Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 8
8 BARNABLADID Til fundar við sirkusfólk Eflaust hafa margir á bekkjum áhorfenda velt því fyrir sér hvernig það sé að búa í sirkusi. Það hlýtur að vera ólíkt því sem flest okkar eigum að venjast. Ég ákvað að kanna málið. Það var kominn morgunn, ég gekk inn á svæðið þar sem sirkus- vögunum var raðað kringum stóra sirkustjaldið. Augljóst var að vagnarnir voru gamlir. Þeir litu út alveg eins og í bókum og sögum um sirkusa. Bækur sem ég hafði lesið fyrir mörgum árum rifjuðust upp fyrir mér; Jonni og Lotta í sirk- us og Ævintýrasirkusinn. Mér fannst eins og ég stæði mitt í einni bókinni þegar ég stóð þarna og virti fyrir mér vagnana. Það var líkt og sirkusinn „svæfi“. Enginn var sjáanlegur. Milli vagn- anna hékk þvottur á snúrum. Allt í einu heyrði ég hamars- högg. Ég gekk á hljóðið. Þarna var sirkusstjórinn sjálfur í lopapeysu, með hamar í hendinni að gera við einn vagninn. Hann var hreint ekki eins sirkusstjóralegur og kvöldið áður. — Þessirvagnar eru orðnirsvo gamlir að það þarf alltaf að vera að Það var komin biðröð við miða- söluvagninn, sem var gamaldags sirkusvagn. Farið var að skyggja og marglit Ijósin frá sirkustjaldinu lýstu upp umhverfið. Úr tjaldinu bárust ævintýralegir tónar líru- kassans sem blönduðust hrópum og köllum sirkusfólksins. Það var í óða önn að selja sælgæti, blöðrur og gos. Þótt sirkusinn væri stadd- ur hér á íslandi, var eins og maður væri skyndilega kominn til fjar- lægs ævintýralands. í fortjaldinu stóðu tveir skraut- legir trúðar og spiluðu á lírukassa sem leit út eins og píanó. Áhorfendur fundu sér sæti og biðu eftir því að sýningin hæfist. Skyndilega slokknuðu Ijósin, en í skæru sviðsljósinu stóð sjálfur sirkusstjórinn, Carlos Raluy, í svörtum, glitrandi kjólfötum. Hann bauð gestina velkomna á ensku og spænsku. Hljómsveitin, sem sat uppi undir tjaldloftinu, byrjaði að leika. Inn kom listafólkið og lék listir sínar fyrir áhorfendur, sem ýmist hlógu eða héldu niðri í sér andanum af spenningi. Líf í fj ölleikahúsi

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.