Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 15
BARNABLAÐIÐ 15
PENNAVINIR
Kæra Barnablaö
Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 10
- 13 ára. Ég er sjálf 11 ára. Áhugamál:
hestar og fleiri dýr.
Margrét Júlíusdóttir
Borgarlandi, Helgafellssveit
340 Stykkishólmur
Kæra Barnablaö
Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 9 -
11 ára. Bæði stelpur og stráka. Ég er sjálf
10 ára. Áhugamál: Strákar, íþróttir, hestar,
hundar, kettir og skólinn.
Svara öllum bréfum.
Ester Helga Sæmundsdóttir
Faxastíg 8 B
900 Vestmannaeyjum
Hæ, hæ Barnablaö
Ég er aö óska eftir pennavinum á aldrin-
um 13 -15 ára bæöi strákum og stelpum
(aðalega strákum). Áhugamál mín eru
Skynsamur pabbi!
Sunnudagaskólakennarinn spuröi
Óla hvers vegna hann kæmi of seint í
sunnudagaskólann.
— Mig langaði svo að fara að
veiða, sagði Óli, — en pabbi leyfði
mér það ekki.
— Þú ert heppinn að eiga svona
skynsaman pabba, sagði kennarinn.
— Og sagði pabbi þinn, af hverju þú
mættir ekki fara að veiða á sunnu-
degi?
— Já, hannsagðistekkieiganógu
marga maðka handa okkur báðum,
svaraði Óli.
Ertil kál?
Dag nokkurn skoppaði héri inn í
grænmetisbúðina.
— Eigið þið kál, spurði hérinn.
— Nei, var svarað bak við búðar-
borðið.
Daginn eftir kom hérinn aftur. — Er
til kál, spurði hann enn á ný.
Þetta endurtók sig í heila viku. Loks
varð afgreiðslumaðurinn svo ösku-
reiður að hann hrópaði:
— Komdu einu sinni enn og ég
negli þig á vegginn!
Daginn eftir kom hérinn hoppandi í
búðina.
hestar, skautar og aö skrifa bréf. Sendið
mynd meö ef hægt er. Ef einhverjir vilja þá
er ég aö safna servíettum og öllu með
hljómsveitinni Stjórninni. Ég get skipt á
plakötum meö Söndru, Sálinni hans Jóns
míns, Stephen, A.J. Duffy, Hólmfríöi
Karlsdóttur, Einari Þorvarðarsyni, Önnu
Margréti og Hljómsveitinni Strax. (Ég á
bara eitt plakat af hverju).
Henný Rósa Aðalsteinsdóttir
Klausturseli, Jökuldal
707 Egilsstaðir
Kæra Henný Rósa,
þakka þér kærlega fyrir bréfið og mynd-
ina sem þú teiknaðir. Þarna er ég lítill og
blaut bleia á gólfinu.
Það er alveg sjálfsagt að hafa dálk í
blaðinu fyrir þá sem eru að safna plaköt-
um, servíettum og öllu mögulegu.
Þinn vinur,
Lambi.
— Eigið þið nagla?
— Nei, var kallað frá afgreiðslu-
borðinu.
— Þið eigið þá kannski kál, spurði
hérinn.
Flugumsjón
Flugturninn: — Vinsamlegast gefið
upp staðsetningu ykkar.
Hafnfirski flugstjórinn: — Égerflug-
stjórinn og sit fremst í flugvélinni,
vinstra megin.
Bara æfing
Tveir fallhlífarstökkvarar úr ónefnd-
um firði voru á æfingu. Fyrst stökk
annar út, taldi upp að tíu og togaði í
snúruna. Svo hoppaði hinn út, taldi
upp að tíu og togaði í snúruna, en
ekkert gerðist. Fallhlífin var biluð.
Þegar fallhlífarstökkvarinn þeyttist
framhjá félaga sínum á hraðri niður-
leið kallaði hann:
— Það er eins gott að þetta er bara
æfing!
Mörg fótbrot
— Mér er sama hvort þú trúir því,
en ég hef fótbrotnað á sex stöðum,
sagði skíðakappinn.
— Má ég sjá, hvar, sagði aðdá-
andinn með stjörnur í augunum.
— í Bláfjöllum, Hlíðarfjalli, Kerl-
ingafjöllum, Jósefsdal, Hveradölum,
Seljalandsdal og á Siglufirði.
Háskalegur félagsskapur
Auglýsing í sportveiðiblaði: Gangið
í skotfélagið og hittið góða vini!
Þreytandi innivera
Kengúrumamma: — Úff, ég vona
að það verði gott veður í dag. Það er
svo þreytandi þegar ungarnir leika sér
inni.
Málaraneminn
— Þú getur byrjað á því að mála
þennan glugga, sagði málarameistar-
inn við lærlinginn.
Lærlingurinn lét ekki segja sér það
tvisvar og byrjaði af kappi. Eftir svo-
litla stund kallaði hann:
— Meistari, ég er búinn með
gluggann. Á ég líka að mála karminn?
Gáfaður hundur
Siggi: — Ég á sko aldeilis gáfaðan
hund!
Elli: — Hvernig þá?
Siggi: — Ég spurði hann hvað tveir
mínus tveir væri mikið, og hann sagði
ekki neitt!
Engan dónaskap
Læknirinn: — Rektu út úr þér tung-
una.
Nonni: — Nei,éggerði þaðígærog
fékk sko aldeilis á baukinn.
Börn prófessorsins
— Afsakið herra prófessor, en eig-
ið þér nokkur börn?
— Já, tvær dætur, hvort tveggja
stúlkur...
Símaraunir
Síminn hringir:
— Er þetta í Vesturbrún 96?
— Nei, þetta er í Austurbrún 96.
— Ó, afsakið, ég ernefnilegaalltaf
áttavilltur í Reykjavík.
Enn hringir síminn:
— Get ég fengið að tala við son
Sigurðar frá Hvoli?
— Ja, við erum nú fjórir bræðurnir,
hvern viltu?
— Þennan, sem á systur á Akra-
nesi.