19. júní


19. júní - 19.06.1958, Síða 42

19. júní - 19.06.1958, Síða 42
Frá erlenduzn vettvangi. Þing alþjóðasambandsins í Aþenu. Alþjóðakvenréttindasambandið — International Alliance of Women — heldur 18. þing sitt í Aþenu 25. ág. til 4. sept. n.k. Kjörorð þingsins verður: I gær, í dag, á morgun — eða með öðrum orðum: Hvað hefur áunnizt, hvað erum við að starfa og hverju ætlum við að hrinda í framkvæmd. K.R.F.I. á rétt á að senda 12 fulltrúa á þennan fund, og verður að tilkynna þátttöku fyrir 1. júlí. Á undan fundinum verður haldið 14 daga nám- skeið í sambandi við starfsskrá UNESCO um betra samband og samvinnu þjóða í milli. Allir einstaklingar í I.A.W. eiga rétt til þátt- töku á þinginu. Árgjaldið er eitt pund (kr. 45.70), og félagar fá blað félagsins ókeypis. Nánari upp- lýsingar eru veittar á skrifstofu K.R.F.I., Skálholts- stig 7, Reykjavík, í síma 18156 eða hjá formanni félagsins í síma 12398. Á seinasta fundi sambandsins, sem haldinn var á Ceylon 1955, var minnzt 50 ára afmælis sam- bandsins. Þar voru 2 fulltrúar frá íslandi, og hef- ur verið sagt frá þeim fundi í blaði Kvenréttinda- félags Islands: 19. júní. Norræn samvinna. Á fundi norrænu kvenréttindafélaganna, sem haldinn var í Ábo í Finnlandi 1956, var samþykkt að kjósa tvær konur frá hverju landi til að gera tillögur um sameiginlegt átak á öllum Norður- löndum um að ryðja burtu hindrunum, sem leggja hömlur á þátttöku kvenna í atvinnulífinu, t. d. sam- sköttuninni og launamisréttinu. Enn fremur að gera tillögur um bætt atvinnuskilyrði og hjálpar- gögn, er geri konum auðveldara að gegna tvöföld- um skyldustörfum: gagnvart heimilinu og þjóð- félaginu. I nefnd þessari eru af Islands hálfu Rannveig Þorsteinsdóttir hdl. og Sigríður J. Magnússon, for- maður K.R.F.I. Fyrirhugað er, að nefndin komi saman til að ganga frá tillögum sínum í júnímán- uði n.k. Sjóðsstofnun innan vébanda I.A.W. Á síðastliðnu ári átti Margery Corbett Ashby 75 ára afmæli, en hún var formaður I.A.W. 25 ár og eina núlifandi konan, sem var á stofnfundi fé- lagsins fyrir 53ur árum. Dr. Hanna Rydh, sem einnig hefur verið formaður I.A.W., átti frum- kvæði að því, að alþjóðafélagið heiðraði hana með sjóðstofnun til styrktar kvenréttindafélögum, sem ættu erfitt uppdráttar, t. d. í Asíu og Afríku, þar sem kvenréttindahreyfingin er enn ung og lítils megandi. Stakk Dr. Rydh m. a. upp á því, að konur, sem áhuga hafa á þeim málefnum, sem kvenréttinda- hreyfingin berst fyrir, minntust sjóðsins á afmæli sínu eða vina sinna. Hefir þegar safnazt allálitleg f járupphæð. Allar gjafir, stórar og smáar, eru þegn- ar með þökkum, og veitir formaður K.R.F.l. þeim fúslega viðtöku. S. J. M. Ævimizuningabók Menningar- og minnincyarsjóðs kvenna. Annað bindi af Æviminningabók Menningar- og minningarsjóðs er nú komið í prentun, og því nauðsynlegt, að þeir, sem ætla sér að koma ævi- minningum í þetta bindi, sendi þær, sem allra fyrst, á skrifstofu sjóðsins að Skálholtsstíg 7. Gjaldkeri sjóðsins, Svafa Þórleifsdóttir, er þar til viðtals alla fimmtudaga kl. 16—18, en sími skrif- stofunnar er: 18156. Oftast rignir á fyrstu frostnæturnar, ekki seinna en á þriðja degi. * Ef dimmir skuggar eru í vel fögru járni, veit það á rigningu, en sé það bjart, þá veit það á gott veður. * Afgreiðsla blaðsins er að Skálholtsstíg 7, og þar eru gamlir árgangar seldir vægu verði. 1 9. JtJNl 40

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.