Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 18
Framhaldssagan:
STÓRVEIÐI
VIÐ ÍSHAFIÐ
eftir Tapani Sopanen
Fjórir finnskir strákar fara með frænda sínum í frí tii Norður-Noregs. Þeir lenda í ýmsum
ævintýrum. Meðal annars fara þeir í fjallgöngu.
Einn félaganna, Saku, lendir óvænt í höndum fíkniefnasmyglara og verður fangi þeirra.
Félagar hans hlaupa til byggða og tilkynna lögreglunni hvarf Saku. Einn smyglarinn drukkn-
ar í straumhörðu fljóti, og bófaflokkurinn felur sig, með Saku, í afskekktum fjallakofa.
14. Reikningsskil
Leitarmenn eru komnir fyrir ut-
an felustaðinn og skipa smyglur-
unum að koma út, einn smyglar-
inn er vopnaður og búinn að skjóta
á lögregluna...
Allt varð hljótt fyrir utan.
— Bíddu aðeins, kallaði Unski
skelfdur.
Litli maðurinn flissaði hæðnis-
lega og svaraði digrum rómi:
— Kastið frá ykkur vopnunum
og komið með hendurnar á höfð-
inu. Þá lofa ég því að skaða hvorki
ykkur, né drenginn.
Aftur lagðist þögnin yfir. Litli mað-
urinn var orðinn taugaóstyrkur.
— Heyrið þiðekkitil mín, spurði
hann reiðilega.
— Ég tel upp að þremur og
þá...
— Nei, nei... ekki gera neitt,
hrópaði Hárski og kastaði sér á
milli stjórans og Saku.
Þetta kom litla manninum svo á
óvart að hann áttaði sig ekki fyrr
en Saku var stokkinn út úr kofan-
um. Um leið stukku inn tveir lög-
regluþjónar og miðuðu skamm-
byssum sínum að litla manninum.
Hann ætlaði að hleypa af, en
áður en það tækist höfðu lögreglu-
mennirnir yfirbugað hann og af-
vopnað. Litli maðurinn sparkaði
og gargaði, en hann hefði getað
sparað sér þá áreynslu.
Tryggvi og Unski komu líka inn.
Fyrir utan kofann stóð Saku um-
kringdur félögum sínum, sem
klöppuðu honum á axlirnar og
slógu í bakið á honum.
— Nei, en hvað þú hefur staðið
þig vel! Hvernig hefur þú haft það
Saku.
Hann fann að grátkökkurinn sat
fastur í hálsinum. Þegar drengirnir
fylgdu Saku inn í kofann aftur var
búið að handjárna litla manninn.
Hárski lá kylliflatur á gólfinu og
'Jl' ll 7 IJ^
snökti. Saku reyndi að hugga
hann.
Það var komið að reikningsskil-
um og Hárski hafði ákeðið að
snúa bakinu við sínu gamla líferni.
Héðan í frá skyldi hann taka upp
nýja háttu.
Litli maðurinn sat á kassa og var
eldrauður í framan. Það leit út fyrir
að hann spryngi í loft upp þá og
þegar.
Saku rakti alla atburðarásina og
sýndi felustaðinn, þar sem fíkni-
efnin voru geymd.
— Ég veit ekki hvaðan þau
koma. En ég veit að þeir áttu að
skila þeim á ákveðnum stað eftir
nokkra daga.