Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 11

Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 11
BARNABLAÐIÐ 11 Vera Lind Þorsteinsdóttir Þegar Kusa þurfti á hjálp að halda Eitt sinn er ég var ráöskona í sveit, varð ég fyrir mjög sérstakri lífsreynslu. Þannig var að kýr á bænum fékk kálfsótt og gekk henni mjög illa að fæða kálfinn. Þegar hún hafði reynt að bera (fæða) í rúma tvo daga kom dýra- læknir að skoða hana og sagði að kálfurinn myndi koma þá um nótt- ina og svo fór læknirinn heim til sín. En kálfurinn kom ekki um nótt- ina og ekki heldur þar næstu nótt. Kusugreyinu leið mjög illa og var hún orðin mjög þreytt, en bóndinn vildi bara bíða lengur eftir kálfinum. Ég vorkenndi kusu og ákvað að fara í fjósið um nóttina og gá hvort hún væri búin að bera. Klukkan tvö um nóttina fór ég svo út í fjós, en það var ekki fædd- ur neinn kálfur. Ég sá að það hlaut að vera eitthvað að hjá kúnni og ákvað að reyna að hjálpa henni. Ég þvoði mér vandlega um hendurnar og fór með hendina inn í fæðingarveginn á kusu til að gá að kálfinum. Þá fann ég að hann hafði fest sig og komst ekki út. Nú varð ég að hjálpa kusu að losa sig við kálfinn, þó ég væri ein. Ég trúi á Guð og vissi að hann myndi veita mér styrk til að hjálpa kúnni, svo ég hófst handa við að toga í kálfinni. Það var mjög erfitt og tók mig næstum því klukkutíma að ná honum alveg út, enda var aum- ingja kýrin orðin svo þreytt að hún átti erfitt með að rembast og hjálpa til. Svo er Guði fyrir að þakka að allt gekk vel og kýrin náði sér fljótt og varð aftur hraust. Fullor ðinsb átturinn Við höldum áfram með siðfræðiumræðuna í Barna- blaðinu og fjöllum nú um hjálpsemina. Öllum þykir það góður kostur að vera hjálpsamur en því miður eru fáir hjálpsamir nema þeir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Börn hafa mikla þörf fyrir hrós, en í önnum dagsins gleymist oft að hrósa þeim. Sum börn fá meira af aðfinnslum en hrósi. Þegar skammir eru mikið notað- ar grefst undan sjálfsöryggi og sjálfsvirðingu barnanna. Ef nauðsynlegt er að finna að verki barns, sem reynir að vera hjálpsamt, ætti alltaf að hrósa því fyrst. Lítum á dæmi í þessu sambandi: Mamma hans Nonna biður hann að smyrja brauð fyrir litlu systur. Nonni nennir því varla en gerir það samt, með hálfgerðri ólund. Hann sker brauðið, smyr það og setur á það ost. Hann gefur litlu systur brauð- sneiðina en gengur ekki frá ostinum, smjörinu og brauðinu. Mamman gæti brugðist við á tvennan hátt: a) Voðalegur sóðaskapur er þetta Nonni! Geturðu aldrei lært að ganga frá eftir þig? Reyndu svo að vera svolítið glaður þegar ég bið þig um að gera eitthvað fyrir mig! b) Mikið er gott að hafa svona hjálparmann. Það flýtir svo fyrir mér að þú skulir vera svona duglegur að hjálpa mér. Gætirðu ekki líka gengið frá ostinum, brauðinu og smjörinu? Ef Nonni fær alltaf neikvæð viðbrögð, við því sem hann gerir, verður hann sífellt neikvæðari og þverari. Hann fær enga umbun. Bestu launin eru hrós og þakk- læti fyrir hjálpina. Flest börn eru mjög hjálpsöm og krefjast ekki mikils að launum. En þau börn, sem okkur finnst ekkert sér- lega hjálpsöm og heimta alltaf eitthvað í staðinn, þurfa að mæta þannig viðmóti frá hinum fullorðna að þau sjái sér hag í því að hjálpa til. Það væri ekki úr vegi að taka sér svolítinn tíma og ræða um hjálpsemi við börnin. Upplagt er að nota Barnablaðið sem farveg fyrir slíka umræðu. Gerum ekki of miklar kröfur, leyfum börnunum að vera börn! Gangi ykkur vel. Ritnefnd.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.