Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 9
gera viö þá, sagöi hann, eins og til útskýringar. Ég gerði honum grein fyrir ferð- um mínum og sagöi aö mig lang- aöi til aö forvitnast um lífiö í sirk- usnum. Fyrir utan einn vagninn voru borö og stólar. Stjórinn lagði frá sér hamarinn og bauð mér sæti. Viö spjölluðum lengi saman og sagöi hann mér aö hann heföi verið loftfimleikamaður, en nú væri hann orðinn of gamall fyrir slíkt. Þegar ég spuröi hann um lífið í sirkusnum, kom lítil stúlka hlaup- andi. Hún var gullfalleg með sítt slegiö hár. Sirkusstjórinn benti mér á aö tala viö hana. Hún væri alin upp í sirkusnum. Börn sirkusfólksins Ég virti litlu stelpuna undrandi fyrir mér. Það kom mér á óvart að sirkusfólkið ætti börn sem það hefði með sér á öllum þeim ferða- lögum sem fylgja því að vera í sirk- us. Þegar Carlos Raluy sá undrun- arsvipinn á mér, brosti hann og sagði að þetta væri reyndar mjög spennandi líf fyrir börn. Þau fá tækifæri til þess að heimsækja mörg lönd og læra ólík tungumál. Þessir krakkar eignast vini í öllum löndum sem þau fara til. Með Raluy sirkusnum ferðast mörg börn, en engin þeirra taka þátt í sýningunni enn þá. Þau eru þó í stöðugum æfingum. Sum eru t.d. að læra að ganga á línu. Kerry Raluy Litla stelpan er bróðurdóttir Carlosar. Pabbi hennar heitir Luis og þeir Carlos eiga sirkusinn sam- an. Carlos hélt áfram að gera við vagninn og skildi okkur einar eftir. Ég spurði stelpuna til nafns. Hún var jafn ævintýralega falleg og Ijósin á sirkustjaldinu. — Ég heiti Kerry Raluy og er ellefu ára, svaraði stúlka. Hún var lítil eftir aldri, ég hefði giskað á að hún væri töluvert yngri. — Hvernig finnst þér að búa í sirkusi? — Mér finnst það bara gaman. Ég á heima í þessum vagni þarna, sagði hún og benti á stærsta vagninn. Ég hef búið í sirkusi síð- an ég fæddist og þekki ekkert ann- að. Ég hef aldrei átt heima í húsi og hef reyndar sjaldan komið inn í íbúðarhús. Pabbi og mamma eiga samt hús á Spáni og stóra jörð, þar sem þau rækta appelsínur, en okkur hefur aldrei gefist tækifæri á að búa í húsinu. Það bíður bara eftir okkur á Spáni, tilbúið og fullt af fallegum húsgögnum. — Ertþúaðæfaeitthverjarlist- ir til að sýna í sirkusnum? — Já, ég æfi jafnvægislist. Ég ligg á litlum, rauðum bekk og læt stóran sívalning halda jafnvægi á fótunum á mér. Síðan kasta ég Framhald á bls. 23

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.