19. júní


19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 42
Frá erlenduzn vettvangi. Þing alþjóðasambandsins í Aþenu. Alþjóðakvenréttindasambandið — International Alliance of Women — heldur 18. þing sitt í Aþenu 25. ág. til 4. sept. n.k. Kjörorð þingsins verður: I gær, í dag, á morgun — eða með öðrum orðum: Hvað hefur áunnizt, hvað erum við að starfa og hverju ætlum við að hrinda í framkvæmd. K.R.F.I. á rétt á að senda 12 fulltrúa á þennan fund, og verður að tilkynna þátttöku fyrir 1. júlí. Á undan fundinum verður haldið 14 daga nám- skeið í sambandi við starfsskrá UNESCO um betra samband og samvinnu þjóða í milli. Allir einstaklingar í I.A.W. eiga rétt til þátt- töku á þinginu. Árgjaldið er eitt pund (kr. 45.70), og félagar fá blað félagsins ókeypis. Nánari upp- lýsingar eru veittar á skrifstofu K.R.F.I., Skálholts- stig 7, Reykjavík, í síma 18156 eða hjá formanni félagsins í síma 12398. Á seinasta fundi sambandsins, sem haldinn var á Ceylon 1955, var minnzt 50 ára afmælis sam- bandsins. Þar voru 2 fulltrúar frá íslandi, og hef- ur verið sagt frá þeim fundi í blaði Kvenréttinda- félags Islands: 19. júní. Norræn samvinna. Á fundi norrænu kvenréttindafélaganna, sem haldinn var í Ábo í Finnlandi 1956, var samþykkt að kjósa tvær konur frá hverju landi til að gera tillögur um sameiginlegt átak á öllum Norður- löndum um að ryðja burtu hindrunum, sem leggja hömlur á þátttöku kvenna í atvinnulífinu, t. d. sam- sköttuninni og launamisréttinu. Enn fremur að gera tillögur um bætt atvinnuskilyrði og hjálpar- gögn, er geri konum auðveldara að gegna tvöföld- um skyldustörfum: gagnvart heimilinu og þjóð- félaginu. I nefnd þessari eru af Islands hálfu Rannveig Þorsteinsdóttir hdl. og Sigríður J. Magnússon, for- maður K.R.F.I. Fyrirhugað er, að nefndin komi saman til að ganga frá tillögum sínum í júnímán- uði n.k. Sjóðsstofnun innan vébanda I.A.W. Á síðastliðnu ári átti Margery Corbett Ashby 75 ára afmæli, en hún var formaður I.A.W. 25 ár og eina núlifandi konan, sem var á stofnfundi fé- lagsins fyrir 53ur árum. Dr. Hanna Rydh, sem einnig hefur verið formaður I.A.W., átti frum- kvæði að því, að alþjóðafélagið heiðraði hana með sjóðstofnun til styrktar kvenréttindafélögum, sem ættu erfitt uppdráttar, t. d. í Asíu og Afríku, þar sem kvenréttindahreyfingin er enn ung og lítils megandi. Stakk Dr. Rydh m. a. upp á því, að konur, sem áhuga hafa á þeim málefnum, sem kvenréttinda- hreyfingin berst fyrir, minntust sjóðsins á afmæli sínu eða vina sinna. Hefir þegar safnazt allálitleg f járupphæð. Allar gjafir, stórar og smáar, eru þegn- ar með þökkum, og veitir formaður K.R.F.l. þeim fúslega viðtöku. S. J. M. Ævimizuningabók Menningar- og minnincyarsjóðs kvenna. Annað bindi af Æviminningabók Menningar- og minningarsjóðs er nú komið í prentun, og því nauðsynlegt, að þeir, sem ætla sér að koma ævi- minningum í þetta bindi, sendi þær, sem allra fyrst, á skrifstofu sjóðsins að Skálholtsstíg 7. Gjaldkeri sjóðsins, Svafa Þórleifsdóttir, er þar til viðtals alla fimmtudaga kl. 16—18, en sími skrif- stofunnar er: 18156. Oftast rignir á fyrstu frostnæturnar, ekki seinna en á þriðja degi. * Ef dimmir skuggar eru í vel fögru járni, veit það á rigningu, en sé það bjart, þá veit það á gott veður. * Afgreiðsla blaðsins er að Skálholtsstíg 7, og þar eru gamlir árgangar seldir vægu verði. 1 9. JtJNl 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.