Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 22
M atr eið sluþ áttur
Lamba
22 BARNABLADIÐ
Lummur
Áhöld:
Lítil skál
Pönnukökupanna
Mælibolli
Stór skál
Mæliskeiðar
Sleif
Þeytari
Pönnukökuspaði
Efni:
2 egg
2 1/4 bolli hveiti
1 teskeið salt
2 bollar mjólk
1 teskeið sykur
2 matskeiðar smjör
2 teskeiðar lyftiduft
Aðferð:
1. Mældu hveitið.
2. Settu hveiti, lyftiduft, salt og
sykur í stóra skál og blandaðu vel
saman.
3. Brjóttu eggin í litla skál og þeyttu
þau. settu mjólkina í eggjablönd-
una og þeyttu saman.
4. Helltu nú eggjablöndunni í
hveitiblönduna og hrærðu í um
leið. Þetta má vera smákekkjótt.
5. Bræddu smjörið á pönnunni og
helltu því út í deigið.
6. Settu eina matskeið af deigi á
pönnuna. Úr einni matskeið verð-
ur ein lumma. Þrjár til fjórar ættu
að komast á pönnuna í einu.
7. Snúðu lummunni við á pönn-
unni, þegar smá augu hafa opnast
á óbökuðu hliðinni.
8. Borið fram með sírómi, smjöri,
sykri eða sultu.
Úr þessari uppskrift ættu að verða
tólf lummur.