Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 6
6 BARNABLADID Helen Kronberg: LILJA Pað datt ekki neinum í liug að Lilja gæti verið með krökkunum — en Guð breytti því. Það skrýtnasta var að Lilja var ekki sú sem breyttist mest! Kunnuglegt stefið „Fur Elise“ hljómaði inn í eldhúsið. „Ó, hvílíkur auli!“ andvarpaði ég um leið og ég hlammaði kökuboxinu á eldhúsborðið. „Gleymdi ég þessu einu sinni enn.“ Halla beit í súkkulaðikex. „Gleymdir hverju," spurði hún. Ég baðaði höndunum í átt að stof- unni. „Það er miðvikudagur. Lilja kem- ur í píanótíma til mömrnu." „Og átt þú að leika við hana eftir píanótímann?" „Já, eiginlega." Ég þurrkaði kexmylsnuna af fingrunum. „Ég kann vel við Lilju. En hvernig get ég setið inni og leikið mér þegar allir eru að fara út í hornabolta.“ Halla smjattaði á kexkökunni og rumdi. Ég stundi. „Þetta er ferlegt, finnst þér það ekki? Hún getur ekki gert að því að hún er fötluð. Og allir þurfa að eiga vini.“ „Já,“ Halla kinkaði kolli og stakk annarri kexköku upp í sig. „Jæja, ég verð að drífa mig.“ „Það verður víst ekki mikið um boltaleiki á miðvikudögum," muldraði ég um leið og Halla fór. Lilja haltraði inn í eldhúsið með þessar skrýtnu hækjur fastar við úln- liðina. „Ég var ekki viss um að þú yrðir heima,“ sagði Lilja. „Krakkarnir voru að tala um hornabolta í skólanum í dag. Spilar þú ekki með þeim?“ Ég náði í epli í ísskápinn. „Við erum alltaf að spila. Það skaðar ekki að sleppa einum degi úr.“ Ég bauð henni epli og furðaði mig á hvers vegna ég hafði ekki sagt henni að ég vildi gjarn- an vera með henni á miðvikudögum. „Korndu," sagði ég. „Ég á alveg nýtt spi I.“ „Passaðu þig á Lísu og þessu nýja spili," kallaði mamma. „Hún vann mig þrisvar í gærkvöldi." Eftir kvöldmat hringdi Halla. „Krakkarnir voru fúlir vegna þess að þú komst ekki,“ sagði hún. „Talaðir þú um þetta við mömmu þína?“ „Nei, hún er alveg eins og Lilja — hefur engan áhuga á hornabolta." „Við sjáumst alla vega á morgun?1' Hvernig veit ég hvort Lilja hefur áhuga á hornabolta eða ekki, spurði ég sjálfa mig um leið og ég lagði tólið á. Allt í einu kviknaði hugmynd. Á miðvikudeginum. þegar við Halla komum inn, hljómaði eitthvert tónverk úr stofunni. „Hún spilar vel!“ sagði Halla. „Mamma segir að Lilja sé besti nemandi sem hún hefur nokkurn tíma haft.“ Brátt heyrðum Lilju draga fæturna á eftir sér í átt til okkar. Hækjurnar skildu eftir sig grunn för í teppinu á ganginum. „Hæ, Halla," sagði Lilja. Hún gaut augunum til mín. „Ætlið þið að spila hornabolta í dag?“ Ég kinkaði kolli. „Já. Af hverju kem- ur þú ekki með okkur? Þú gætir hvatt okkur eða verið dómari. Það væri gott að hafa einhvern í því.“ Mamma horfði efablandin á mig. Svo sagði hún, „Ég get keyrt þig niður á völl ef þú vilt.“ Lilja hristi höfuðið. „Takk, mig lang- ar að koma, en ég held að ég gangi

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.