Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 21

Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 21
BARNABLADID 21 BARNATORG Kæra Barnablaö, Ég hef mikinn áhuga á kristilegu þungarokki. Ég var að velta því fyrir mér hvort hægt væri að setja plaköt með Whitecross, Barren Cross og Bloodgood í Barnablaðið. Þórir Rúnar. Kæri Þórir Rúnar, Við skulum reyna að fá plaköt með þessum hljómsveitum. Vonandi tekst okkur það fyrr en síðar. Kær kveðja, Lambi. Heyrðu Lambi, Ég sendi þér nokkra brandara og vona að þeir verði birtir í blaðinu. Svo sendi ég líka mynd og vona að hún verði líka birt. Strákur: Mamma elskar þú mig? Mamma: Já auðvitað. Strákur: Af hverju skilurðu þá ekki við pabba og giftist manninum sem á sjoppuna á horninu. Minkabúið. Hafið þið heyrt um minkabúið sem minnkar og minnkar þangað til það verður búið. Eitt sinn voru tveir tómatar að ganga yfir götu þegar bíll keyrði á annan þeirra. Þá sagði sá sem eftir stóð: „Halló tómatsósa." Bless, bless. Ásta Hrönn Harðardóttir Hólakoti, Saurbæjarhreppi 601 Akureyri Kæra Ásta Hrönn, Þakka þér kærlega fyrir þetta skemmtilega bréf. Það er alltaf gam- an að fá brandara. Svo teiknarþú líka svo Ijómandi vel. Þarna er ég að biðja og ermeð nátthúfuna á höfðinu ósköp fínn og sætur. Þinn vinur, Lambi Kæra Barnablað, Ég sendi hér nokkra brandara. Baldur: Þekkirðu mann með tréfót sem heitir Kalli? Konni: Já, en hvað heitir hinn fótur- inn? Einu sinni kíkti ég í gegnum skráar- gat... ósköp skammaðist ég mín, ég sá auga... Skilgreiningar: Umferðarljós: Grænt Ijós, sem breytist í rautt, þegar bíll nálgast það. Svartsýnismaður: Maður sem not- ar bæði belti og axlabönd. Píanósnillingur: Maður sem kann líka á svörtu nóturnar. Þjófur: Maður sem hefur þann leið- inlega ávana að finna hluti, áður en fólk týnir þeim. Vatn: Efni sem verður svart þegar höndunum er stungið ofan í það. Baldur: Er það satt að hann Áki tali við sjálfan sig þegar hann er einn? Konni: Ég veit það ekki, ég hef aldrei verið með honum þegar hann er einn. Frú Jóna talar svo mikið. Þegar hún fór til Mallorca, sólbrann hún á tung- unni. Jæja ég þakka fyrir gott blað. Guð blessi starfið ykkar og ykkur. Maríanna Másdóttir 13 ára Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð 861 Hvolsvöllur Kæra Maríanna, Þakka þér fyrir alla þessa brandara og myndina sem þú sendirokkur. Hún er mjög vel gerð. Þinn vinur, Lambi. Kæra Barnablað Ég hafði mjög gaman af því að myndin mín var birt í síðasta blaði og ég þakka ykkur kærlega fyrir það. Ég sendi ykkur lausnir á getraununum og ég vona að þær séu réttar. Bless, Bless Sólrún Víkingsdóttir Hamrafelli 3 701 Egilsstöðum Kæra Sólrún, Mér þótti gaman að fá bréf frá þér aftur og ég gat ekki stillt mig um að birta það. Myndin sem fylgir því er skemmtileg og vel teiknuð. Þinn vinur Lambi

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.