heitir Filipps- eyjar og er í Suðaustur Asíu. Þótt ástandið sé slæmt á Filippseyjum eru til lönd, þar sem almenningur býr við enn þrengri kost. Ég kom til höfuðborgarinnar Manila að kvöldlagi. Þrátt fyrir ausandi rigningu, eins og vænta má á fellibyljatímanum, var fjöldi fólks á ferli. Um göturnar brunuðu opnir bílar fullir af fólki. Sumir höfðu breitt plast eða dúka fyrir gluggaopin, aðrir létu sig hafa það að blotna. Aftur úr bílunum stóð reykjarstrókur og margir farþegar héldu klút fyrir andlitinu, enda stæk mengun á götum Manila- borgar. Þessir bílar gegna hlut- verki strætisvagna. Farið kostar tvær og fimmtíu! Víða mátti sjá matsölustaði á gangstéttunum. Þar var tjaldað yfir með dúk, eldað á prímus og lýst með fjósalugt. Um leið og rút- an stoppaði við götuljós hópuðust börn að bílnum, réttu út hendina og betluðu „peso, peso“. Þau voru fáklædd, flest bara í stuttbuxum og berfætt þrátt fyrir rigninguna. Einn bagsaði við að halda uppi ónýtri regnhlíf, hún skýldi ekki fyrir rigningunni svo neinu nam, en jók kannski sjálfstraustið. Það kom grænt Ijós og krakkarnir skutust á milli bílanna að þeim sem stopp- uðu á hinni götunni. Öskuhaugar Manilaborgar eru kallaðir „Smoky Mountain“ eða Reykjafell. Margarþúsundirbarna og fullorðinna gramsa þar í drasl- inu allan liðlangan daginn, leita sér að einhverju ætilegu, ein- hverju smálegu sem hægt er að selja, tuskubút, fötum, drasli sem hægt er að skýla sér með. Þarna má sjá fjölda ungra barna, þau eru illa útlítandi, skítug, með opin sár. Allt í kringum haugana eru skýli úr ótrúlegasta drasli, þar sefur fólk. Rottur og skorkvikindi eru um allt. Reykur, óþefur.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.