19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 32
Stuttur þáttur ú r hnattferð.
JJ
i m
Hin ósnertanlega.
Brautarstöðin í Nýju Delhi árla morguns 19.
janúar. Tötrum vafðir burðarmenn með vefjarhetti
stafla ferðakistum okkar á höfuð sér og skunda til
lestarinnar. Tveir fulltrúar menntamálaráðu-
neytisins í Nýju Delhi fylgja Halldóri Laxness
og konu hans til lestarinnar. Sá þriðji, Suresh
Awasthi, á að vera fylgdarmaður á ferðalaginu.
Eftir erilsama daga í höfuðborg Indlands hefst nú
nýr þáttur í heimboði indversku stjórnarinnar til
skáldsins, ferð til Agra og Benares. Milli Nýju
Delhi og Agra eru 124 mílur. Lestin þýtur yfir
sléttlendið. Veðrið er fagurt, sólskin, og hitinn er
notalegur. Mangótrjálundir eru á víð og dreif.
Fuglalífið er fjölbreytt. Hvergi sést fólk við akur-
yrkju né jarðabætur. Mér verður hugsað til Kína,
þar sem vinnandi fólk hvarf aldrei úr augsýn úr
lestinni og landið var einn samfelldur akur. Ind-
land er víða þurrt og uppblásið. Vatnið er dýr-
mætt og af skornum skammti, að minnsta kosti
um vetrarmánuðina, þegar ekki rignir. Ég hef
heyrt, að sjaldan þurfi að bora lengra en um það
bil 70 fet eftir vatni. En landið er fátækt og víða
sömu vinnuaðferðir og fyrir mörg hundruð árum.
Uppspretturnar nægja sjaldnast, og sumir verða
að ganga langar leiðir til vatnsbólanna. Oft sjást
konur á gangi á vegunum með vatnsker á höfði.
t Agra er ein fegursta bygging veraldar, Taj
Mahal, byggð úr hvítum marmara, og hefur hún
verið kölluð „draumsýn í marmara". Ég svipast
um með eftirvæntingu á brautarstöðinni. Þar mæt-
ir auganu sama sýn og á flestum öðrum brautar-
stöðvum, sem ég fór um í Indlandi. Hópar ber-
fættra fátæklinga, sveipaðir í óhreint lín, sem upp-
haflega var hvítt, sitja með krosslagða fætur á stétt-
unum og horfa rólegu augnaráði á komufólk. —
Gamalmenni, betlarar, ungar konur með börn á
brjósti. Sumir hafa hreiðrað um sig og lagzt til
hvíldar. Yfir þessu fólki hvilir óvanalega mikil
rósemi og virðuleiki. Stundum var ég að velta fyrir
mér, eftir hverju allur þessi sægur á brautarstöðv-
unum væri að bíða daga og nætur. Einhver sagði,
að það væri svo lágt sett í mannfélaginu, að það
fengi ekki tekið frá fyrir sig pláss með lestunum
og biði þolinmótt eftir, að rúm yrði fyrir það —
einhvern tíma. Sennilega hefur allt þetta fólk
verið „ósnertanlegt“. Hinir ósnertanlegu eru lægsta
stigið í stéttakerfinu (casta). Skiptir þetta fólk tug-
um þúsunda, sem greinast í stéttir, sem lítil sam-
skipti hafa sín á milli. Við fæðingu kemst fólk í
sömu stétt (casta) og feður þeirra og getur aldrei
yfirgefið þá stétt. Hvaða störf það stundar, hverj-
um það giftist, hvað það etur og hvernig útför
þess er háttað, fer eftir stétt þess. Æðsta stéttin
eru brahmínar. Þeir leggja aðallega stund á heim-
speki, trúarbrögð og stjórnmál. Hindúar fóru með
hina ósnertanlegu eins og þræla, sem hefðu ekki
19. JtJNl
30