Barnablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 19
— Var ekki einum manni fleira,
spuröi lögreglumaður.
— Jú, þaö er rétt. Hann er úti í
skýlinu. Hann datt í fossinn og
drukknaði.
Annar lögregluþjónninn tók upp
talstööina og fékk samband viö
lögreglustöðina. Hann gaf skýrslu
um atburðina og baö um liðsauka.
— Fyrirgeföu Saku, sagöi
Unski, — en þaö er eins og þið
tveir séuö góðir vinir. Hann benti á
Hárski.
Saku brosti ísmeygilega og
blikkaði Hárski.
— Vissulega, viö erum báðir
ágætis náungar, sagöi Saku.
Svo sagði hann alla söguna um
flóttaáætlunina og iðrun Hárskis.
Litli maöurinn afmyndaðist af
bræöi, þegar hann heyrði þetta.
— Jæja, er þaö svona sem þú
ferð á bakvið mig, rumdi í honum.
Svo skyrpti hann á Hárski, sem
bara brosti.
— Slappaðu nú af lilli minn! Ég
hef hugsað mér að byrja nýtt líf!
— Ha! Nýtt líf? Kálfurinn þinn!
Reyndu ekki að verða neitt annað
en þú ert. Nei, þú færð að sætta þig
við fangelsi það sem þú átt ólifað,
sagði litli maðurinn hæðnislega.
— Það verður þá að hafa það,
en ég vil að minnsta kosti gera
grein fyrir verkum mínum, sagði
Hárski varlega.
Það var kominn tími til að yfir-
gefa kofann. Annar lögreglu-
þjónninn varð eftir til að gæta kof-
ans og bíða eftir liðsstyrknum. Þeir
urðu fyrst og fremst að koma líki
Rollos og fíkniefnunum til byggða.
Það var myrkur og lugtir lög-
reglunnar og vasaljós Tryggva
lýstu upp gangstíginn. Strákarnir
spjölluðu og gerðu að gamni sínu
á göngunni. Þeir glöddust allir yfir
að hafa fundið Saku á lífi.
Það var bara litli maðurinn sem
gekk niðurlútur. Hann andvarpaði
djúpt við og við.
Næstu daga var sólskin og
heiður himinn. Varangursfjörður
blikaði í öllum regnbogans litum
og blár himininn var bjartur.
Strákarnir sváfu lengi. Full-
orðna fólkið vildi ekki vekja þá því
þeir voru þreyttir eftir ferðalagið
ofan úr kofanum um nóttina. En
sólargeislarnir létu þá ekki í friði.
Pena vaknaði fyrstur og reyndi
að vekja félaga sína.
— Á fætur letibikkjurnar ykkar!
Þú líka Saku. Við eigum frí og sólin
skín.
Strákarnir geispuðu og teygðu
úr sér upp í sólarljósið.
— Áin bíður strákar!
Nú kom Unski inn í herbergið.
— Jæja, svo fjallahetjurnar eru
vaknaðar. Komið og fáið ykkur
morgunmat. Svo förum við í
bæinn. Yfirheyrslur hjá lög-
reglunni og margt fleira. Þegar
það er búið getum við farið úí á
fjörðinn og út á haf.
Yfirheyrslurnar yfir Saku gengu
greiðlega. Hann greindi frá öllu
sem hann vissi og svaraði öllum
spurningum skilmerkilega.
Tryggvi hafði næstum ekki við að
snúa spurningunum á finnsku
áður en Saku svaraði.
Þegar yfirheyrslunni lauk vildi
Saku fá að hitta Hárski. Lögreglu-
þjónninn áttaði sig ekki á því um
hvern var að ræða, en þegar Saku
útskýrði málið rann upp Ijós fyrir
þeim.
— Já, já, hann er ekki langt
undan. Við erum búnir að yfir-
heyra hann og hann segist hafa
byrjað nýtt líf, sagði lögregluþjónn-
inn og brosti. — Þú hefur aldeilis
haft áhrif á hann, ungi maður!
Saku bukkaði sig og beygði í
þakklætisskyni og fylgdi með inn í
móttökuherbergi. Unski og
Tryggvi biðu fyrir utan.
Saku átti bágt með að þekkja
Hárski aftur. Tjásulegur og illa til
hafður gaurinn hafði breyst á einni
nóttu í myndarlegan og nýklipptan
herramann. Hárið var vandlega
greitt og hann hafði yngst um
mörg ár.
— Halló Saku, gott að þú
komst!
— Hvernig líður þér, spurði
Saku.
BARNABLAÐIÐ 19
— Það var varla að ég þekkti
þig aftur.
— Þakka þér fyrir, mér líður
ágætlega. Ég þarf ekki að kvarta
yfir meðferðinni.
— Finnst þér ekki skrýtið að
þetta skuli allt vera yfirstaðið,
spurði Saku.
— Jú, svo sannarlega. Þú mátt
vita að ég hef hugsað vandlega
um allt sem gerðist, og það sem
þú sagðir við mig. Ég er alveg
ákeðinn. Jesús fær það sem er
eftir af mér!
— Frábært, sagði Saku. — Þú
veist að Jesús elskar þig.
Hárski leit rannsakandi á hann.
— Ertu viss um það?
— Alveg viss.
— Já, en ég hef nú ekki verið
nein fyrirmynd.
— Það skiptir ekki máli, því
Jesús er góður.
— Ég vildi óska þess að ég
fengi að verða aftur barn, eins og
þegar mamma lifði og söng fyrir
mig. Getur þú ekki sungið aftur
fyrir mig?
Saku gekk að dyrunum.
— Komiðþiðstrákar. Hárskivill
að við syngjum fyrir hann.
Lögregluþjónarnir litu undrandi
hver á annan þegar strákarnir
gengu allir inn í litla herbergið.
Tryggvi og Unski stóðu áfram í
ganginum.
Strákarnir stilltu sér upp og
sungu fyrir Hárski.
Hann sneri sér að glugganum
og starði upp í bláan himininn.
Tárin streymdu niður kinnarnar.
Hvað eftir annað reyndi hann að
taka undir sönginn, en röddin
brást honum vegna gráts.
Og þau sitja til borðs í Guðs himnesku höll,
aldrei hungur þar finnst eða neyð.
Þar hinn líknsami Frelsari fræðir þau öll,
stjarna friðarins Ijómar þar heið.
— Hvílík framtíð, sagði Hárski
og brosti gegnum tárin. — Heyrið
þið? Hárski fær að sitja til borðs í
heimili Guðs!
ENDIR