Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 10
10 BARNABLAÐID
HJÁLPSEMI
Okkur finnst alltaf gott að geta fengið hjálp, þegar við þurfum á að halda. En erum við
hjálpsöm við aðra? Er fólk almennt hjálpsamt? Hvað er hjálpsemi?
Við hittum þessa hressu krakka á förnum vegi og ræddum við þau um hjálpsemina.
Tinna Guðmundsdóttir, 9 ára, býr í Osló.
Sá sem hjálpar öðrum, sem þurfa á hjálp að
halda, er hjálpsamur. Ég er stundum hjálpsöm.
Stundum helli ég upp á könnuna fyrir mömmu. Ef
ég sé einhvern grátandi reyni ég að hugga hann.
Mér finnst krakkar yfirleitt ekki hjálpsamir, en þeir
hjálpa þó til ef þeir eru beðnir um það. Fólk sem er
hjálpsamt er gott og skemmtilegt. Vinir mínir eru
allir hjálpsamir, annars myndi ég ekki hafa valið þá
sem vini.
Kári Einarsson, 13 ára, nemandi í Hagaskóla.
Ég þekki engan sem er mjög hjálpsamur. Fólk er
yfirleitt ekkert mjög hjálpsamt. Ég hef oft lent í því
að fólk nenni ekki að hjálpa til. Ég veit ekki hvort ég
er hjálpsamur. Þegar ég er hjálpsamur, hjálpa ég
oftast til við húsverkin, vaska upp og tek til.
Arna Lisbet Þorgeirsdóttir, 11 ára, nemandi í
Ölduselsskóla.
Að hjálpa fólki og taka tillit til þess þegar það er í
vandræðum er hjálpsemi. Ég er stundum hjálp-
söm, hjálpa mömmu með heimilisstörfin. Ég hugsa
að hún sé glöð og fegin þegar ég hjálpa henni.
Margir eru líka hjálpsamir við mig þegar ég þarf á
því að halda. Mér finnst fólk yfirleitt vera hjálpsamt.
Ég ætla að vona að ég haldi áfram að vera hjálp-
söm.
Gústaf B. Einarsson, 12 ára, nemandi í Haga-
skóla.
Hjálpsemi er þegar maður hjálpar einhverjum
sem þarf á hjálp að halda. Ég er stundum hjálp-
samur. Þá hjálpa ég til við húsverkin. Fólk er mis-
jafnlega hjálpsamt. Einn vinur minn er til dæmis
ótrúlega hjálpsamur. Hann hjálpar til dæmis oft
litlum krökkum sem stórir krakkar eru að hrekkja.
Hverjum ert þú sammála? • Hverjum hjálpar þú? • Þekkir þú hjálpsamt fólk? • Hverjum hjálpar það?